Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 32
Leiðir tiL að auka koLefnisbindingu á ÍsLandi | 30. NÓVEMBER 2017 32 Halldór Þorgeirsson hjá Loftslagssamningi SÞ um loftslagsþingið í Bonn: Ísland tali fyrir landbótum á heimsvísu Nýafstaðið loftslagsþing í Bonn tókst vel, að mati Halldórs Þorgeirssonar, forstöðumanns á skrifstofu Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Halldór segir að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki, ekki síst á sviði bættra landgæða en það geti þó haft áhrif á orðspor landsins ef ekki verði fljótlega ráðist af alvöru í orkuskipti í samgöngum. „Það er mikill skriðþungi að baki Parísarsáttmálanum,“ segir Halldór. Þrátt fyrir að bandaríska alríkisstjórnin vilji draga sig út úr samstarfinu hafi verið mikill kraftur í öðrum Bandaríkjamönnum, svo sem ríkisstjóra Kaliforníu, borgarstjórum bandarískra stórborga, leiðtogum úr bandarísku atvinnulífi og fulltrúum félagasamtaka. Það sé til marks um vægi þingsins í Bonn að þar komu yfir 20 þjóðarleiðtogar, m.a. Frakklandsforseti og kanslari Þýskalands. Halldór segir að mikilvægur áfangi hafi náðst í Bonn við útfærslu samkomulagsins sem ljúka skal að ári. Margt sé þó óunnið enn og síðustu metrarnir í slíkri samningagerð gjarnan snúnastir. „Erfiðasta málið snýr að hlutverkaskiptingu milli ríkja, fyrst og fremst gagnvart því hversu mikill munur verður á kröfum sem gerðar verða til þróunarríkjanna samanborið við iðnríkin.“ Efnahagslífið mun draga vagninn „Þungamiðjan í þessu mikilvæga verkefni hefur færst frá stjórnvöldum til atvinnulífs, félagasamtaka og almennings. Meðvitundin er orðin mjög mikil hjá fólki, ekki aðeins vegna samkomulagsins heldur hafa afleiðingar loftslagsbreytinga verið mjög áþreifanlegar síðustu misseri, ekki síst hjá þeim sem eru viðkvæmastir fyrir veðurfarsbreytingum. Þar nægir að nefna Karíbahafsríki, flóð sem orðið hafa í Afríku og mikla erfiðleika á Indlandi,“ segir Halldór. „Á endanum verður það efnahagslífið sem dregur vagninn í aðgerðunum. Endurnýjanleg orka er nú í mörgum tilfellum orðin hagkvæmasti kosturinn og kostnaðurinn hefur hrunið,“ heldur Halldór áfram. Fram undan sé barátta um hversu hratt kolabrennsla skuli hverfa úr hagkerfinu. Það hafi t.d. sést á ágreiningi um kolabrennslu í stjórnarmyndunarviðræðunum í Þýskalandi. Megintíðindin frá þinginu séu sameiginleg öllum þjóðum. „Hér er mjög alvarlegt vandamál á ferðinni en það eru lausnir til og alþjóðasamfélagið er að ná samstöðu um að leysa þetta vandamál.“ Orkuskipti í samgöngum brýn Í l ágko lve tn i shagke r f i framtíðarinnar segir Halldór að Ísland geti haft miklu að miðla um endurheimt landgæða, nýtingu jarðvarma og fleira. „En Ísland er samt enn nokkuð fast í jarðefnahagkerfinu þegar kemur að samgöngum,“ segir hann. Landið verði að ráðast í orkuskipti í samgöngum svo að mikil olíunotkun spilli ekki orðspori landsins í loftslagssamstarfinu. Styrka forystu stjórnvalda þurfi til svo markmiðin náist en einnig mikinn stuðning atvinnulífs og félagasamtaka. „Þeir útlendingar sem sækja Ísland heim vilja sjá land sem byggt er á endurnýjanlegri orku, ekki innfluttri olíu. En reynslan hefur sýnt að Íslendingar eru mjög útsjónarsamir þegar þeir takast á við hlutina.“ Landbætur og útrýming fátæktar Eftir þingið í Bonn segir Halldór að fólk virðist almennt meðvitað um þau miklu áhrif sem hnignandi landgæði hafi á lífsgæði stórs hluta mannkyns. „Raunverulega er mikið af þeirri fátækt sem við þekkjum í dag mjög nátengt ástandi lands. Þar af leiðandi fer saman það mikilvæga starf að endurheimta landgæði og útrýma fátækt.“ Halldór segir að einhugur hafi verið um það á þinginu að byggja þurfi upp gróður- og jarðvegsauðlindina enda geti margar þjóðir ekki lengur framfleytt sér á landi sem framfleytti þeim áður. „Þess vegna er mikil áhersla á útrýmingu fátæktar og mjög margir sem sjá það tengjast landnotkun þótt ekki séu allir sem átta sig á þessum tengslum.“ Þarna telur Halldór að Ísland ætti að láta mjög til sín taka og tala fyrir endurheimt landgæða og útbreiðslu skóglendis. Að búa sig undir afleiðingar veðurfarsbreytinga haldist mjög í hendur við endurheimt landgæða. Uppbygging kolefnisforða í jarðvegi gefi aukna frjósemi og mun meiri möguleika á að mæta fæðuþörf mannkyns. Vænlegast sé að byggja upp landgæði í góðu samstarfi við fólk sem lifir á því sem landið gefur. „Með því er hægt að draga úr þeim afleiðingum sem veðurfarsbreytingar hafa. Bæði þurrkar og flóð eru hættulegri þar sem skógareyðing hefur átt sér stað.“ Aukin áhersla á bindingu eftir 2030 „Langtímamarkmið Parísar- samkomulagsins er að eigi síðar en um miðja þessa öld náist jafnvægi losunar og bindingar á jörðinni,“ segir Halldór. „Binding kolefnis er hluti af grundvallarmarkmiðum Parísarsamkomulagsins, sérstaklega l a n g t í m a m a r k m i ð u n u m . “ Ísland hefur nú þegar haft mjög mikil áhrif á núgildandi reglur um bindingarbókhald, fengið landgræðslu viðurkennda sem hluta af aðgerðum innan Kyoto- bókunarinnar og verið í fararbroddi um að endurheimt votlendis verði tekin með í spilið. „Ísland þarf áfram að vera í þessari forystusveit og það krefst þess að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi.“ Ísland móti eigin markmið Loks er Halldór Þorgeirsson spurður um sameiginlegu markmiðin um 40% samdrátt losunar miðað við 1990 sem Íslendingar hafa gengist undir með Evrópusambandinu gegnum EES-samstarfið. Útlit er fyrir að binding með landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis verði aðeins að mjög litlum hluta viðurkennd í þessu evrópska bókhaldi fram til 2030. Halldór tekur fram að þau hjá Loftslagssamningi SÞ séu ekki beinir aðilar að bókhaldi Evrópu og geti því ekki svarað fyrir það. Svo virðist sem Evrópusambandið hafi viljað þrýsta á orku- og iðnfyrirtæki að breyta um aðferðir, ráðast í orkuskipti, í stað þess að grípa til bindingar eingöngu. Þetta skýri væntanlega það lága hlutfall bindingar sem útlit er fyrir að viðurkennt verði í kolefnisbókhaldi Evrópu fram til 2030. „Þess má þó vænta að meiri áhersla verði lögð á aðgerðir í landgræðslu og skógrækt á næsta skuldbindingartímabili Parísarsamkomulagsins eftir 2030,“ segir Halldór. Halldór minnir á að innra bókhald Evrópusambandsins sé auðvitað ekki megintilgangur landgræðslu og skógræktar á Íslandi. Margvíslegur annar ávinningur sé þar í spilinu. Vissulega sé miður að þessi staða skuli hafa komið upp gagnvart ESB. Ástæðulaust sé þó að slá af í landgræðslu og skógrækt vegna ákvæða um kolefnisbókhald Evrópuþjóða. Mikilvægt sé að Ísland móti eigin markmið og stefnu um kolefnisbindingu með bættum landgæðum og geri það á eigin forsendum. „Svo er líka mikilvægt að undirstrika að allt er breytingum háð. Ísland getur með góðu samstarfi við þær þjóðir Evrópusambandsins sem vilja að meira tillit verði tekið til bindingar hugsanlega haft áhrif á umræðuna,“ segir Halldór Þorgeirsson í Bonn. /Pétur Halldórsson Sjálfboðaliðar gróðursetja birki í Þjórsárdal. Ísland gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi og talað fyrir endurheimt landgæða og útbreiðslu skóg­ lendis til þess að binda kolefni. Mynd / Hreinn Óskarsson Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður á skrifstofu Loftlagssamnings Sam­ einuðu þjóðanna. Landssamtök sauðfjárbænda kynntu á dögunum verkefni sem miðar að því að kolefnisjafna íslenska sauðfjárrækt árið 2022. Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá árinu 2015. Samtökin hafa notið liðsinnis sérfræðinga hjá Umhverfisráðgjöf Íslands sem kortlögðu kol- efnisfótsporið, gerðu reiknivél sem einstakir bændur geta notað og unnu ítarlega skýrslu. Á þessum grunni var svo unnin aðgerðaáætlun sem vonast er til að hægt verði að hrinda í framkvæmd strax eftir áramót. Oddný Steinunn Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda, segir að meðvitaðir neytendur geri kröfur til framleiðsluhátta þeirrar vöru sem þeir kaupa. „Íslenska lambið stendur mjög vel að vígi hvað varðar lyfjanotkun, dýravelferð, ábyrga umgengni við náttúruna og umhverfismál í víðum skilningi. En við viljum auðvitað gera enn betur og ætlum að verða fyrsta kjötgreinin á Íslandi sem getur sagt að okkar framleiðsluvara sé kolefnishlutlaus.“ Bændur vilja axla ábyrgð Sérfræðingar Umhverfisráðgjafar Íslands telja að heildarlosunin frá íslenskri sauðfjárrækt sé 291 þúsund tonn kolefnisígilda á ári. Þetta eru 28,6 kíló kolefnisígilda á hvert framleitt kíló lambakjöts. „Sem er hvorki mikið né lítið,“ segir Oddný Steina. „Við höfum upplýsingar um kolefnisfótspor í öðrum löndum sem er allt frá því að vera rúm 20 kíló og upp í tæp 60 kíló á hvert framleitt kíló af lambakjöti.“ Skýrsluhöfundarnir telja að raunhæft sé að ná markmiðinu um kolefnisjöfnun á nokkrum árum með blöndu aðgerða. Annars vegar að draga úr losun með minni notkun á áburði, minni eldsneytisnotkun og bættri meðferð húsdýraáburðar og hins vegar með jöfnunaraðgerðum eins og uppgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. „Sauðfjárbændur vilja sýna frumkvæði í þessum málum og ganga á undan með góðu fordæmi. Við berum ábyrgð á helmingi losunar frá landbúnaði á Íslandi sem eru um 7% af heildarlosun landsmanna. Við teljum þetta vera gott fyrir markaðssetningu á vörunum okkar en ekki síður viljum við axla okkar samfélagslegu ábyrgð í verki.“ Fagmennska í fyrirrúmi Hluti af þessu öllu er einnig að bæta búrekstur. „Reiknilíkan Um- hverfisráðgjafar Íslands mun hjálpa bænd um að halda vel utan um ýmsa um hverfisþætti í búrekstrinum og verður tengt við skýrsluhaldsker- fið þannig að upplýsingarnar verða mjög góðar. Hver og einn getur þá reiknað út sína losun og er kominn með verkfæri í hendurnar til að sjá hverju kolefnisbinding skilar, ekki bara fyrir um hverfi, heldur líka í rekstri búsins.“ Landssamtök sauðfjárbænda áætla að kolefnisjöfnun greinarinnar taki fimm ár að því gefnu að samvinna náist við þá aðila sem þarf að vinna með og að stjórnvöld felli verkefnið inn í loftslags- og umhverfisstefnu Íslands. „Ég tel að sauðfjárbændur séu almennt mjög meðvitaðir um umhverfið og náttúruna,“ segir Oddný Steina. Hvetja aðra til að fylgja fordæminu „Þeir fjármunir sem í þetta fara eru lagðir inn á bók komandi kynslóða og ávaxtast þar. Verkefni sem þetta myndi treysta allar stoðir sjálfbærni til lengri tíma,“ segir Oddný Steina. Samkvæmt stefnumótuninni eiga allar afurðir frá íslenskum sauðfjárbændum að verða vottaðar sem kolefnishlutlausar og Landssamtök sauðfjárbænda eru þegar farin að þrýsta á afurðastöðvar að fylgja frumkvæði þeirra og vinna skipulega að kolefnisjöfnun. „Þetta snýst um umhverfi, efnahag og samfélag. Við verðum að byggja afkomu okkar með skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu á gæðum náttúrunnar. Við höfum tækifæri til að nýta þekkingu og reynslu sauðfjárbænda við að leysa þetta stóra samfélagslega verkefni sem kolefnisjöfnun Íslands er. Tækifærið er núna.“ /VH Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, um kolefnisbindingu: Tækifærið er núna Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, áætlar að kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar taki fimm ár að því gefnu að samvinna náist við þá aðila sem þarf að vinna með og að stjórnvöld felli verkefnið inn í loftslags- og umhverfisstefnu Íslands. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.