Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 58

Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 201758 LESENDABÁS Afturgöngur ógna líffræðilegum fjölbreytileika Íslendingar líta á Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti sem eina helstu hetju og frumkvöðul í náttúruvernd. Barátta hennar fyrir verndun Gullfoss á fyrri hluta 20. aldar skilaði sér í friðlýsingu fossins árið 1979. Barátta hennar við skammsýni og græðgi þeirra sem vildu fórna náttúruperlunni í nafni framfara og ódýrrar raforku hefur gert nafn hennar ódauðlegt. Mörgum þótti hugmyndin góð. Ef ekki hefði verið fyrir staðfestu heimamanna undir forystu Sigríðar væri Gullfoss líklega glataður. Alþjóðleg náttúruvernd Árið 1972 var efnt til heimsráðstefnu um umhverfismál í Stokkhólmi og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna varð til. Í kjölfarið fylgdu alls kyns samningar um náttúru og sjálfbærni, verndun hafsins, náttúru á landi og lofthjúpsins. Meðal annars Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni, sem utanríkisráðherra Íslands undirritaði í Ríó de Janeiro árið 1992 og Alþingi staðfesti tveimur árum síðar. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma þessa samnings eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum. Íslenski hesturinn, geitin, kýrin, sauðféð og forystuféð eru allt kyn sem hafa lifað hér í einangrun frá landnámi. Íslensku kynin einstæð og viðkvæm Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin eru einstök og að framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Okkur ber siðferðileg skylda til að vernda þau og að auki höfum við gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar þar um. Samkvæmt regluverki Samningsins um líffræðilega fjölbreytni er best ef hægt er að vernda húsdýrakyn með skynsamlegri nýtingu eins og hér er gert. Íslensku stofnanir eru litlir og einangrunin veldur því að þeir hafa ekki komist í tæri við ýmsa sjúkdóma sem eru landlægir víða annars staðar. Þeir er því afar viðkvæmir gagnvart hvers konar sýkingum. Nýlegt dæmi er hrossapestin sem olli hér miklum búsifjum árið 2010 en talið er líklegt að hún hafi borist með notuðum reiðtygjum. 1.000 stofnar horfið á einni öld Allar tilraunir til innflutnings á sauðfé til kynbóta hafa valdið skaða vegna sjúkdóma sem bárust með innfluttu dýrunum. Skaðinn var stundum stórkostlegur og litlu hefur mátt muna að íslenska sauðfjárkynið þurrkaðist út. Hættan er raunveruleg, en samkvæmt FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, hafa um eitt þúsund búfjárkyn dáið út í heiminum á síðustu hundrað árum. Alþjóðadýraheilbrigðistofnunin (OIE) hefur í tæpa öld rannsakað og haldið utan um tölfræði um 119 dýrasjúkdóma í heiminum. Alls hafa 18 þeirra, eða 15%, fundist á Íslandi. En 101 þeirra, eða 85%, hefur aldrei orðið vart hér. Til samanburðar hafa a.m.k. 90, eða 76%, þeirra fundist á Spáni. Í Þýskalandi hefur a.m.k. 71, eða 60% þessara sjúkdóma fundist. Hrátt kjöt er stór áhættuþáttur Spánn og Þýskaland eru meðal þeirra ríkja þar sem mest er notað af breiðvirkum sýklalyfjum í landbúnaði í Evrópu og því miklar líkur á stökkbreyttum fjölónæmum bakteríum sem geta valdið óviðráðanlegum sjúkdómum. Nú þegar er flutt inn frosið kjöt hingað frá þessum löndum en frysting minnkar verulega líkurnar á því að sjúkdómar berist með innflutningnum. Samkvæmt tölfræði OIE brutust þeir sjúkdómar sem fylgst er með alls 6.879 sinnum út í heiminum árið 2016 (e. outbreaks). Tilfelli í Evrópu voru 5.595. Á Íslandi greindist eitt tilfelli í fyrra (riðuveiki í sauðfé). Ljóst er að dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti, t.d. með flutningi á lifandi dýrum eða tækjum og áhöldum sem notuð eru við dýraeldi eða í matvælaiðnaði. Einn af áhættuþáttunum er flutningur á hráu kjöti. Eyríki sérstaklega viðkvæm Mörg lönd, sérstaklega eyríki, beita ströngu regluverki til að vernda sína dýrastofna. Frægasta dæmið er líklega á Galapagos-eyjum en einnig má nefna Japan og Nýja-Sjáland sem er með mjög strangar hömlur á innflutningi matvæla og annarra dýraafurða – sérstaklega á hráu kjöti. Þar er fyrst og fremst verið að hugsa um möguleg áhrif á húsdýrastofna. Stjórnvöld og almenningur í þessum löndum gera sér grein fyrir því að berist nýir sjúkdómar til eyjanna getur það mögulega þýtt útdauða dýrategunda. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif gætu orðið mikil auk neikvæðra áhrifa á náttúru og líffræðilegan fjölbreytileika. Óafturkræf náttúruspjöll Fæstir eru líklega á því núna að það sé góð hugmynd að virkja Gullfoss. Hugmyndafræðin gengur þó aftur. Sterk öfl eru þó enn á ný tilbúin að tefla einstakri íslenskri náttúru og erfðafræðilegri sérstöðu í tvísýnu. Þau klæða málflutning sinn í svipaðan búning viðskiptafrelsis og framfara eins og gert var í fossmálinu á síðustu öld. Innflutningur á hráu kjöti eykur verulega líkur á því að áður óþekktir dýrasjúkdómar berist hingað til lands. Engu máli skiptir þótt hægt sé að reikna sig niður á að líkurnar séu ekki miklar. Mótstaða innlendu búfjárkynjanna er ekki til staðar. Skaðinn gæti orðið mikill og hugsanlegt í versta falli að þau hreinlega þurrkist út. Fari svo verður ekki aftur snúið. Skynsamlegra væri að horfa heldur til landa eins og Nýja-Sjálands til að tryggja að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb Svavar Halldórsson. Fullveldi Íslands og EFTA-dómstóllinn Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu 2009 er alvarlegasta aðför að fullveldi þjóðarinnar í 100 ára sögu þess. Með umsókninni var því lofað að Ísland myndi lúta lögum og reglum Evrópusambandsins. Sem betur fer tókst að stöðva aðlögunarferlið að ESB í tíma og vonandi heyrir umsóknin nú sögunni til. Af ESB- sinnum var aðildin hins vegar talin eðlilegt framhald af EES- samningnum frá 1993. Angi af þessu ferli öllu er nýfallinn dómur EFTA-dómstólsins um að við þurfum að fara að viðskiptakröfum ESB og leyfa óheftan innflutning á hráum, ófrosnum kjötvörum og öðru hrámeti úr landbúnaðarafurðum sem annars er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Var dómurinn talinn byggja á aðild okkar að EES- samningnum. Viðbrögð íslenska landbúnaðarráðherrans í fráfarandi ríkisstjórn var að bugta sig og beygja og nánast fagna þessu erlenda valdboði enda er hún einn helsti talsmaður þess að Ísland gangi í ESB. EES-samningurinn var mjög umdeildur EES-samningurinn var naumlega samþykktur á Alþingi 12. janúar 1993 með 33 atkvæðum eftir miklar deilur. Yfir 30 þúsund manns skrifuðu undir áskorun með kröfu um að samningurinn færi í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi afgreiddi hann. Því var hins vegar hafnað. Margir telja að EES-samningurinn standist ekki stjórnarskrá Íslands Fullyrt var á þeim tíma að EES-samningurinn fæli aðeins í sér ákvæði um takmarkaða þætti í verslun og viðskiptum milli landanna og að landbúnaður, sjávarútvegur og byggða- og búsetumál heyrðu til dæmis ekki undir EES-samninginn. Auk þess hefði Alþingi ávallt sjálfstætt lokaorð í innleiðingu reglna á grundvelli samningsins. Hér væri því ekki um neitt framsal til erlendra stofnana á stjórnarskrárbundnu valdi og ábyrgð Alþingis að ræða. Óhætt er að fullyrða að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi nema landbúnaður, fiskveiðar og sjávarútvegur, dýraheilbrigði og matvælaöryggi væru þar undanskilin. Ráðherra með bogin hné Vissulega var þessi innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti ein af kröfum Evrópusambandsins fyrir inngöngu Íslands í sambandið. Auk þess sem krafan var um að stjórnun landbúnaðarins og yfirráð yfir fiskimiðum og veiðum færðist til Brüssel. Þessu kynntist ég vel sem ráðherra í ESB-umsóknarferlinu. Hins vegar tókst farsællega að standa gegn kröfum ESB og stöðva aðlögunarferlið. Undir þessar kröfur allar voru ESB-aðildarsinnar reiðubúnir að gangast, enda fól umsóknin það í sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að einn harðasti ESB- sinninn í fráfarandi ríkisstjórn Íslands skuli sem landbúnaðarráðherra sýna undirlægjuhátt sinn og fagna þessum EFTA-dómi og reyna að útvíkka áhrif hans sem mest. EFTA-dómstóllinn hefur ekki lögsögu í málinu Staðreyndin er sú að mínu mati að Ísland er ekki aðili að stefnu ESB í landbúnaðarmálum og því hefur dómurinn ekki lögsögu yfir stefnu og aðgerðum íslenskra stjórnvalda í þeim málaflokki, né heldur byggða- og búsetumálum. Enn fremur er kveðið á um það í 13. grein EES-samningsins að aðildarríki geti gripið til aðgerða „til verndar heilsu manna og dýra“ í heimalandi sínu. Ísland er fullvalda ríki og hlýtur sjálft að meta til hvaða aðgerða það telur nauðsynlegt að grípa í því skyni. EFTA-dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn á hreinum tæknilegum, viðskiptalegum forsendum eins og um væri að ræða iðnaðarvöru í alþjóðlegri samkeppni. Það er svo sem eðlilegt því hann hefur ekki lögsögu í málum sem varða fullveldisákvarðanir Íslendinga eða annað sem ekki heyrir undir dóminn. Það sést best á því að hann forðast að taka afstöðu til 13. greinar EES- samningsins um sjálfstæðan rétt þjóða til að grípa til aðgerða „til verndar heilsu manna og dýra“. Við erum einnig aðilar að alþjóðlegum samningum um verndun einstæðra búfjártegunda og dýraafbrigða sem gætu verið í útrýmingarhættu. Þetta gildir einnig um byggð og búsetu og verndun menningar á dreifbýlum svæðum. Það er því á ábyrgð hverrar þjóðar sem byggir þar á eigin forsendum. Í sjálfu sér er fagnaðarefni að EFTA- dómurinn skuli ekki fara inn á svið sem hann hefur enga lögsögu yfir. Samþykkt á Alþingi 2009 mótatkvæðalaust Lögin sem sett voru á Alþingi 2009 við innleiðingu matvælalöggjafar ESB og sem kveða á um að viðhalda banni á innflutningi á hráum kjötvörum, mjólk og eggjum voru samþykkt mótatkvæðalaust. Þau lög standa þar til og ef Alþingi hugsanlega breytir þeim. Til þess að svo verði þarf sterkari og víðtækari röksemdir en dóm EFTA-dómstólsins varðandi viðskipti með almennar framleiðslu- og iðnaðarvörur. Íslenskum stjórnvöldum ber því að standa fast í þessu máli, ákveðið og pólitískt og mega alls ekki gefa neinar væntingar um að því verði breytt. Gróðavon innflutningsfyrirtækja blindar Ég efast um að nokkrir raunverulegir pólitískir valdsmenn í Brüssel hafi sannar hugmyndir um deilurnar og hætturnar varðandi innflutning á hráum, ófrosnum kjötvörum til Íslands, heldur séu það eingöngu embættismenn landanna sem „lifa og hrærast í skriffinnskukerfinu“, drifnir áfram af íslenskum innflutningsfyrirtækjum sem sjá sér mikla gróðavon í að rústa innlendu dýraheilbrigði og íslenskum búfjárkynjum og þar með innlendri matvælaframleiðslu og búsetumynstri. Ætli Merkel, kanslari Þýskalands, viti nokkuð um mæðiveikina sem barst til Íslands og var nærri búin að eyða öllum sauðfjárstofni landsmanna? Eða ætli Junker viti að flest hross á Íslandi sýktust fyrir nokkrum árum af pest sem barst með reiðtygjum til landsins með alvarlegum afleiðingum fyrir hestamennsku og ferðaþjónustu í landinu það árið? Hvernig væri að kynna málin beint fyrir þeim á jafnréttisgrunni? Þarf pólitíska forystu til að standa á rétti þjóðarinnar Ég get nefnt dæmi sem tekist var á um í minni ráðherratíð, þegar setja átti bann við útflutningi á saltfiski frá Íslandi til ESB-landa af tæknilegum ástæðum. Þá var settur pólitískur starfshópur undir forystu Atla Gíslasonar, alþingismanns og hæstaréttarlögmanns, og rætt beint við pólitíska ráðamenn í Brüssel. Eftir nokkra fundi fékkst bannið fellt niður. Þetta mál um bann við innflutningi á hráu kjöti þarf öfluga pólitíska forystu sem hefur bæði sjálfstraust og styrk til að taka það út úr embættiskerfinu og verja og sækja pólitískt á grundvelli fullveldisréttar Íslendinga. Þeim sjónarmiðum þarf að koma beint og milliliðalaust til æðstu valdamanna ESB og ræða þar. Ef það gengur ekki þarf að krefjast endurskoðunar á EES-samningnum. Það ætti þó ekki að vera nauðsynlegt til þess að tryggja okkar eigin fullveldisrétt sem við ráðum sjálf sem þjóð. Á næsta ári fögnum við aldarafmæli fullveldis landsins. Það er góð hátíðargjöf að staðfesta sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar í þessu máli og grafa endanlega ESB- umsóknina frá 2009. Jón Bjarnason fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason. Bændablaðið Jólablaðið kemur út 14. desember Smáauglýsingar 56-30-300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.