Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Umhverfis- og auðlinda ráðu- neytið hefur gefið út breytingar á reglugerð um baðstaði í náttúrunni. Breytingarnar snúast til að mynda um viðbætur á skilgreiningu á laugum og svo er breyting á orðalagi í skilgreiningu á baðstað í náttúrunni. Afþreyingarlaugum fjölgað Í upplýsingum frá ráðuneytinu um breytingarnar kemur fram að undanfarin misseri og ár hafi laugum fjölgað sem fá heitt vatn leitt frá borholum eða affallsvatn frá hitaveitu og áform séu uppi um að reisa fleiri slíkar laugar. Hingað til hafi hluti af þessum laugum ekki fallið undir reglugerð um baðstaði í náttúrunni en með breytingu á reglugerðinni sé nú kveðið á um afþreyingarlaugar. Gert er ráð fyrir að þær séu starfsleyfisskyldar og að heimilt sé að takmarka gestafjölda ef gerlafjöldi mælist ítrekað yfir hámarksgildum. Óheimilt verður að nota sótthreinsiefni á baðstöðum í náttúrunni en heilbrigðisnefnd getur þó heimilað eða fyrirskipað sótthreinsun á tilteknum baðstöðum til að draga úr gróðurmyndun eða til að sótthreinsa vatnið ef gerlafjöldi mælist endurtekið yfir hámarksgildum. Afþreyingarlaug er þannig í breytingunum skilgreind sem laug sem er frá grunni hlaðin og/eða steypt úr föstu efni, það er botn og hliðar. Kalt vatn, affallsvatn frá hitaveitu eða jarðhitavatn er leitt í laugina úr nálægum hver eða afrennsli frá virkjun þó að undangenginni kælingu. Heilnæmi vatnsins er stjórnað með tíðri endurnýjun vatnsins og aðgangsstýringu, svo sem takmörkun á fjölda gesta í laug. Baðstaður í náttúrunni er þannig náttúrulaug, afþreyingarlaug eða baðströnd sem er notuð til baða af almenning og vatn er ómeðhöndlað af sótthreinsiefnum, geislun eða á annan hátt. Til baðstaðar telst einnig búnings- og salernisaðstaða og önnur aðstaða fyrir baðgesti sé hún til staðar. Líka reglur um köldu kerin Breytingar verða líka á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Þær varða meðal annars kröfur sem gerðar eru til kaldra kerja sem hefur fjölgað mjög undanfarin misseri á sundstöðum. Hitastig vatnsins í þessum kerjum er á bilinu 0–16 gráður. Sömu reglur munu gilda um heilnæmi vatns í þessum kerjum og í öðrum laugum sem falla undir reglugerðina, en ekki er gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun í köldum kerjum ef hægt er að tryggja heilnæmi vatnsins á annan hátt. /smh Reglugerðarbreytingar um baðstaði í náttúrunni – Skilgreining á hvað sé afþreyingarlaug bætt við FRÉTTIR Frá því í haust hafa nokkrir bændur á Vesturlandi rekið Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Starfsemin hefur gengið vonum framar og áfram verður slátrað í vetur í Brákarey, hrossum, svínum, nautgripum og sauðfé eftir þörfum. Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er einn bændanna sem reka húsið sem er rekið sem þjónustusláturhús. Að mörgu leyti vonum framar „Slátrunin hjá okkur hefur gengið samkvæmt væntingum og að mörgu leyti vonum framar. Við stukkum til um miðjan september og opnuðum húsið með litlum fyrirvara, auðvitað hefði undirbúningur mátt vera meiri en samt hefur þetta gengið í heildina mjög vel. Það sem skiptir öllu máli er að það náðist saman frábær hópur fólks til að vinna við slátrunina en starfsmenn hafa verið átta talsins. Við höfum slátrað þrjá daga í viku en við viljum gjarnan geta látið kjötið hanga í nokkra daga og höfum því látið kæliplássið stjórna dálítið afköstunum,“ segir Þorvaldur. Rúmlega 1.400 fjár slátrað í haust Sláturkostnaður fyrir sauðfé hefur verið 270 krónur á kílóið, jafnt fyrir dilka og fullorðið fé, og þurfa bændur sjálfir að koma með gripina að sláturhúsi. Hægt er að slátra 80 dilkum á dag í Sláturhúsi Vesturlands. Ríflega 1.400 fjár frá 65 bændum Að sögn Þorvaldar var rúmlega 1.400 fjár slátrað í haust, frá 65 bændum. „Eingöngu er um að ræða slátrun sem þjónustu fyrir þá sem nýta eða selja kjötið sjálfir, það er við höfum ekki keypt neitt kjöt af bændum. Nú í framhaldinu munum við svo slátra hrossum, svínum og nautgripum eftir þörfum og auðvitað verður hægt að slátra sauðfé líka ef þess er óskað,“ svarar Þorvaldur þegar hann er spurður um hvort reksturinn muni halda áfram. „Nú í framhaldi af sauðfjárslátrun munum við meta næstu skref en að okkar mati er vel hægt að halda þessu húsi í rekstri allt árið með stórgripaslátrun og einhverri úrvinnslu og frágangi á kjöti. Við munum meta þau mál núna, meðal annars með eigendum hússins. Það er því of snemmt að segja fyrir um sauðfjárslátrun næsta haust en með betri undirbúningi og þeim lærdómi sem við fengum núna í haust væri hægt að auka afköstin og veita betri þjónustu að ári,“ segir Þorvaldur. Bændur huga að sölu á eigin afurðum Þegar Þorvaldur er inntur eftir skoðun hans á framtíðarhorfum fyrir slátrun á dilkum og sölu sauðfjárafurða, segir Þorvaldur að sú staða sem nú er uppi í sauðfjárræktinni hljóti að ýta við bændum í þeirri viðleitni að selja sjálfir afurðir sínar. Vísar hann þar til hins lága afurðaverðs sem bændum hefur staðið til boða hjá afurðastöðvum. Munu selja meira sjálfir „Ég held að bændur muni fara meira að hugsa um að selja sjálfir afurðirnar til dæmis beint frá býli eða með samningum við veitingastaði og verslanir. Okkar upplifun af samskiptum við bændur í haust er sú að margir séu að hugsa á þessa leið. Ég held því að þetta fyrirkomulag á slátrun eigi framtíðina fyrir sér og muni vaxa þó það sé ef til vill langt í að það verði ríkjandi í greininni. Fjölbreytnin í þessu hefur aukist mikið undanfarin ár og mun áfram þróast og blómstra.“ Þorvaldur hefur þó ekki orðið var við að bændur væru í meira mæli að vinna kjötið sjálfir. „Við höfum ekki orðið þess vör, enda er uppsetning viðurkenndrar vinnslu heima á hverjum sveitabæ kannski ekki hagkvæm. En það er mikið um að bændur leiti samstarfs við smærri kjötvinnslur og nýti viðurkennda aðstöðu og fagfólk sem finna má víða um landið.“ /smh Sláturhús Vesturlands í Borgarnesi: Reksturinn gekk framar vonum í haust – Bændurnir á Vesturlandi ætla að halda rekstrinum áfram í vetur Brákarey, Borgarnesi. Mynd / HKr. Undanfarnar vikur hefur töluvert verið um væga ö n d u n a r f æ r a s ý k i n g u meðal hunda og katta á höfuðborgarsvæðinu og nú virðist hún vera að stinga sér niður úti á landi. Einkenni sýkingarinnar eru oftast hnerri og hósti sem gengur yfir á nokkrum dögum. Fá dýr hafa veikst alvarlega. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að ekki sé enn vitað um hvaða sýkingu er að ræða en rannsókn á sýnum stendur yfir á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Í lok september bárust Matvælastofnun upplýsingar um mögulegan grun um smitandi öndunarfærasýkingu í hundum og köttum á suðvesturhorni landsins. Matvælastofnun hóf strax að kanna útbreiðslu og nokkrum vikum síðar fóru að berast fleiri tilkynningar um gæludýr með slík einkenni. Virtist smit dreifast hratt milli dýra og helstu einkenni vera hnerri, mildur hósti og önnur væg einkenni frá efri öndunarvegi. Aðallega var um að ræða hunda, en einnig var tilkynnt um einstaka ketti sem hefðu fengið svipuð einkenni. Fá dýr virðast verða það veik að þau missi matarlyst eða fái hita, þótt einstaka dýr sýni slík einkenni. Í gær bárust fyrstu fréttir um einkenni í hundum og köttum á Akureyri. Þegar ljóst var að um bráðsmitandi sjúkdóm væri að ræða, óskaði Matvælastofnun eftir sýnum úr nokkrum hundum og óskaði eftir því að Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum rannsakaði þau í því skyni að kanna um hvaða smitefni væri að ræða. Niðurstaða rannsóknanna liggur ekki enn fyrir, en ef orsökin finnst mun Matvælastofnun strax tilkynna um hana. Eigendum gæludýra sem sýna einkenni þessarar hnerripestar er ráðlagt að forðast allt álag á dýrin og fylgjast náið með heilsu þeirra. Ef þau þróa alvarlegri einkenni, svo sem lystarleysi, slappleika, mikinn hósta eða hita að þá er rétt að hafa samband við dýralækni. Athugið að til að forðast smit á milli dýra í biðstofu skal ekki fara með dýrið á dýralæknastofu án undangengins samráðs við dýralækni. /VH Hnerripest í hundum og köttum Eldvarnaátak í grunnskólum landsins fyrir jólin Fimmtudaginn 23. nóvember var eldvarnaátak LSS (Lands- samband slökkviliðs og sjúkra- flutningamanna) opnað á landsvísu við hátíðlega athöfn í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Nemendur hófu dagskrána með söngatriði og Stefán Pétursson, formaður LSS, ávarpaði nemendur í 3. og 4. bekk, starfsfólk og gesti og setti átakið formlega. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ásamt Hauki Grönli, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, sáu um eldvarnafræðslu fyrir nemendur 3. bekkjar og slökkviliðsmenn spjölluðu við krakkana sem höfðu frá ýmsu að segja. Á slaginu kl. 11 fór brunakerfið í gang og þar með rýmingaræfing. Æfingin tókst mjög vel enda eru nemendur og starfsfólk vant slíkum æfingum árlega. Allir nemendurnir, tæplega 670 talsins, voru komnir út úr skólanum á 4 mínútum og búið að fullvissa sig að engan vantaði 5 mínútum síðar. Kalt var úti og vindur en nemendurnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig frábærlega. Eftir rýmingaræfinguna hélt skóladagurinn áfram hjá nemendunum og starfsfólk skólans fékk þjálfun í notkun slökkvitækja. Brunavarnir Árnessýslu, Sjúkraflutningar HSu auk Lögreglunnar á Suðurlandi sýndu búnað sinn fyrir utan skólann og vakti það athygli nemandanna, sérstaklega þeirra yngstu. „Við viljum þakka starfsfólki og nemendum Sunnulækjarskóla fyrir góðar móttökur og skemmtilegan morgun. Á næstu dögum munu aðrir grunnskólanemendur um land allt fá heimsókn frá eldvarnaeftirlitsmönnum og fræðslu um eldvarnir,“ sagði Haukur Grönli. /MHH Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.