Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Undirbúningur að ísetningu 40 fóstuvísa af Angus holdakyninu er nú hafinn í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa. Stefnt er að ísetningu fósturvísanna í byrjun desember- mánaðar og ættu fyrstu kálfarnir því að líta dagsins ljós í september 2018. Fósturvísarnir voru teknir um mánaðamótin apríl-maí sl. á tveimur búum í Noregi; hjá Ståle Westby á búinu Nordstu og Svein Eberhard Østmoe á búinu Høystad, en sá síðarnefndi er formaður Angus ræktunarfélagsins í Noregi. Gerð voru viðeigandi sjúkdómapróf sem reglugerð um þennan innflutning gerir kröfu um og voru þau öll neikvæð. Undan þremur nautum og sjö kvígum Lagt var upp með að skola fósturvísa úr tíu kvígum frá þessum tveimur búum og náðist úr sjö þeirra, alls 56 fósturvísar. Kvígan 1614 Lara av Høystad gaf flesta, 20 stykki. Á myndinni sem fylgir pistlinum má sjá ætterni fóstuvísanna og fjölda undan hverju foreldranna. Af þeim fósturvísum sem hingað eru komnir eru 30 undan 74039 Li‘s Great Tigre, faðir hans er Hf El Tigre frá Kanada og kynbótaeinkunn er 119. Fimm fósturvísar eru undan 74029 Horgen Erie, faðir hans er 55754 Horgen Bror frá Noregi og kynbótaeinkunn er 116. Þá eru fimm fósturvísar undan 74033 First Boyd fra Li, faðir hans er Boyd Next Day frá Bandaríkjunum og kynbótamat er 115. /BHB Á FAGLEGUM NÓTUM CAN Hf El Tigre, f. 5.1.2008 1088 Elise fra Li, f. 21.1.2009 74025 Dunder av Bognes, f. 9.2.2008 477 Janne av Nordstu, f. 16.2.2014 74039 Li's Great Tigre, f. 3.1.2011 532 Letti av Nordstu, f. 29.1.2016 CAN Hf El Tigre, f. 5.1.2008 1088 Elise fra Li, f. 21.1.2009 60396 Jerv av Nordstu, f. 3.2.2014 398 Heidrun av Nordstu, f. 13.1.2012 74039 Li's Great Tigre, f. 3.1.2011 538 Lissi av Nordstu, 3.2.2016 USA Boyd Next Day, f. 1.11.2006 1082 fra Li, f. 19.3.2008 74029 Horgen Erie, f. 2.4.2009 1009 av Høystad, f. 14.1.2010 74033 First Boyd fra Li, f. 15.1.2010 1601 Lita av Høystad, f. 4.1.2016 CAN Hf El Tigre, f. 5.1.2008 1088 Elise fra Li, f. 21.1.2009 74047 Ivar fra Li, f. 27.2.2013 1209 Helle av Høystad, f. 22.1.2012 74039 Li's Great Tigre, f. 3.1.2011 1614 Lara av Høystad, f. 15.1.2016 CAN Hf El Tigre, f. 5.1.2008 1088 Elise fra Li, f. 21.1.2009 74048 Irving fra Li, f. 30.1.2013 6506 av Høystad, f. 9.2.2006 74039 Li's Great Tigre, f. 3.1.2011 1621 Leslie av Høystad, f. 21.1.2016 55754 Horgen Bror, f. 28.2.2006 603 Horgen Soria, f. 18.3.2005 74047 Ivar fra Li, f. 27.2.2013 1220 Hilma av Høystad, f. 15.2.2012 74029 Horgen Erie, f. 2.4.2009 1622 Laura av Høystad, f. 21.1.2016 USA Boyd Next Day, f. 1.11.2006 1082 fra Li, f. 19.3.2008 74029 Horgen Erie, f. 2.4.2009 819 av Høystad, f. 28.2.2008 74033 First Boyd fra Li, f. 15.1.2010 1626 Layla av Høystad, 24.1.2016 Undirbúningur að ísetningu fósturvísa hafinn Þorsteinn Ólafsson dýralæknir samstillir tilvonandi fósturmæður í einangrunarstöð NautÍs. Baldur Indriði Sveins- son, starfsmaður NautÍs, er til aðstoðar. Mynd / Sveinn Sigurmundsson Í tilefni þess að fósturvísarnir verða brátt settir upp, verður Nautgriparæktarmiðstöð Íslands með opið hús í nýrri einangrunarstöð félagsins að Stóra-Ármóti laugardaginn 2. desember nk. frá kl. 13.30- 16.30. Þar gefst áhugafólki um nautgriparækt kostur á að skoða aðstöðuna og kynna sér fyrirhugaða starfsemi. Kaffiveitingar verða í boði stöðvarinnar og eru allir velkomnir. Opið hús á Stóra-Ármóti Skýrsla Lyfjastofnunar Evrópu um sölu sýklalyfja fyrir dýr í Evrópu 2015: Sala á sýklalyfjum töluvert minni á Íslandi, Noregi og Svíþjóð en í öðrum Evrópulöndum Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið út skýrslu með ítarlegri samantekt um sölu sýklalyfja fyrir dýr í 30 Evrópulöndum fyrir árið 2015. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að það hefur dregið úr heildarsölu sýklalyfja í Evrópu milli áranna 2011 og 2015, eða um 13%, þótt heildarsala sé breytileg milli landa. Samkvæmt skýrslunni kemur Ísland vel út þegar kemur að magni sýklalyfja fyrir dýr. Notkunin hér á landi er með því minnsta sem gerist og nánast eru eingöngu notuð stungulyf til einstaklingsmeðferðar og notkun á sýklalyfjum til hópmeðferða nánast óþekkt. Sala á sýklalyfjum, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur mikilvægt að séu síðasta úrræðið við meðhöndlun erfiðra sýkinga í mönnum og ætti einungis að nota þau sem síðasta val við meðhöndlun á dýrum, er mjög lítil hér á landi. Hlutfall seldra sýklalyfja í töfluformi hefur aukist hérlendis frá árinu 2011. Sala hefur dregist saman Í skýrslunni segir að 25 af 30 löndum hafa skilað inn gögnum frá árinu 2011 og í 15 þeirra hefur sala sýklalyfja dregist saman um að minnsta kosti 5% en í 8 þeirra hefur sala aukist um meira en 5%. Þessi breytileiki milli landa getur stafað m.a. af mismunandi samsetningu í fjölda dýra, mismun í dýrahaldi, sjúkdómsstöðu og fleiru. Leiðréttur samanburður Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að til að gera samanburð á milli landa mögulegan hafa magntölur í skýrslunni verið leiðréttar með tilliti til fjölda dýra í hverju landi. Þegar bornar eru saman tölur milli landa má sjá að Noregur, Ísland og Svíþjóð eru enn með töluvert minni sölu sýklalyfja en önnur Evrópulönd. Grikkland, sem skilaði inn gögnum í fyrsta skipti fyrir árið 2015, er með mestu söluna en Spánn, Ítalía og Ungverjaland koma þar á eftir. Þegar skoðuð er samanlögð heildarsala í öllum Evrópulöndum út frá lyfjaflokkum var mest selt af tetracyclin samböndum, pensillínum og súlfonamíðum, eða tæp 70% samanlagt. Á Norðurlöndunum er hlutfallslega meira selt af pensillín sýklalyfjum en annars staðar og eru beta-laktamasanæm pensillín þar í meirihluta. Skoða þarf notkun mikilvægra sýklalyfja Í skýrslunni er lögð áhersla á að skoða þurfi notkun mikilvægra sýklalyfja sem eru í mesta forgangi á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO). Lyf í þessum flokkum eru mikilvæg sem síðasta úrræðið við meðhöndlun erfiðra sýkinga í mönnum, þegar önnur sýklalyf virka ekki, og ætti einungis að nota þau sem síðasta val við meðhöndlun á dýrum. Ísland kemur vel út í því samhengi en engin sala er á makrólíðum, linkósamíðum, kínólónum og pólímýxin sýklalyfjum og mjög lítil sala er á þriðju og fjórðu kynslóða cefalósporínum. Auk þess að skoða heildarsölu út frá flokkum sýklalyfja var salan einnig skoðuð út frá því á hvaða formi lyfið er, sem gefur vísbendingar um hvort um einstaklings- eða hópmeðhöndlun sé að ræða. Þar má sjá að 91,1% af samanlagðri heildarsölu í þessum 30 Evrópulöndum var á lyfjaformum sem er algengt að nota í hópmeðhöndlun og gefin eru með fóðri eða drykkjarvatni. Nánast eingöngu einstaklingsmeðhöndlun á Íslandi Breytileiki milli landa var mikill hvað þetta varðar og er Ísland þar með gjörólíkar tölur en 84% af seldum sýklalyfjum hér á landi eru í formi stungulyfja, sem eru nánast eingöngu notuð við einstaklingsmeðhöndlun. Hafa ber í huga að sölutölur fyrir sýklalyf á töfluformi eru ekki talin með þar sem gert er ráð fyrir að þau séu nánast eingöngu notuð við meðhöndlun gæludýra en ekki búfjár. Í upphafi skýrslunnar er hlutfall sýklalyfja á töfluformi í heildarsölu sýklalyfja skoðað og sést þá að sýklalyf á töfluformi eru aðeins 0,7% af heildarmagni seldra sýklalyfja í Evrópu árið 2015. 5,2 % sýklalyfja í töfluformi á Íslandi Ísland, Finnland, Lúxemborg, Noregur, Slóvenía og Svíþjóð skera sig þó úr þar sem hlutfall seldra sýklalyfja á töfluformi er þar meira, eða allt frá 5,2% á Íslandi og upp í 13,6% í Finnlandi. Hlutfall seldra sýklalyfja á töfluformi hefur smátt og smátt aukist hérlendis frá árinu 2011. Til viðbótar við notkun í gæludýr hérlendis eru sýklalyf á töfluformi notuð á vorin í sauðburði vegna slefsýki hjá lömbum. Vísbending um þróun á vá Skýrsla þessi er mikilvæg vísbending um þróun á notkun sýklalyfja í Evrópulöndum enda er notkun sýklalyfja mikill áhrifavaldur á þróun sýklalyfjaónæmis, sem er talin vera ein alvarlegasta heilbrigðisvá fyrir menn og dýr. Jákvætt er að sala á sýklalyfja í Evrópu heldur áfram að dragast saman og að leiðbeiningar og upplýsingaherferðir, hvort sem er landsbundin, í Evrópu eða alþjóðleg, virðast bera árangur. Evrópusambandið gaf árið 2015 út leiðbeiningar um skynsama notkun á sýklalyfjum fyrir dýr og Lyfjastofnun Evrópu í samstarfi við Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) birtu árið 2016 vísindaálit yfir aðferðir til að draga úr þörf á notkun sýklalyfja í dýrum byggt á „reduce-rethink-replace“ nálguninni. /VH Kjúklingabú í Evrópu. Kjúklingaeldið á Íslandi er nánast kampýlóbakter-laust og mælist undir 5% en hefur mælst 75% í verslunum í Bretlandi og víðar í fjölga kampýlóbakter-tilfellum í landinu og auka þannig notkun á sýklalyfjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.