Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 „Það er alltof lítið gert til að auka áhuga ungra veiðimanna á veiði, Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur aðeins gert eitthvað með veiðidögum i Elliðaánum. Annað er ekki í gangi, félagið hefur reyndar staðið sig vel,“ sagði veiðimaður með ungan son sinn sem tók spjall í veiðibúð fyrir skömmu og auðvitað var þetta alveg rétt. Mjög lítið er gert fyrir unga veiðimenn, veiðileyfin eru dýr og fáir ungir veiðimenn fara í laxveiði, þegar dagurinn kostar kannski 100–150 þúsund, það gefur augaleið. Þess vegna þarf að gera eitthvað, Veiðikortið hjálpar og silungsveiðivötn úti um allt land. Bryggjuveiði og dorg á þeim ýtir undir veiðina. Það þarf að draga liðið frá tölvunum og út að veiða og hreyfa sig. Veiði er ein leið til þess, það þarf bara að aðstoða unga veiðimenn. Það er heila málið. „Mér finnst þeim fjölga sem leggja stund á dorgveiði, þetta er skemmtilegt sport og styttir biðina eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðibúð fyrir fáum dögum. Hann meinti greinilega hvert orð sem hann sagði. „Maður fer um leið og ísinn er orðinn nógu traustur, hann er að verða það sums staðar núna, bíð spenntur. En biðin styttist, ég fer mest á Hafravatn, upp í Svínadal og austur fyrir fjall. Þú kemur bara með á dorg í vetur, Bender,“ sagði veiðimaður sem sagðist hafa veitt á stöng fyrir fimm árum á aðfangadag og fékk fisk. „Ísinn er orðinn traustur, eins og á Meðalfellsvatni, en enginn er samt farinn að veiða á vatninu ennþá,“ sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli þegar Meðalfellsvatn bar á góma. Veiðimenn voru á Hafravatni fyrir fáum dögum, en voru reyndar ekki að dorga heldur með stöng. Það var smá vök en veiðin gekk rólega og kalt var í veðri og ég skildi ekki orð af því sem veiðimennirnir ræddu um. Frábært villibráðarkvöld hjá Keflvíkingum „Þetta var meiri háttar og fullt út úr dyrum, maturinn hjá Úlfari Finnbjörnssyni var frábær,“ sagði Óskar Færseth. Hann ræddi þar um villibráðar- kvöldið hjá Stangaveiðifélagi Keflavíkur sem haldið var fyrir fáum dögum og tókst vel. „Það voru sagðar margar veiðisögur og við afhentum bikara fyrir stærstu fiskana í sumar, þetta var skemmtilegur endir á góðu sumri,“ sagði Óskar Færset í samtali við tíðindamann Bændablaðsins. Eftir að tilkynnt var um dauða Elvisar 16. ágúst 1977 hafa gengið sögur um að hann væri langt frá því að vera dauður og við góða heilsu. Á hverju ári berast fréttir víðs vegar úr heiminum um að til hans hafi sést allt frá Kópaskeri til Kalkútta. Vikublaðið World Weekly News hefur verið einstaklega duglegt við að birta frásagnir af þessu. Blaðið hefur t.d. greint frá því að Elvis búi á Havaí, ásamt núverandi eiginkonu sinni. Elvis mun hafa greint frá því í viðtali ekki alls fyrir löngu að hann hafi verið að bugast undan frægðinni og álaginu sem henni fylgdi og dauði sinn hafi verið settur á svið svo að hann gæti lifað eðlilegu lífi. Hann segist reyndar sjaldan búa lengi á sama stað því hann sé á stanslausum flótta undan því að þekkjast. Elvis hefur reyndar breyst talsvert með aldrinum og í dag er hann kominn með bjórvömb, skegg og skalla. Í annarri frétt í sama blaði segir að í staðinn fyrir Elvis hafi verið búin til nákvæm vaxmynd af kónginum og hún höfð til sýnis meðan líkið stóð uppi og að það hafi verið lík óþekkts Englendings sem fór í gröfina. Í öðru blaði er því haldið fram að Elvis sé geimvera og það hafi sést til hans á tunglinu. Frá dauða Presleys hafa verið stofnuð trúfélög sem hafa tekið hann í guðatölu. Sumir halda því fram að hann sé frelsarinn endurfæddur og þess hefur verið farið á leit að kaþólska kirkjan taki hann í tölu dýrðlinga. The Church of Elvis í Portland Oregon er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að ganga í hjónaband og Elvislíki syngur við brúðkaupið. Önnur birtingarmynd Elvis- dýrkunarinnar er að á hverju ári er keppt úti um allan heim þar sem menn leitast við að líkjast goðinu í útliti og háttum. Það eru því til taílenskir, japanskir, norskir og íslenskir Elvisar. Fyrir nokkrum árum heiðraði bandaríska póstþjónustan rokkgoðið með því að setja mynd af honum á frímerki og kraftaverkin gerast enn. Stuttu seinna lýsti bandarísk kona því yfir að hún hefði læknast af krabbameini í hálsi eftir að hafa sleikt Elvisfrímerki. Og frá Hollandi hafa borist þær fréttir að stytta af Elvis gráti blóði eins og Maríumyndir gera annað slagið. Líkt og aðrir dýrðlingar á Elvis sinn helgireit þangað sem dýrkendur hans sækja í stríðum straumum alla daga ársins þótt fjöldinn sé mestur í kringum fæðingar- og dánardag hans. Margir líta á Graceland sem helgidóm og telja sér skylt að fara í pílagrímsferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ævinni, líkt og múslímar sem verða að fara til Mekka. Sé litið til vinsælda og æðisins í kringum Elvis Presley á undanförnum árum er engu líkara en að hann hafi snúið aftur frá dauðum og sé ódauðlegur. Sala á tónlist hans hefur aldrei verið meiri og talið er að búið sé að selja rúmlega milljarð eintaka, sem þýðir að sjötta hver manneskja á jörðinni á plötu með Elvis, hann lifir. /VH Elli prestsins með bumbu og skalla STEKKUR Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com HLUNNINDI&VEIÐI Fleiri veiðimenn leggja stund á dorgveiði Mynd / G.Bender Þarf að auka áhuga ungra veiðimanna á veiði Mynd / G.Bender Myndir / Vilhjálmur Ragnarsson Nú þegar skammdegið stendur hátt er ekki úr vegi að víkja að veiðiskap fyrir komandi vor. Vatnaveiðin er fjölskyldusport sem hefur átt vaxandi vinsældum að fagna. Ein af ástæðum fyrir miklum vexti í vatnaveiðinni má tileinka Veiðikortinu sem hóf göngu sína fyrir um 14 árum. Með möguleikunum sem Veiðikortið býður upp á er að veiðimenn geta veitt að vild í vötnum sem eru í boði hverju sinni. Ungir veiðimenn, yngri en 14 ára, veiða frítt með fullorðnum korthöfum og hafa því nokkuð margir ungir veiðimenn skotið upp kollinum á ný en stangaveiði í vötnum hafði farið mjög halloka fyrir tölvuleikjavæðingu sem hefur tröllriðið öllu. Vatnaveiði er góð og afslappandi útivera og fátt betra en að komast í rólegheit og afslöppun við vötn landsins. Nú er Veiðikortið fyrir 2018 að koma út á næstu dögum og við heyrðum í Ingimundi Bergssyni hjá Veiðikortinu og samkvæmt honum eru litlar breytingar framundan. Búið er að tryggja áframhaldandi samninga við flest vatnasvæðin sem voru í kortinu í fyrra. Það liggur fyrir að næsta sumar verði undirlagt fótbolta, enda er Ísland að fara að taka þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í knattspyrnu. Það verður því nauðsynlegt fyrir landann að róa aðeins taugarnar og gleyma sér á milli fótboltaleikja með veiðistöng í hönd og renna fyrir silung í vötnum landsins. Erlendir ferðamenn eru í mun meira mæli en áður að uppgötva hreinu vötnin okkar hér á Íslandi og villtu fiskistofnana sem í þeim er að finna. Fjöldi veiðimanna er að aukast talsvert á milli ára gagngert til að stunda ódýra vatnaveiði, en fyrir marga hefur Ísland einungis verið þekkt fyrir dýra laxveiði í lúxusveiðihúsum, en það er klárlega bara lítill hluti erlendra veiðimanna sem hefur ráð á því. Margir eru að laumast úr skarkala stórborga til að komast út í guðsgræna náttúruna á Íslandi til að njóta einveru og veiða í vötnum landsins. Það styttist í veiðisumarið og um að gera fyrir veiðimenn að kynna sér skemmtilega veiðimöguleika sem Veiðikortið 2018 býður upp á. „Sumarið var skemmtilegt, nokkrir fiskar, bæði lax og silungur, gat alls ekki verið betra,“ sagði Jógvan Hansen er við hittum hann fyrir skömmu, nýkominn frá Færeyjum. Það var hundleiðinlegt veður í Færeyjum, eins og Jógvan orðaði það. „Það var helvítis skítaveður. Ég ætlaði að fara að veiða helling en komst bara smá. Ég fór líka út á sjó og við fengum 3 fugla. Daginn sem ég lenti í Færeyjum var frændi minn að skjóta héra og fékk 12, en ég kom of seint. Svona er þetta bara. Það var ekki gott veður á sjónum frekar en upp á fjöllum hérna á Íslandi. En ég náði mér í jólamatinn í rjúpunni uppi í Borgarfirði, en varla meira en það. Það sem ég fékk skiptir samt miklu máli,“ sagði Jógvan Hansen. Bjart framundan í vatnaveiðinni Mynd / Sigurjón Kom aðeins of seint til Færeyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.