Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Hrossabændur í Húnavatnssýslu: Undirbúa stofnfund félags um blóðtöku úr fylfullum hryssum fyrir lyfjaiðnaðinn HROSS&HESTAMENNSKA Allt að 30 bændur í Húnavatns- sýslu stunda það sem Kristján Þorbjörnsson kallar hrossabúskap með blóðtöku og hyggjast þeir innan tíðar stofna félag um þessa búskaparhætti sína. Undirbúningur stendur sem hæst en blásið verður til fundar á Blönduósi einhvern næstu daga. Kristján segir búskap þennan hafa verið stundaðan um áratugi, en hver og einn hafi verið í sínu horni. Nú vilji menn stilla saman strengi, auka fagþekkingu og gæta sinna hagsmuna og því standi til að stofna til formlegs félagsskapar. Efnið nýtt í lyfjaframleiðslu Kristján segir þessa framleiðslu ganga út á að taka blóð úr fylfullum hryssum og er byrjað á að taka sýni úr öllum hryssum í hópnum um 8 vikum eftir að stóðhesti hefur verið hleypt í stóðið. Niðurstaða rannsóknar á blóðsýninu segir svo til um hvaða hryssur eru tilbúnar til blóðtöku. „Verið er að sækjast eftir efni í blóði þeirra, en 6-8 vikum eftir að þær eru fengnar framleiða hryssurnar sérstakt efni sem unnið er og notað við fósturvísaflutninga sem og einnig frjósemislyf,“ segir Kristján. Blóð er tekið úr jákvæðum hryssum einu sinni í viku. Viljum gæta okkar hagsmuna Kristján segir þeim sem stunda þennan búskap hafa fjölgað hin síðari ár, þeir hafi yfir mismunandi stórum hóp að ráða, en algengt að þeir séu á bilinu frá 30 til 70, sums staðar talsvert fleiri en það. Í Húnavatnssýslunum séu allt að 30 hrossaeigendur sem stundi þessa grein landbúnaðar. „Það er ekki fyrir hendi neitt félag eða samtök sem hafa það beint á sinni stefnuskrá að þjónusta eða gæta hagsmuna þeirra sem stunda þessa framleiðslu,“ segir hann. „Úr því viljum við bæta og erum því að undirbúa stofnfund sem haldinn verður innan skamms á Blönduósi. Markmið þess félags er auk þess að gæta hagsmuna þeirra sem eru í þessari framleiðslu, að stuðla að fræðslu, og vinna að því að koma á framfæri upplýsingum, sem bætt gæti reksturinn, til þeirra sem stunda þennan búskap.“ Einn kaupandi á Íslandi Einungis einn kaupandi er til staðar hér á landi, fyrirtækið Ísteka. Dýralæknar á þess vegum sjá um blóðtöku, en eigendur hryssanna um annað umstang sem fylgir. Kristján segir að á liðnu hausti hafi verðið fyrir lítra af blóði verið á bilinu 1.309 upp í 1.800 krónur, en flokkaskipting blóðs og verð á hverjum flokki er alfarið í höndum fyrirtækisins. Segir Kristján að menn séu miskátir með að félagið geti einhliða ákveðið hvað greitt sé. Eins og áður segir eru það töluvert margir í Húnavatnssýslum sem stunda blóðtöku, víðar um land einnig, en Sunnlendingar eru einna stærstir í þessari framleiðslu. /MÞÞ Hross i Vatnsdal gæða sér á góðri tuggu. Mynd / HKr. Frá afhendingunni, Andrea M. Þorsteinsdóttir, formaður Léttis, í miðjunni með þeim Ólafíu K. Snælaugsdóttur og Viðari Bragasyni. Mynd / Léttir Hestamannafélagið Léttir: Söfnun fyrir hjónin á Björgum sem misstu allt sitt í eldsvoða Andrea M. Þorvaldsdóttir, for- maður Hestamannafélagsins Léttis, hefur afhent þeim Viðari Bragasyni og eiginkonu hans, Ólafíu K. Snælaugsdóttur, söfnunarfé, afrakstur söfnunar sem Léttisfélagar stóðu fyrir. Yfirskrifst söfnunarinnar var „Hjálpum til á Björgum“, en þau Viðar og Ólafía urðu fyrir því í byrjun október að íbúðarhús þeirra að Björgum í Hörgársveit brann til kaldra kola. Misstu allt sitt „Þau stóðu bara í fötunum sem þau voru í en allar aðrar eigur þeirra urðu eldinum að bráð,“ segir á heimasíðu Léttis þar sem greint er frá afhendingunni. „Með þessari söfnun vildi Hestamannafélagið sýna þeim hjónum samhug í verki.“ Léttis- félagar eru sannfærðir um að það fé sem safnaðist muni koma að góðum notum fyrir Bjargarhjónin við að endurnýja heimili sitt. „Þegar erfiðleikar steðja að er fátt betra en að eiga góða vini og að finna þessa strauma frá ykkur er ómetanlegt. Við finnum að við erum umvafin englum og þökkum ykkur endalaust fyrir ykkar stuðning. Mikið ósköp erum við þakklát fyrir að eiga ykkur að,“ segja þau Viðar og Ólafía í kveðju til Léttisfélaga. /MÞÞ Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Léttis: Egill Már og Steindór Óli knapar ársins Egill Már Þórsson stal senunni á Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Léttis um liðna helgi. Hann hreppti titilinn Knapi ársins í unglingaflokki, en afrekaskrá drengsins þykir algjörlega einstök. Knapi ársins í barnaflokki var kjörinn Steindór Óli Tobíasson, en hann á sérlega gott ár að baki og vel að titlinum kominn. Margrét Ásta Hreinsdóttir stóð sig líka einkar vel á árinu, þykir gríðarlega efnilegur knapi og mun án efa láta að sér kveða á komandi árum. „Það er alveg greinilegt að æska Léttis er öflug og dugmikil og verður spennandi að fylgjast með krökkunum á næstu árum,“ segir Sigfús Ólafur Helgason hjá Létti. Að lokinni hátíðlegri athöfn við verðlaunaveitingar var boðið upp á pitsur og fóru börn og ungmenni södd og sæl heim að lokinni ánægjustund í Skeifunni. /MÞÞ Viðar Bragason Íþróttamaður Léttis Viðar Bragason hlaut sæmdar- heitið Íþróttamaður Léttis 2017 en viðurkenningin var afhent á uppskeruhátíð Hesta manna- félagsins Léttis. Nokkrir voru til kallaðir en afrekaskrá Viðars þótti með glæsilegra móti þetta árið og erfitt getur reynst að toppa þau. Egill Már Vignisson kom, sá og sigraði í ungmennaflokki og gerði það með glæsibrag. Hann hlaut titilinn Afreksknapi Léttis. Árið hefur verið Agli einkar árangursríkt og gefur góð fyrirheit til framtíðar litið sé rétt á spilum haldið. Egill Már fékk harða samkeppni frá Völu Sigurbergsdóttur sem skaust upp á stjörnuhimininn með góðum árangri á árinu. /MÞÞ Mynd / Sigfús Ólafur Helgason Mynd / Sigfús Ólafur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.