Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Um þjóðfræði mannslíkamans: Þegar dannebrogsmaðurinn mælir Guð Út er komin hjá Sæmundi bókin Um þjóðfræði mannslíkamans eftir Þórð Tómasson í Skógum. Höfundur fjallar hér um þá siði, þjóðtrú, orðfæri og hugmyndir sem tengdust höfði mannsins og höndum hans. Um er að ræða einstakt verk og afar frumlega nálgun. Blaðið grípur hér aðeins ofan í bók Þórðar þar sem segir frá hreppstjóra sem mældi Guð í spönnum og menn sem læknuðu tannpínu með meyjarpissi og hlandsteini. Tannpína „Það er síst úr vegi að doka við hjá tannpínu, svo marga sem hún hefur hrjáð. „Hvað er líf manna? – Háski, böl – höfuðverkur og iðrakvöl, – tannpína, tóbaksleysi,“ segir Kristján Jónsson Fjallaskáld í alþekktri stöku. Ófáir fyrri tíma menn héldu tönnum sínum til hárrar elli og ber víst að þakka harðæti sem var mikill þáttur í matbjörg og sætinda síst völ. Tannskemmdir og tannpína mæddu þó margan, enda tannhirðu ábótavant. Tanndrætti varð víðast illa við komið, að jafnaði langt til læknis að leita. Deyfing við tanndrátt var framan af óþekkt. Ég minnist sérstæðrar gamallar konu frá æsku minni, Ingibjargar Jónsdóttur á Mið-Skála undir Eyjafjöllum. Helgi Jónasson, læknir á Stórólfshvoli, dró úr henni tannir án deyfingar um 1925. „Ég borga þér ekkert fyrir þessar helvítis kvalir,“ sagði Ingibjörg að athöfn lokinni. Dæmi voru þess að tanndráttur teldist hrossalækning. Eiríkur Ólafsson frá Núpi undir Eyjafjöllum kom um 1920 til snillingsins Jóns Jónssonar, bónda á Seljavöllum, gleðimanns og þjóðhaga, og sat við aflinn er Eirík bar að garði. Eiríkur kvaðst vera kvalinn af tannverk frá einni einstæðri tönn. „Það er auðvelt að ráða bót á því,“ sagði Jón, tók seglbandsspotta, batt tryggilega um veiku tönnina og lausa endann með sama hætti í steðjaaugað. Hann tók síðan glóandi járn úr afli og bar að Eiríki sem við það hrökk undan og tönnin hætti að ónáða Eirík. Viðleitni til lækningar á tannpínu konu frá byrjun 18. aldar er einstæð og baklandið aftan úr grárri forneskju. Þorbjörg Jónsdóttir, húsfreyja í Tjaldanesi í Saurbæ, var árið 1708 illa haldin af mjög kvalafullu tanna- eða kjálkameini. Maður hennar, Pétur Bjarnason, lögréttumaður (d. 1718), með böggum hildar, greip til örþrifaráðs. Kjálkabein látins manns átti að ráða bót á meini af þessum toga. Pétur kvaddi til tvo menn að grafa upp lík Ingveldar fóstru hans í Staðarhólskirkjugarði og kjálkabein hennar var lagt að kjálka Þorbjargar. Engin saga fer af lækningunni en atburðurinn komst í hámæli og Oddur Sigurðsson l ö g m a ð u r heimsótti Pétur Bjarnason sem sakamann árið 1709. Hann tók alla ábyrgð á verki, leysti sig undan sök með atfylgi áhrifamanna og 80 ríkisdala greiðslu til Hallbjarnareyrar hospitals. Enginn hefur lýst lækningu á tannpínu á áhrifameiri hátt en sr. Árni Þórarinsson gerir í ævisögu sinni, skráðri af Þórbergi Þórðarsyni. Alþýðulæknir á Snæfellsnesi er kvaddur til hjálpar stúlku sárkvalinni af tannpínu. Læknirinn gerir smyrsl úr meyjar pissu og hlandsteini og rjóðrar á tannhold og tannir stúlkunnar. Með illu skal illt út reka, segir gamall málsháttur. Heimilisfólk var rekið í fjár hús úti á túni sökum kvalaópa sem fylgdu því er lækning var að hrífa. Sr. Árna segist svo frá: „Þegar smurningunni er lokið, tekur stúlkan að hljóða með þvílíkum fádæmum að fólkið í fjárhúsinu grípur báðum höndum sem fastast fyrir eyrun til að deyfa þessa angistarkveinan og er þó samt nóg boðið. En eftir sjö mínútur dettur allt skyndilega í dúnalogn.“ Lækningin leiddi til albata en allar tennur voru lausar um skamman tíma eftir hrinuna. Mælingar Maðurinn hefur frá örófi alda miðað við sjálfan sig í mælingum. Allir kannast við faðm, skref og fet. Alin er að upphafi meðallengd frá olnboga fram á vísifingur. Hún skiptist í 24 tommur og þar hefur viðmiðun verið þumlungur, sem er lengd þumalfingurs frá fingurgómi upp í lið. Að þumlungast áfram merkir hægfara göngu. Prjónakonur notuðu mjög mælingar með spönn og mælu. Stuttspönn fæst þegar spenntir eru út þumalfingur og vísifingur, langspönn þegar spenntir eru út þumalfingur og langatöng. Hún samsvarar um einum þriðja af alin. Mæla er frá gómi löngutangar upp á hnúa. Spönn lifir í orðtakinu Ég kemst (eða komst) ekki spönn frá rassi en svo er til orða tekið ef maður er bundinn af einhverju og kemst ekki ferða sinna. Afi sagnakonu minnar, Arnlaugar Tómasdóttur, gáfaði merkisbóndinn Einar Sighvatsson á Ysta-Skála (1792–1878), braut heilann um margt og fór þar í mörgu sínar eigin götur. Sóknarprestur hans, sr. Björn Þorvaldsson í Holti (d. 1874), lýsti honum á þessa leið: „Þegar Einar dannebrogsmaður og hreppstjóri á Skála er að mæla guð, þá nær hann með faðminn út fyrir báða enda á guði og hann mælir hann í spönnum.“ Arnlaug var mikil prjónakona og léttsvæf. Hún notaði mjög handarmælingar í spönnum og þó eink um í mælum. Oft var hún búin að prjóna nokkr ar mælur er aðrir brugðu blundi. Higsti Hiksti er eitt af því óþægilega sem manni er áskapað. Ráð til að stöðva higsta er að gera þeim er hann hrjáir snögglega verulega bylt við. Við börn var sagt: Þú hefur sopið á lyfjadallinum eða þú hefur stolið rjóma. Gamalla manna mál var að higsta leiddi af því að einhver væri að tala illa um mann. Þá var ráðið að reyna að geta upp á nafni hans. Tækist það stöðvaðist higstinn. Svipuð trú er vel þekkt á Norður löndum. Elstu íslenska heimild sem ég þekki er að finna í Biskupaannálum sr. Jóns Egilssonar. Þar segir frá því er Jón Arason biskup bannfærði Daða Guðmundsson í Snóksdal í Hóladómkirkju árið 1549. Sr. Jón segir að daginn þann hafi Daði legið uppi á palli í Snóksdal. „Þá kom svo harður higsti að honum að hann undraðist, og það var úr hófi, svo að hann hugsaði að öndin mundi slíta af sér. Daði mælti þá: „Nú er eg þar að orði sem eg er ekki að borði.“ Higstar við matborð voru ákveðinnar merkingar og fóru eftir aldri þeirra er sátu að borði. Um þetta var fastur formáli: Yngsti mat meiri, elsti menn fleiri, miðlungur mann frá borði. Higsti hjá þeim yngsta boðaði björg í bú, hjá þeim elsta að von væri á nýjum heimilismanni, hjá miðlungi brottför heimilismanns, jafnvel feigð. Af higstum er dregið orðatiltækið að higsta á einhverju en það gerist þegar maður er í vafa um úrræði. Ég held mig við framburð og skrifa higsti eins og Jón Sigurðsson gerir í Safni til sögu Íslands I. Sr. Jón Egilsson hefur sennilega skrifað higsti. Nútímamálfræðingar og fræði- menn skrifa hiksti og bendla orðið við hik.“ MENNING&LISTIR Þórður Tómasson í Skógum, höfundur bókarinnar Um þjóðfræði mannslíkamans. Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig. Fáðu heyrnartæki til prufu Akranes | Akureyri | Borgarnes| Egilsstaðir| Ísafjörður| Reykjanesbær | Selfoss Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.