Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Byggðasaga Skagafjarðar undir ritstjórn Hjalta Pálssonar frá Hofi: Áttunda bindið í tíu binda ritröð fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp Sögufélag Skagfirðinga hefur nú gefið út áttunda bindið í ritröðinni Byggðasaga Skagafjarðar undir ritstjórn Hjalta Pálssonar frá Hofi. Þetta verk er mjög vandað að upplýsingaöflun og úrvinnslu og til fyrirmyndar í söguritun heils byggðarlags þar sem fjallað er í máli og myndum um hverja einustu bújörð í Skagafirði sem einhvern tímann hefur verið í ábúð á árabilinu 1871-2017m alls um 660 jarðir. Ljóst er að gríðarleg upp- lýsingaöflun liggur að baki Byggðasögu Skagafjarðar og hefur höfundum tekist m.a að afla margvíslegra munnlegra heimilda frá ábúendum og brottfluttum. Fyrir nútímafólk og komandi kynslóðir er ljóst að með þessari söguritun hefur tekist að ná saman ómetanlegum upplýsingum um liðinn tíma sem ekki eru lengur fáanlegar því að margir heimildamenn eru nú látnir. Mættu önnur byggðarlög, sem og stofnanir ríkisins sem búa yfir miklum gögnum og fróðleik, eins og Vegagerðin, taka þetta sér til fyrirmyndar. Í þessu veit sannarlega enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það á sannarlega við þegar menn láta undir höfuð leggjast að taka upp og festa í letur munnlegar heimildir frá fólki sem upplifði atburði og getur sagt frá stöðum og kennileitum, eitthvað sem oft eru hvergi annars staðar til heimildir um. Fyrir slíka fyrirhyggju eiga Skagfirðingar örugglega eftir að þakka Hjalta um ókomna tíð. Stefnir í að verkið verði tíu bindi Höfundur segir að bindin muni á enda num verða tíu. Áttunda bindið er 528 síður, mikið myndskreytt og fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp. Skiptist Fellshreppur í tvö byggðarlög, Hrolleifsdal og Sléttuhlíð. Haganeshreppur skiptist svo í Bakka, Flókadal, Barðstorfu, Haganesvík og Grindilströnd sem sameiginlega kallast einu nafni Vestur-Fljót. Í hreppunum báðum eru nokkrar söguríkar stórjarðir og nægir þar að nefna prestsetrin Fell og Barð. Hjalti Pálsson segir í formála að vegna stærðar þessarar bókar hafi þurft að grípa til þess ráðs að geyma umfjöllun um verslunarstaðinn Haganesvík, ásamt þeim bújörðum sem þar eru. En þær eru Brautarholt, Efra-Haganes I, Efra- Haganes II, N e ð r a - H a g a n e s og Vík, ásamt húsmannsbýlunum; Grund, Mýri, Vatni, Vatnshorni og Vatns- enda. Frásagnir um þessa staði mun fylgja níunda bindi sem fjallar um Holtshrepp. 21 árs vinna að baki en væntanlega 4 eftir Hjalti segir að aðdragandinn og vinnan við þessa söguritun sé orðin ansi löng. „Þessi vegferð er nú búin að standa í 21 ár frá því ég byrjaði. Það var svo sem búið að tala um þetta áður, en það voru menn í þáverandi héraðsnefnd Skagafjarðar sem höfðu áhuga á að hrinda þessu verki í framkvæmd. Svo var komið að máli við mig að taka að mér þetta verkefni en ég var þá skjalavörður á Sauðárkróki. Menn reyndu í upphafi að gera sér hugmyndir um hvaða tíma þetta verk myndi taka og hvað það yrði stórt. Ég var þá beðinn að gera áætlun sem hljóðaði upp á sex bindi og gæti orðið tíu til tólf ára verkefni. Niðurstaðan ætlar að verða sú að þetta muni taka 25 ár og ritröðin verði tíu bindi. Enn eru því eftir tvö bindi verksins. Þessi bók sem við erum með núna er búin að taka þrjú ár í vinnslu og er unnin að mestu af tveimur mönnum, mér og Kára Gunnarssyni, sem verið hefur samstarfsmaður minn í 10 ár.“ Egill Bjarnason, fv. ráðunautur á Sauðárkróki, á líka stóran þátt í verkinu, en hann lét af störfum við Byggðasöguna 2007.“ – Víða þar sem ráðist hefur verið í verk af svipuðum toga hafa menn mikið velt fyrir sér kostnaði og þá um leið hvar ætti að stoppa í heimildasöfnun og ritun. Hvernig var það í þínu tilviki? „Ég hef notið óvenjulegrar velvildar og þolinmæði gagnvart þessu verki. Slíkt er ekki sjálfgefið. Eftir að fyrsta bindi Byggðasögunnar kom út árið 1999 fannst mönnum greinilega að þarna væri eitthvað sem ekki mætti falla niður. Því hefur verið haldið stöðugt áfram og menn hafa ekki verið að setja mér skorður, hvað ég mætti vera lengi, eða hvernig þetta ætti að vera. Ég hef því fengið sjálfdæmi um tilhögum verksins og það eru mikil forréttindi. Hóf efnisöflun 1995 „Ég byrjaði að viða að mér efni í árslok 1995. Fyrstu tvö árin fóru Á árunum 1871-1875 bjuggu í Fyrirbarði Jón Ólafsson og Sigurlaug Jónasdóttir. Þau höfðu áður búið í Grímsnesi á Látraströnd á árunum 1848-1863. Síðan nokkur ár í húsmennsku þar í grennd, uns þau fluttust í Fljótin. Jón var rammur að afli en spaklátur og æðraðist lítt þótt eitthvað bæri útaf. Kunnu menn frá að segja að hann hefði leikið sér að því að bera í fanginu fulla brennivínstunnu upp bakkann úr lendingunni í Grímsnesi. Haust eitt, meðan hann bjó þar, fór hann í aðra sveit og keypti nokkrar vænar kindur sem hann ætlaði heimilinu til frálags. Kom hann seint um dag heim með kindurnar, rak þær niður í vog einn við sjóinn og bjó svo um að þær kæmust ekki upp. Átti að slátra þeim morguninn eftir. Um nóttina gerði hafrót á firðinum og brimaði svo að kindurnar flæddi í voginum. „Þetta hefur verið meiri skaðinn fyrir ykkur“, mælti bóndi í Fljótunum, er Jón hafði sagt honum frá þessu. „O, það var nú eins og hver önnur búmannsraun“, svaraði Jón, „en henni Sigurlaugu minni þótti það heldur miður.“1) [Innskotsgrein úr bókinni] Jón í Fyrirbarði Álfur vill giftast mennskri stúlku. Lovísa dóttir Björns Elíasar var 18-19 ára þegar fjölskyldan fluttist að Krakavöllum. Ekki hafði fjölskyldan lengi þar verið áður ýmislegt undarlegt fór að berast í drauma Lovísu. Einkum var það maður einn er iðulega kom til hennar. Þóttist hún vita að það væri álfur. Talaði hann margt við hana og fór svo að lokum að hann beiddist eftir eiginorði hennar en því tók hún fjarri. Ámálgaði hann þetta oft og einatt en það kom fyrir ekki. Varð hann síðast svo áleitinn að henni varð tæplega viðvært og mest þeirra hluta vegna fluttist Björn frá Krakavöllum að Hálsi. Leyndi Lovísa foreldra sína þessu lengi vel. En þessi áleitni álfsins hafði þau áhrif á hana að heilsu hennar fór að hnigna og var farið með hana til læknis. Læknirinn fann ekkert athugavert við heilsu hennar en eftir það réðu foreldrar hennar það að flytja af jörðinni. Ekki var álfurinn reiður afsvari Lovísu. Hjálpaði hann henni á ýmsa vegu; vísaði henni t.d. á ær, þegar þær vantaði til mjalta, og rak þær í veg fyrir hana. Sagði hann hvar hrossa var að leita þegar þokur voru o.s.frv. Áður en Lovísa fór frá Krakavöllum bað hann hana að lofast ekki næstu fimm árin og stóð hún við það. Eitt sinn bað hann Lovísu að færa það í tal við föður hennar, að hann leigði sér nokkrar dagsláttur af túninu. Gjörði hún þetta en Björn var ekki á því. Var hvortveggja, að honum þótti þetta undarleg bón og í annan stað þóttist hann ekki aflagsfær hvað tún snerti. En eftir þetta fór Björn að dreyma álfinn. 4) [Innskotsgrein úr bókinni] Álfur vill giftast mennskri stúlku Márus Símonarson bjó 26 ár í Fyrirbarði (1920-1946) og var þar öllum hnútum kunnugur. Gamla túnið og bæjarstæðið er neðst í Barðsöxlinni og afar veðrasamt á þeim stað, sannkölluð veðramót undir Barðsendanum. Bæjarhús voru þar flest nokkuð grafin í jörð og tóku þá minna á sig í veðrum. Þótt gamla túnið væri sæmilega stórt var það mjög grýtt og engjar leiðinlegar, mest flóar með nabbaþýfi og ekki heygóðar. Miklar hættur voru af stömpum og holgryfjulækjum í flóanum. Márus lét svo um mælt að enginn ókunnugur kæmist lifandi yfir Fyrirbarðsflóa og um veðrin í Fyrirbarði sagði hann að allt sem ekki væri jarðfast færu þau með beina leið til helvítis. 2) sagði Sigurbjörg Björgvinsdóttir síðar. [Innskotsgrein úr bókinni] Harðbýl jörð, Fyrirbarð MENNING&LISTIR Ein af fjölmörgum myndum í bókinni. Sigríðarstaðakot (Guðlaeifsstaðir) í Flókadal um 1940. Gráni Jóhanns Stefánssonar naslar í hlaðvarpa en Jónína Jónsdóttir, eiginkona Jóhanns, stendur neðar í blæjarbrekkunni. Þetta er nú eyðibýli í landi Sigríðarstaða. Ritstjóri bókarinnar, Hjalti Pálsson, við grjótgarðinn á Grundarlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.