Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Dagana 4.–5. september sl. var haldinn ársfundur Evrópuhóps lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM EU Group) og í framhaldi af honum, 5.–8.september, 11. ráðstefnan um lífrænan búskap í Evrópu, hvort tveggja í Tallin í Eistlandi. Fulltrúi frá Íslandi var sá sem þetta ritar en hann hefur haft umsjón með málefnum Íslandsdeildar Evrópuhópsins síðan 2004. Fjölþætt starfsemi Ársfundinn sóttu fulltrúar frá flestum aðildarþjóðum ESB auk fulltrúa frá Íslandi, Noregi og Sviss en öll þessi lönd fylgja reglum ESB um lífrænan landbúnað sem eiga að tryggja samræmi í vottun hjá bændum og vinnslustöðvum. Fundinn í Tallin sátu 33, þar af nokkrir starfsmenn skrifstofu hópsins í Brussel en framkvæmdastjóri hennar er Eduardo Cuocu frá Ítalíu. Forseti hópsins er Christpher Stopes frá Bretlandi. Farið var yfir helstu verkefnin sem hópurinn sinnir í þágu lífræns landbúnaðar, mjög fjölþætt að vanda og snerta bæði tæknileg mál og stefnumótun. Lögð var fram samþykkt um stefnumótun í aðgengilegum bæklingi undir heitinu Organic Vision 2030 en þar er lýst því markmiði að 50% allrar búvöruframleiðslu í Evrópu verði lífrænt vottuð eftir 13 ár (sjá nánar á vefnum www. ifoam-eu.org).Þau lönd sem lengst eru komin eru með u.þ.b. 20% en enn eru nokkur með aðeins um 1% eins og Ísland. Vaxandi markaður Þegar á heildina er litið svarar framleiðsla lífrænna afurða í Evrópu ekki vaxandi eftirspurn. Þetta er neytendadrifinn markaður og það er ljóst, og hefur reyndar verið um margra ára skeið, að neytendur kunna vel að meta kosti lífrænna búskaparhátta og gæði afurðanna. Ísland er gott dæmi um þessa stöðu, þarna er vissulega vaxtarbroddur fyrir íslenska bændur í ýmsum búgreinum. Í nýrri breskri rannsókn kom fram að í grænmeti og ávöxtum í máltíðum skólabarna fundust leifar 123 plöntuvarnarefna, eiturefna sem geta skaðað þroska og heilsu. Þar sem slík efni eru ekki leyfð við lífræna ræktun er talið að unnt sé að auka matvælaöryggi verulega með neyslu lífrænt vottaðra afurða. Þess sjást reyndar víða merki, t.d. í eldhúsum og mötuneytum skóla, og hafa Danir verið meðal frumkvöðlanna. Slíka þróun styður Evrópuhópurinn eftir megni. Jákvætt framlag til loftslagsmála Þar sem nú eru ofarlega á baugi hvers konar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði bendi ég hér á vandaða skýrslu um hin jákvæðu áhrif sem lífrænn landbúnaður getur haft og kynnt var á fundinum. Hún kom út á liðnu ári á vegum Evrópuhópsins o.fl. samstarfsaðila og ber heitið Organic Farming, Climate Mitigation and Beyond. Hana er hægt að nálgast á vefnum www.ifoam-eu.org. Ný Evrópureglugerð væntanleg Á meðal helstu umræðuefna á ársfundinum og síðan á ráðstefnunni í kjölfarið var hin nýja reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu en drög að henni voru staðfest í Ráðherranefnd ESB 28. júní sl. með 16 atkvæðum gegn 11 er annaðhvort voru á móti eða sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Nýjustu fregnir herma að nú séu lögfræðingar hjá ESB að rýna textann. Reiknað er með að ekki verði farið að vinna eftir reglugerðinni að fullu fyrr en 2020, eftir er að semja margar viðaukagerðir og textinn þarfnast mikilla lagfæringa að dómi Evrópuhópsins og lögfræðings hans, Hanspeter Schmidt. Hópurinn hefur alltaf verið óánægður með vinnubrögð ESB við endurskoðunina sem hófst með samningu þessarar nýju reglugerðar í ársbyrjun 2012, án samráðs við hópinn. Hvað Ísland varðar er þessi nýja reglugerð um lífrænan landbúnað ekkert fagnaðarefni miðað við þann texta sem fyrir liggur. Meiri áhersla er lögð á markaðs- og viðskiptasjónarmið en framleiðslutengda þætti en það er einmitt á þeim sviðum sem þarf að vinna markvisst til að auka lífræna framleiðslu í einstökum löndum og álfunni í heild. Þá er vaxandi innflutningur andstæður alþjóðlegum markmiðum um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið 2016. Ný reglugerð eykur ekki möguleika á svæðabreytileika, svo sem með tilliti til veðurfars, og kemur það sér illa fyrir jaðarsvæði á borð við Ísland. Andstaða gegn erfðabreyttum lífverum Um margt fleira var fjallað á ársfundinum, svo sem um óbreytta andstöðu gegn notkun erfðabreyttra lífvera (GMOs) við matvælaframleiðslu. Þá var vikið nokkuð að endurskoðun á landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem talið er mjög æskilegt að gera lífrænum landbúnaði í álfunni hærra undir höfði. Auk þess að virða óskir neytenda um holl og góð matvæli verði lögð rík áhersla á að tryggja bændum viðunandi tekjur og starfsöryggi þannig að styrkari stoðum verði rennt undir bæði fæðu- og matvælaöryggi hverrar þjóðar í Evrópu. Efla þarf sjálfbærni – athyglisverð ráðstefna Ráðstefnan sem haldin var í kjölfar ársfundar Evrópuhópsins var vel skipulögð og efnismikil með fjölda þekktra fyrirlesara og þátttakenda í pallborðsumræðum. Voru þeir bæði úr lífræna geiranum og utan hans. Áhersla var lögð á breytingar til að efla sjálfbærni í landbúnaði og vinnslu matvæla. Var mikill samhljómur í þeim 200 þátttakenda hópi sem þarna var saman kominn. Upplýsingar um ráðstefnuna og efni hennar liggja fyrir á vefnum www. ifoam-eu.org. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson Höfundur er sjálfstætt starfandi búvísindamaður og hefur verið fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuhóps lífrænna landbúnaðarhreyfinga(IFOAM EU Group) síðan 2004 Á FAGLEGUM NÓTUM Frá Evrópuhópsfundi og ráðstefnu lífrænna landbúnaðarhreyfinga: Auka þarf framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða í samræmi við óskir neytenda Gamli bærinn í Tallin, höfuðborg Eistlands. Mynd / HKr. Ær með lömb á lífrænt ræktuðu búi í Eistlandi. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Eistnesk Holstein-kýrin Missy er talin mikill kostagripur. Hotel Europa í Tallin þar sem ráðstefnugestir gistu. Á lífrænum grænmetisakri. Bændablaðið Jólablaðið kemur út 14. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.