Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 3

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 3
Fagfélag stofnað 12. maí 1973 Slökkviliðsmaðurinn Blað Landssambands slökkviliðsmanna Nr. 25. 19. árg. 1. tbl. 1992 Útgefandi: Landssamband slökkviliðsmanna Síðumúla 8 - sími 91-672988 108 Reykjavík - pósthólf 4023 Ritnefnd: Halldór Vilhjálmsson, form. ritn.. Lárus Petersen og Rúnar Helgason. Umsjón: Guðmundur Vignir Óskarsson Slökkviliðsmaðurinn pósthólf 4023 Reykjavík Stjórn Landssambands slökkviliðsmanna Form.: Guðmundur Vignir Óskarsson Varaform.: Snorri Baldursson Gjaldkeri: Guðmann Friðgeirsson Ritari: Magnús Magnússon Meðstj.: Einar M. Einarsson Jón Helgi Guðmundsson Kristján Pétursson Varastj.: Rúnar Helgason Viðar Þorleifsson Forsíðumynd: Júlíus Sigurjónsson Hönnun: Hildur Rögnvaldsdóttir Prentvinnsla: ODDI h.f. Innan LSS eru u.þ.b. 800 félagar jafnt slökkviliðsmenn að aðalstarfi sem hlutastarfi í rúmlega 30 aðildarfélögum. Landssamband slökkviliðsmanna þakkar öllum þeim sem lagt hafa útgáfu blaðsins lið. LEIÐARI „Það kemur ekkert fyrir mig!“ Hver er afstaða alls almennings svo og forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana til eldvarna og/eða brunamála og slysa yfirleitt? Er fólki tamt að skoða sínar eigin kringumstæður gagnrýnið út frá þeim óhöppum sem upp koma á heimilinu eða vinnustaðnum og gera þær ráð- stafanir sem fyrirbyggja eins og frekast er unnt að slíkir hlutir eigi sér stað. Bregst fólk við með réttum hætti verði það fyrir slíkum óhöppum? „Það kemur ekkert fyrir mig, óhöppin eiga sér stað hjá öðrum“. Þessa hugsun þekkjum við öll hvort heldur við erum í umferðinni eða fréttum af eldsvoða eða annars konar óförum annarra. Hefur þú íhugað að það eru u.þ.b. 250 slökkvi-og sjúkraflutningsmenn á íslandi sem hafa fullt starf af því að fást við slíka hluti. Eins og fram kemur í miðopnugrein í blaðinu má áætla að u.þ.b. 1200 ís- lendingar verði fyrir margvíslegum brunaáverkum árlega en til saman- burðar urðu 1153 einstaklinga fyrir slysum í umferðinni 1991. Af ofan- greindum brunasjúklingum gætu u.þ.b. 60 þeirra þurft á sjúkrahúsvist að halda. Það má reikna með 12 mjög alvarlegum brunaáverkum og þar af 6 dauðsföllum samanborið við 27 dauðsföll í umferðinni 1991. Þessar tölur eru uggvænlegar en þær fjalla um einstaklinga sem gætu allt eins verið þú eða égl Það er hlutverk stjórnvalda að vera hvetjandi um bættar forvarnir á öll- um sviðum.veita nauðsynlegustu almannaþjónustu, miðla upplýsingum svo og að veita nauðsynlegt aðhald með því að framfylgja viðeigandi lög- um og reglum. Lokun brunadeildar Landspítalans á dögunum er dæmigert skref aft- urábak hvað varðar þá tegund sérhæfðrar almannaþjónustu. I ályktun stjórnar LSS sem send var heilbrigðisráðherra Sighvati Björgvinssyni lýsir stjórnin áhyggjum sínum vegna lokunarinnar og kemur á framfæri þeirri von sinni að ákvörðunin verði endurskoðuð og aftur tekin. Ný lög um brunavarnir og brunamál gera eigendur og forsvarsmenn mannvirkja enn frekar en áður ábyrga fyrir sínum eigin eldvörnum og er það vel. En betur má ef duga skal. Það mun reynast erfitt að lágmarka tíðni slysa og annarra óhappa nema hver og einn leggi sitt af mörkum. Þannig hafa slökkviliðsmenn ávallt reynt að leggja sitt af mörkum til bættra forvarna í málaflokki brunamála og til fækkunar slysa vegna starfa sinna sem sjúkraflutningsmenn og þannig oft á tíðum eitt stórum hluta krafta sinna í þágu þessara mála. Með nýju stéttarfélagi hafa skapast aðstæður til að bæta um betur og stórefla allt fyrirbyggjandi og faglegt starf. Það á án efa eftir að kalla á frekari virðingu og viðurkenningu alls þorra almennings svo og okkar sjálfra á þeim mikilvægu störfum sem við sinnum. Margt af því sem hefur verið að gerast í málaflokki brunamála á þessu ári er fagnaðarefni og getur leitt m.a. til fækkunar slysa og minna eigna- tjóns þegar fram líða stundir. Sett hafa verið ný lög um brunavarnir og brunamál eins og áður hefur komið fram sem án efa eiga eftir að styrkja allt starf að brunamálum í landinu en lögin verða nánar kynnt síðar í blaðinu. Þá hafa slökkviliðsmenn náð fram nítján ára baráttumáli sínu með stofnun stéttarfélags þann 2. maí s.l. en fram til þessa hafa þeir verið dreifðir innan hinna ýmsu stéttarfélaga. Guðmundur Vignir Óskarsson slökkviliðsmaðurinn 3

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.