Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Nokkrir vel valdir fyrirlesarar munu fræða gesti um leiðir til að auka kolefnisbindingu. Írinn Eugene Hendrick heldur erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, fjallar um losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar á Íslandi og Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda, segir frá nýrri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðum sem sauð fjár bændur hyggjast fara í til þess að draga úr losun. Þá segja þeir Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, og Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, frá möguleikum Íslands með kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Að lokum gefst tími til fyrirspurna og umræðna. Skráning á bondi.is Markmiðið með ráðstefnunni er að draga fram leiðir til bindingar kolefnis hér á landi í því augnamiði að uppfylla skyldur sem m.a. felast í Parísarsamkomulaginu. Ráðstefnan verður sem fyrr segir haldin þriðjudaginn 5. desember í ráðstefnusölum Hótel Sögu. Hún hefst kl. 13 og lýkur um kl. 16. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en krafist er skráningar á vefnum bondi.is. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd. Ein meginorsök hennar er síaukin losun koltvísýrings í andrúmsloftið. Þetta er bráður vandi og mikilvægt að draga sem hraðast úr þessari losun og jafnframt auka bindingu koltvísýrings. Íslendingar búa að aldarlangri reynslu sem nýta má til að klæða landið gróðri og auka bindingu. Engum ætti að dyljast nauðsyn þess að draga úr losun koltvísýrings. Til þess eru nokkrar leiðir. Miklu skiptir að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en ekki er síður mikilvægt að binda kolefni sem hefur safnast fyrir í andrúmsloftinu á undanförnum áratugum og öldum. Jafnframt þurfum við að gera ráð fyrir bindingu þess sem losað verður í framtíðinni. Vísindamenn hafa rökstutt að til þess að ná því markmiði Parísarsamkomulagsins, að meðalhiti á jörðinni hækki ekki um meira en tvær gráður fram til aldamótanna 2100, verði að binda meira CO2 en við losum. Þáttur landnýtingar stór Losun gróðurhúsalofttegunda á Ís- landi stafar að langstærstum hluta af landnotkun og vistkerfum sem hafa raskast vegna landnotkunar. Þar eru tveir þættir stærstir, land sem hefur misst gróðurþekju og svo framræst votlendi. Við getum snúið þessari - naðs og örfoka lands, sem og en- durheimt framræstra votlenda. Hæk- kuð vatnsstaða í jarðvegi kemur í veg fyrir aðstreymi súrefnis og hægir því mjög á loftháðu niðurbroti lífræns efnis, sem við alla jafna köllum rot- nun. Þar með dregur stórlega úr losun CO2. Þessu er auðvelt að ná fram með endurheimt framræsts lands, sem við eigum nóg af. Þótt framræsing votlenda hafi valdið gjörbyltingu í íslenskum landbúnaði á síðustu öld er staðreyndin sú að eingöngu 13% af hinu framræsta landi eru nýtt til túnræktar. Það sem eftir stendur er í mjög lítilli notkun. Það eru því mikil tækifæri fólgin í því að endurheimta votlendi án þess að ganga þurfi á núverandi ræktunar- eða beitiland. Þannig má draga verulega úr losun CO2. Sama gildir um örfoka land. Minnst af því er hluti af mikilvægasta beitilandinu okkar í dag. Losun stöðvast og binding hefst Hafa verður í huga að í jarðvegi þeirra auðna sem myndast hafa við gróðureyðingu af mannavöldum frá landnámi er enn mikið magn lífrænna efna. Þau eru enn að rotna og við það losnar ómælt magn koltvísýrings út í andrúmsloftið. Það er því áhrifamikil loftslagsaðgerð að græða upp auðnir sem áður var auðn stöðvast ekki aðeins losunin heldur hefst mikil binding í staðinn. Kolefnisbinding verður fyrir tilstuðlan gróðurs sem tekur upp koltvísýring og breytir honum í lífræn kolefnissambönd með ljóstillífun. Sumar tegundir mynda rúmmikinn plöntuvef, svo sem trjáviður, þar sem mikið kolefni geymist. Jafnframt berast kolefnissambönd frá rótarkerfi plantnanna, sem og með niðurbroti lífræns efnis. Þetta stuðlar að myndun lífræns efnis í jarðveginum, en jarðvegurinn er einn mikilvægasti kolefnissvelgurinn á þurru landi. Rotnandi plöntuhlutar, sina, lauf, trjágreinar, trjábolir og rætur stuðla einnig að myndun lífræns efnis í jarðvegi. Við getum þannig greint á milli mismunandi kolefnissvelgja í náttúrunni þar sem kolefni safnast fyrir til viðbótar við það kolefni sem er í andrúmslofti, sjó og bergi. Möguleikarnir miklir Ísland er auðugt land að ýmsum náttúrugæðum, en okkur hefur tekist misvel að nýta þau og skila áfram til næstu kynslóða. Þannig er því t.d. háttað með jarðveg, eina mikilvægustu auðlind okkar, sem við reiðum okkur á til allrar ræktunar. Ef enginn gróður er til að vernda viðkvæman jarðveginn, hnignar landinu. Við eigum því miður allt of mörg dæmi um slíka hnignun og jarðvegsrofið sem verður í kjölfarið. Ástæðan er sú hvað íslenskur jarðvegur er á margan hátt sérstakur, bæði frjósamur og viðkvæmur í senn. Einn helsti eiginleiki hans, sem við eigum að nýta okkur, er að hann getur bundið mjög mikið kolefni. Með endurheimt hnignaðs lands getum við því bæði aukið frjósemi lands og um leið dregið úr gróðurhúsaáhrifum vegna landnýtingar á Íslandi. Þetta er borðleggjandi dæmi sem allir hagnast á. Möguleikar til kolefnisbindingar á Íslandi eru miklir, einmitt vegna þess hversu illa landið er leikið. Við erum rík að illa förnu landi en auðnasvæði þekja um 40% landsins. Þar hefur jarðvegur fokið brott og þetta land mætti nýta til bindingar kolefnis með tiltölulega einföldum aðgerðum, með því að gæða þau gróðri. Þar með mætti draga úr þeirri losun sem stafar frá illa förnu landi og að auki binda kolefni úr andrúmsloftinu. Þekking og reynsla til staðar Þegar gróðurlítið eða gróðurlaust land grær upp tekur kolefni að safnast upp í jarðvegi, rótum og Mesta bindingin verður þar sem skógur getur bundið tuttugu tonn af koltvísýringi á hverjum hektara á ári og jafnvel talsvert meira. Á upphafsstigum landgræðslu á örfoka landi er bindingin um einn tíundi af þessu, enda er þá markmiðið að stöðva jarðvegsfok og aðra hreyfingu jarðvegsyfirborðsins til að búa í haginn fyrir landnám annarra tegunda, svo sem birkis, sem er mjög öflugur landnemi á endurheimtu landi ef fræuppsprettur eru til staðar Með starfi Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar í rúma öld hafa Íslendingar öðast reynslu og þekkingu á því hvernig megi endurheimta gróður á auðnum landsins. Þannig er landhnignunarferlunum sem eru að verki á auðnasvæðum og stuðla að kolefnislosun snúið við. Í staðinn kemur gróður sem bindur kolefni og stuðlar að myndun frjósamrar moldar. Við erum í þeirri stöðu að það land sem er endurheimt stuðlar að auknum landgæðum, eykur loftgæði og hjálpar okkur að uppfylla ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsmál, lífríki og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hjálpar uppgræðsla lands okkur að ná því markmiði að landnýting framtíðarinnar verði sjálfbær. Jóhann Þórsson, Landgræðslunni Auður Magnúsdóttir, LbhÍ Edda S. Oddsdóttir og Pétur Halldórsson, Skógræktinni. Hægt er að auka frjósemi lands og um leið draga úr gróðurhúsaáhrifum: Mikil kolefnisbinding er möguleg á Íslandi 1.500 38.000 560 720 Einfölduð mynd af kolefnishringrás þurrlendis. Hvítar örvar tákna leiðir bind- ingar kolefnis, en svartar sýna losun. Bindingin á sér stað með ljóstillífun og með niðurbroti lífrænna leifa í jarðvegi sem mynda lífræn jarðvegsefni. Losun verður vegna öndunar og niðurbrots líffæns efnis og jarðvegsrofs. Tölur á myndinni tákna magn kolefnis í gróðri (560Pg), jarðvegi (1.500Pg), lofthjúp (720Pg) og sjó (38.000Pg). Einingin er petagramm (Pg), eitt petagramm eru þúsund milljón tonn. 1997. Land ofar 400 m hæðarlínu er skyggt. Mynd / Elín Fjóla Þórarinsdóttir, LR. R áðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bænda- höllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember á alþjóðlegum degi jarðvegs. Það eru Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktin og Bændasamtök Íslands sem standa sam- eiginlega að viðburðinum. Á Í S L A N D I LEIÐIR TIL AÐ AUKA KOLEFNIS BINDINGU Uppgræðsla á örfoka landi eykur kolefnisbindingu. Á myndinni eru mis gamlar uppgræðslur þar sem notað var kjötmjöl. Áburðaráhrifa gætir á báðum svæðum en þó sýnu meira á nýrra svæðinu til hægri. Mynd / Jóhann Þórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.