Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 7

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 7
Pack 10 hjartarafsjánni með ytri gang- ráð, „Pace maker“. Það eru u.þ.b. 3-4 tilfelli á ári þar sem ytri gangráður hefur afgerandi áhrif á lífslíkur sjúkl- ings sem lent hefur í hjartastoppi og svarar illa eða alls ekki lyfjameðferð. Helsti búnaður er lyfjataska með helstu lyfjum við hjartsláttaróreglu, bráðum öndunarfærasjúkdómum, sterk verkjalyf, krampastillandi lyf, svæfingalyf, lyf við bráðum efna- skiptasjúkdómum, svo sem sykursýki og bráðageðlyf. Hjartarafsjá eins og áður sagði, púls oxymeter, elektrón- ískur hitamælir, hitari og auk þess gott úrval af barkatúbum, og úrval af „læringer“ skópum. Þetta er helsti búnaðurinn sem neyðarbíllinn hefur umfram venjulegan sjúkrabíl. I stuttu máli eru í bílnum sértæk tæki og lyf til að takast á við stórslys, bráða hjarta, lungna og öndunarfærasjúkdóma og efnaskipta og miðtaugakerfissjúk- dóma. Hefur fjölgun útkalla verið mikil ? Útkallsfjöldinn hefur margfaldast síðustu tíu ár. Árið 1983 voru samtals 1331 útkall. 1990 voru þau 3593, en óstaðfestar tölur fyrir árið 1991 sína talsverða fækkun. Þessa fækkun tel ég að megi að hluta til rekja til bættrar móttöku út- kallsbeiðna þ.e. að neyðarbíllinn er ekki sendur í jafn mörg útköll þar sem læknis er ekki þörf, og er það vel því það er slæmt að vera með neyðarbíl- inn upptekinn í einhverju minniháttar og eitthvað alvarlegt kemur upp á meðan. Stundum kemur það samt sem áður fyrir að við þurfum að taka sjúkling með okkur í nýtt útkall. Það er metið hverju sinni hvort þörfin sé svo brýn eða jafnvel að annar sjúkra- bíll hitti okkur á staðnum og taki við sjúklingnum. En hvernig skiptast svo þessi útköll? I gegnum árin hefur hlutfall milli útkalla í slys og sjúkdóma haldist nokkuð jafnt. 75% eru veikindatilfelli og 25% slys. í slysum eru það umferð- arslysin sem vega þyngst. I veikinda- tilfellum eru það hjartasjúkdómar þá taugakerfissjúkdómar og loks öndun- arfærasjúkdómar. Þar af eru hjarta- stopp 1,7-1,8% af öllum útköllum. Þó er tíðni hjartastoppa heldur hærri það sem af er þessu ári eða um 2,2%. 80- 90% hjartastoppanna eru vegna hjartasjúkdóma síðan eru ýmsar or- sakir svo sem slys, morð, sjálfsvíg og fleira. Hvernig hefur sjúklingum reitt af eftir tilkomu neyðarbíls? Áður en neyðarbíllinn kom til út- skrifuðust u.þ.b. 9% þeirra sjúklinga sem lentu í hjartastoppi. I dag er þessi tala komin upp í 16-17%, þannig að neyðarbíllinn í því formi sem hann er í dag hefur svo sannarlega sannað sig. Miðað við önnur lönd telst þetta vera mjög góður árangur. Ég vil að fólk geri sér grein fyrir því hversu vel neyðarbíllinn er mannaður. Það er á fáum stöðum í heiminum sambærileg þjónusta við almenning. Eins það hversu fljótt fólk fær þjónustuna. Hér er útkallstíminn einungis 4, 08 mín. að meðaltali. Þar inn í eru útköll allt upp í Hvalfjarðarbotn. Þetta er mjög stutt- ur útkallstími og er það vel. Hvernig gengur dæmigert útkall í hjartastopp fyrir sig? Oft er það óljóst hvort um stopp er

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.