Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Gert hefur verið ráð fyrir að glyfosat, sem er m.a. virka efnið í gróðureyðingarefninu Roundup, verði bannað í landbúnaði í Evrópu í kjölfar framlengingar til 2022 eins og greint var frá í síðasta Bændablaði. Áfýjunarnefnd ESB samþykkti framlengingu á heimild til notkunar síðastliðinn mánudag með 18 atkvæðum gegn 9 og einn fulltrúi sat hjá. Með þessu lýkur, í bili að minnsta kosti, átökum sem staðið hafa um framlenginguna undanfarna mánuði. Enn eina ferðina eru Íslendingar minntir á hversu við höfum það gott í hreinu landi þar sem bændur nota langflestir ekkert af glyfosat- tengdum eiturefnum við sína matvælaframleiðslu, né sýklalyf eða hormóna sem vaxtarhvata. Þessu er ekki alltaf að heilsa annars staðar í Evrópu, Banda ríkjunum og Kanada. Þar eru mjög hörð skoðanaskipti um notkun á gróðureyðingarefnum og skordýraeitri, eða því sem menn kalla „varnarefni“ í landbúnaði. Með slíkri notkun reyna bændur víða um heim a ð tryggja hámarks- framleiðslu á hvern hektara fyrir markað sem heimtar stöðugt ódýrari matvöru. Það e r m.a. hvatinn á bak við löggjöf og reglugerðir sem hafa leitt til þess að EFTA-dómstóllinn hefur nú bannað Íslendingum að gera kröfur til að koma í veg fyrir innflutning sjúkdóma í hráu kjöti og eggjum. Fylgifiskur notkunar eiturefna í landbúnaði eru meint eitrunaráhrif á neytendur, spilling grunnvatns og ofnýting jarðvegs. Afleiðingin getur síðan verið niðurbrot jarðvegs sem verður þá ónothæfur til ræktunar. Það mun aftur leiða til stórhækkaðs matvælaverðs og mögulega matvælaskorts. Enginn þeirra sem hafa að undanförnu sagst bera hag neytenda mjög fyrir brjósti í þessum málum, hefur samt borið á borð hvar neytendur eigi að leita ásjár og krefjast ábyrgðar ef illa fer. Bráðabirgðaleyfi fyrir glyfosat átti að renna út 15. desember Bráðabirgðaleyfi fyrir áfram- haldandi notkun glyfosat í ESB- löndunum átti að renna út 15. desember og í síðasta lagi 31. desember samkvæmt vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB (European Commission). Ítrekað hefur banni verið frestað innan Evrópusambandsins enda miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Þar hefur legið tillaga um að framlengja leyfi til notkunar á glyfosati um fimm ár, eða til 2022, eins og frétt Guardian byggir á. Mögulegt virðist hins vegar vera að heimild til notkunar á glyfosati renni endanlega út um næstu áramót. Það er eitthvað sem fjársterk hagsmunaöfl munu berjast gegn, hvað sem það kostar. Ekki náðist samstaða á fundi 9. nóvember Á fundi í Brussel 9. nóvember var meiningin að afgreiða málið, en ekki náðist samstaða um slíkt. Þar vildu 14 ESB-ríki með 36,95% íbúa ESB f r a m l e n g j a leyfi til notkunar, en 9 ríki með 32,26% íbúa ESB voru á móti. Þá sátu 5 ríki, með 30,79% íbúa hjá við atkvæðagreiðslu, þar á meðal Þýskaland. Lagt var til að málið fari fyrir áfrýjunar nefnd sem tók málið fyrir á mánudag, 27. nóvember. Samþykkt að framlengja leyfi til notkunar til 2022 Málið var komið í alvarlega klemmu en úr því leystist á mánudag. Í frétt BBC segir m.a. að atkvæði hafi fallið þannig að 18 fulltrúar greiddu atkvæði með heimild til áframhaldandi notkunar til ársins 2022. Níu fulltrúar voru á móti og einn sat hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna í áfrýjunar nefndinni á mánudag var staðan sú að fulltrúar um þriðjungs íbúa ESB í framkvæmdastjórninni voru staðfastir í að heimila áfram notkun glyfosat, fulltrúar annars þriðjungs íbúa voru harðir á móti og síðan þorðu fulltrúar þess þriðjungs sem eftir var ekki að taka afgerandi afstöðu til málsins. Eftir mikil átök innan ESB var loks samþykkt í júlí 2016 að heimila um takmarkaðan tíma áframhaldandi notkun á efnum til notkunar í landbúnaði sem innihéldu glyfosat. Þá horfðu menn fram á að heimildir rynnu út 31. júlí 2016. Þessi heimild var síðan framlengd síðastliðið sumar um 6 mánuði eða í allra síðasta lagi til 31. desember 2017. Nú er enn búið að framlengja leyfið og það til fimm ára. Málamiðlun í júlí Í sumar, eða þann 20. júlí, lagði framkvæmdanefndin fram málamiðlunartillögu fyrir væntanlega atkvæðagreiðslu um glyfosatmálið í haust. Þar var m.a. lagt til að verndun grunnvatns yrði tekin inn í umræðuna sem og verndun svæðisbundinna dýra og plantna. Þrjú skilyrði voru sett sem hrein málamiðlun fyrir samþykkt framlengingar á notkunarheimildinni til 6 mánaða síðastliðið sumar. • Bann var sett á notkun hiðarafurðaefna sem innihalda glyfosat eða svokallaðra POE- tallowamine efna sem m.a. hafa verið notuð í sápur og ýmsar iðnaðarvörur. • Dregið skyldi úr notkun gróðureyðingarefna sem innihalda glyfosat á opnum opinberum svæðum, eins og í almenningsgörðum og á leiksvæðum. • Skoðuð yrði forvarnarnotkun á efnum sem innihalda glyfosat á ræktarlandi. Með þessum skilyrðum átti heimildin til notkunar á glyfosati að renna út 15. desember 2017. Pöntuð niðurstaða EFSA? Framkvæmdastjórn ESB fór þess á leit við Evrópsku matvæla- öryggisstofnunina (EFSA) fyrr á þessu ári að skoða áhrif efna eins og glyfosat á innkirtlastarfsemi manna með tilliti til reglugerðar um slík efni. EFSA skilaði skýrslu um málið í ágúst þar sem niðurstöður eru um margt á skjön við fullyrðingar vísindamanna og Alþjóða heilbrigðis mála stofnunarinnar WHO, sem áður höfðu sagt að notkun glyfosat í landbúnaði til framleiðslu á matvörum væri mönnum skaðleg og gæti verið krabbameinsvaldandi. Evrópska matvæla öryggis- stofnunin fjallar mjög þröngt í niðurstöðu sinni um áhrifin á innkirtlastarfsemi út frá grein 31 í reglugerð númer 178/2002 og segir að nægileg gögn séu ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir að EFSA segi að gögn skorti, þá gefur EFSA það samt út í 20 síðna skýrslu sinni að engar sannanir né eiturefnafræðilegar rannsóknir séu fyrirliggjandi um að glyfosat valdi röskun á innkirtlastarfsemi. Þetta hafa andstæðingar áframhaldandi notkunar á glyfosat gripið á lofti og sagt vera skýrt dæmi um fyrirfram pantaða niðurstöðu frá EFSA. Áhættunefnd RAC segir glyfosat „ekki eitrað efni“ – en sé samt eitrað Efnafræðistofnun ESB (European Chemicals Agency – ECHA) sendi frá sér álit um málið 15. júní síðastliðinn sem er þó opið í báða enda. Þar kemur fram að RAC, áhættunefnd ECHA, hafi samþykkt að halda sig við sameiginlega skilgreiningu á hvað væru hættuleg efni sem gætu m.a. valdið augnskaða og verið hættuleg lífi í vötnum og haft langvarandi eituráhrif. Þar segir að RAC hafi komist að þeirri niðurstöðu að engar fyrirliggjandi vísindalegar sannanir væru fyrir því að skilgreina glyfosat sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða yfirleitt sem eitrað efni. Samt vísar nefndin til þess tveim málsgreinum síðar að fyrirliggjandi í augnablikinu séu vísindalegar sannanir fyrir því að glyfosat valdi alvarlegum augnskaða (Causes serious eye damage) og sé eitrað fyrir vatnalífverur og valdi langvarandi eituráhrifum (Toxic to aquatic life with long lasting effects). Síðan segir í áliti ECHA að RAC hafi komist að þeirri niðurstöðu að fyrirliggjandi vísindalegar sannanir standist „ekki kröfur samkvæmt CLP reglum“ til að hægt sé að skilgreina glyfosat sérstaklega sem hættulegt efni fyrir líffæri, né að það sé krabbameinsvaldandi eða geti valdið stökkbreytingum á genum og sé ekki heldur hættulegt æxlunarfærum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnnin, WHO, gaf út þá yfirlýsingu fyrir tveimur árum að glyfosat væri sennilega krabbameinsvaldandi. Mun breyta afstöðu í takt við pólitískt veðurfar Í lok þessa álits RAC er síðan sagt að viðtekin skoðun sem notuð er til að samræma skilgreiningu á glyfosati verði svo endurskoðuð í samræmi við niðurstöðu aðildarríkja ESB um hvort heimiluð verði áframhaldandi notkun á glyfosati eða ekki síðar á þessu ári. Með öðrum orðum, áhættunefnd RAC mun breyta afstöðu sinni til þess hvort glyfosat sé hættulegt eða ekki í takt við pólitískt veðurfar innan Evrópusambandsins. Miðað við þetta er ekki skrítið að andstæðingar notkunar á glyfosati tali um pantaðar niðurstöður frá stofnunum ESB. Beiðni um stöðvun studd undirskriftum milljóna Framkvæmdastjórn ESB fékk í hendur þann 6. október sl. beiðni svokallaðs frumkvæðishóps evrópskra borgara um að stöðva notkun á glyfosati. Var það stutt undirskriftum einnar milljónar íbúa í sjö ESB-löndum. Þá hafði nefndinni líka borist staðfestar undirskriftir ríflega milljón íbúa í 22 aðildarlöndum ESB um að banna glyfosat. Gefa átti andstæðingum glyfosat úr röðum frumkvæðishópsins tækifæri til að ávarpa Evrópuþingið 20. nóvember og kynna sínar röksemdir. Í framhaldinu var meiningin að framkvæmdastjórn ESB tæki endanlega ákvörðun í málinu. Þó flestir líti svo á að bann við notkun glyfosat verði framlengt til 2022, FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fyrirbyggjandi úðun illgresiseyðis á akur í Evrópu. Einhver stórvirkustu gjarnan notuð við slíka iðju. Aðgerðarsinnar Avaaz mótmæla glyfosatnotkun fyrir framan höfuðstöðvar framkvæmdstjórnar ESB í Brussel í Belgíu þann 9. nóvember 2017. Mynd / neweurope.eu Notkun eiturefnisins glyfosat er orðin afar umdeild í landbúnaði víða um heim: Heimild til að nota Glyfosat framlengd í ESB í fimm ár eða til ársloka 2022 – Efnasambandið ekki sagt hættulegt af framleiðendum og undirstofnunum ESB nema stundum, en samt sagt eitrað fyrir fiska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.