Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Úrval af vinnufatnaði fyrir eldhús og veitingastaði Bómullarbolir, svuntur og mikið af fatnaði sem þolir 95° þvott og þarf ekki að strauja Vinnufatnaður og skór 25090 Str. 36-42 920070 - Leður Str. 36-42 920080 - Leður Str. 40-46 ...Þegar þú vilt þægindi Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is Bylting í hreinlæti! Sími 480-0040 sala@buska.is www.i-teamglobal.com Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Auðveldari og betri þrif, sparar tíma og léttir lífið Buska Það hlýtur að vekja áleitnar spurningar hjá mörgum að heyra og sjá niðurstöðu EFTA-dómstólsins varðandi innflutning landbúnaðarafurða til Íslands. Hvernig má það vera, að svo gróf íhlutun í sjálfræði og lýðheilsuvernd sjálfstæðrar þjóðar, verði viðtekin án mótspyrnu og ábyrgðar þeirra sem með völd fara fyrir hönd fólks og fénaðar í landinu? Vísindaleg rök og þekking vegna áfalla á liðnum árum og öldum, hringja öll í takt með glymjandi viðvörunarbjöllum, en blind einkagróðaástríðan og græðgin, láta sig engu skipta líf og heilsu né efnahag almennings. Landráð er stórt orð. En ef eitthvað eru landráð, þá er svo sannarlega ekki hægt að ganga lengra en hleypa þessum ófögnuði óheftum inn fyrir íslenska landhelgi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég skora á alla landsmenn að láta það ekki gerast. 20.11. 2017 Guðríður B. Helgadóttir Þjóðarréttur LESENDABÁS Kröftug sókn í fjarskiptum sveitanna og landsins alls Vegna undirbúnings framkvæmda og gerð fjárhagsáætlana á vegum sveitarfélaga vegna næsta árs er nauðsynlegt að sem fyrst liggi fyrir ákvarðanir sem varða verkefni ársins. Því ákvað ráðherra byggðamála nýverið að birta áætlaða úthlutun fyrir árið 2018, með fyrirvara um samþykkt fjárlaga. Grunnur að skiptingu þessara fjármuna er alfarið á hendi þeirra sem stýra áherslum í byggðamálum. Í tölublaði Bændablaðsins frá 22. nóvember sl. er sagt frá bókun bæjarráðs Norðurþings um framlög til lagningar ljósleiðara. Talsverðrar ónákvæmni gætir í fréttinni sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þar er sagt frá viðbrögðum bæjarráðsins við fyrirhugaðri 100 m.kr. styrkveitingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli sérstakra byggða- sjónarmiða. Bæjarráðið virðist rugla saman annars vegar sérstökum byggðastyrk og hins vegar samkeppnisstyrk frá fjarskiptasjóði. Umsóknar- og úthlutunarferli vegna fyrirhugaðra framkvæmda sveitarfélaga 2018 er langt komið. Þann 23. nóvember síðastliðinn voru opnaðar samtals 102 styrkbeiðnir frá 25 sveitarfélögum. Mat á þeim umsóknum liggur fyrir. Alls eiga 23 sveitarfélög kost á alls 450 m.kr. styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara á næsta ári. Skuldbinding um greiðslu er með fyrirvara um fjárlög og undirritun samnings. Landinu skipt á grunni landshluta samtaka sveitarfélaga Samkvæmt úthlutunarskilmálum er landinu skipt á grunni landshluta- samtaka sveitarfélaga og úthlutað innan þeirra svæða, samkvæmt samkeppnisfyrirkomulagi. Í bókun sveitarstjórnar Norðurþings er reifuð gagnrýni á að úthlutun fjármagns sé tilviljunarkennd og ómarkviss. Vissulega hefur þetta fyrirkomulag verið gagnrýnt. Það er ætíð vandi að úthluta takmörkuðum fjármunum úr opinberum sjóðum þegar eftirspurn er meiri en framboð. Þá skiptir máli að úthlutun sé gagnsæ og umhverfi hennar stöðugt, þannig að sveitarfélögin geti metið möguleika sína til lengri tíma. Sérstakur 100 m.kr. byggða- styrkur vegna bæði 2017 og 2018 var ætlaður til að styrkja stöðu veikari sveitarfélaga í samkeppni um styrki frá fjarskiptasjóði. Það hefur augljóslega tekist þar sem flest ef ekki öll sveitarfélög sem hlutu byggðastyrk annaðhvort eru í framkvæmdum eða eiga kost á samkeppnisstyrk vegna 2018. Heildarumfang Ísland ljóstengt er talið vera ríflega 4.000 tengingar á landsvísu. Í lok árs 2018 hefur umrætt styrkjafyrirkomulag þegar skilað um 3.000 tengingum gangi öll fyrirhuguð uppbygging eftir. Upphafleg áætlun um verklok í árslok 2020 er því ekki óraunhæf sýni sveitarfélög áfram sama metnað í umsóknum og verkefnum og verið hefur. Þó er rétt að hafa í huga að þátttaka í verkefninu er valkvæm. Flest þeirra sveitarfélaga hafa lokið sinni framkvæmd eða eru langt komin sem best voru undirbúin þegar að Ísland ljóstengt hófst 2016 og leikreglurnar lágu fyrir. Þrýstingur á framkvæmdir er mikill hjá íbúum og fyrirtækjum. Virk þátttaka sveitarfélaga og íbúa hefur verið lykilforsenda og drifkraftur þessa landsátaks. Verkefnið Ísland ljóstengt hefur vakið talsverða athygli Ísland ljóstengt-verkefnið hefur vakið talsverða athygli í öðrum ríkjum. Það er ekki svo að eftirspurn eftir öflugum nettengingum sé einskorðuð við Ísland. Í kosningabaráttu fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi lofuðu báðir stóru flokkarnir þar ljósleiðaravæðingu Bretlands. Þá var athyglisvert að Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í sinni kosningabaráttu að Ísland, sem væri fámennt ríki og dreifbýlt land, væri langt á undan Þjóðverjum í byggingu á framtíðar fjarskiptatengingum. Raunar hafa úrbætur fjarskipta í dreifbýli verið áberandi í áherslum stjórnmálamanna í flestum nágrannaríkjum okkar. Örbylgjusamband í stað gervihnattasambands Á þessu ári hefur fjarskiptasjóður hrint í framkvæmd átaki til að endurbæta netsamband sveitabæja sem hafa til þessa þurft að notast við gervihnattasamband til margra ára. Fjarskiptasjóður hefur á árinu fjármagnað byggingu sveitarfélaga á örbylgjusamböndum gagnvart þeim stöðum sem ekki áttu kost á öðru netsambandi og þannig gjörbylt aðstöðu þeirra heimila og fyrirtækja. Samstaða náist um að ljúka 100 Mb/s tengingu fyrir árslok 2020 Hér á landi skiptir mestu að góð samstaða náist um að ljúka sem fyrst þeim merka áfanga að 99,9% íbúa landsins hafi aðgang að a.m.k. 100 Mb/s tengingu í árslok 2020. Fátt bendir til annars en að það takist. Ísland komið lengra en Suður- Kórea sem var fremst þjóða Ísland komst nýlega í efsta sæti meðal þjóða heims á lista Alþjóða- fjarskiptasambandsins um stöðuna í upplýsingatækni og fjarskiptum. Á síðasta ári var Ísland í öðru sæti listans en hefur nú skotist upp fyrir Suður-Kóreu sem hefur verið í efsta sætinu síðustu ár. Sviss skipar þriðja sætið og Danmörk er í því fjórða. Getum nýtt tækifærin í fjórðu iðnbyltingunni Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið og er Ísland þannig í öfundsverðri stöðu að nýta sér tækifærin sem í henni felast. Til þess þarf ekki bara góðar tengingar heldur framúrskarandi á öllum sviðum. Í því sambandi er tímabært að huga að bættum og hagkvæmari tengingum við útlönd og meta í því sambandi hvort ekki sé ástæða til að fjölga tengingum og rekstraraðilum þeirra bæði vestur og austur um haf. Það er kominn tími á Ísland ljóstengt 2.0. Stærri og meiri sókn sem leggur grunn að fjölbreyttu atvinnulífi og verðmætasköpun í stafrænum heimi. Haraldur Benediktsson formaður fjarskiptasjóðs Haraldur Benediktsson. Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið og er Ísland þannig í öfundsverðri stöðu að nýta sér tækifærin sem í henni felast. Til þess þarf ekki bara góðar tengingar heldur framúrskarandi á öllum sviðum. Mynd / trustmyscience.com Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Jólablaðið kemur út 14. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.