Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 9

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 9
Fyrsti neyðarbíllinn árið 1982 fyrir framan bílageymslu slysadeildar BSR. Kennarar á þessum námskeiðum eru sérfræðingar og læknar af Borgar- spítalanum, Landspítala og Landa- koti. Námskeiðið samanstendur af 84 bóklegum tímum og 150 tíma viðveru á neyðarbíl með vönum manni. Menn læra að þekkja öll þau lyf sem í lyfja- töskunni eru, kunna skil á verkun þeirra og notagildi. Farið er yfir helstu atriði lífeðlisfræði, líkamann al- mennt, þekkja helstu hjartsláttar- óreglur, þekkja einkenni hinna ýmsu sjúkdóma og meðhöndlun þeirra, fæð- ingarhjálp og margt fleira. Ertu ánægð með samstarfið við slökkviliðsmennina? Já ég er ánægð með það. Þetta starf byggist upp á góðri samvinnu milli okkar. Þetta ár sem ég er búin að vera á neyðarbílnum hefur verið frábært hvað það snertir. Mátulega léttur mórall, Það er mjög þýðingarmikið að einmitt mórallinn sé góður og ákveð- inn léttleiki yfir mönnum án þess þó að sýna af sér kæruleysi. Áhöfn á neyðarbíl lendir í svo mörgu að menn verða að hafa móralinn í lagi til að sleppa heill út úr þessu. En hvað um þitt besta eða versta út- kall? Það hafa náttúrulega verið mörg slæm útköll, en ég get ekki nefnt eitt frekar en annað. Ég á mér þó óska út- kall. Það er að taka á móti barni, ég hef enn ekki lent í því. Ég get vel ímyndað mér að það, að taka á móti nýju lífi í þennan heim sé alveg hreint stórkostlegt. Af hverju er Birgitta læknir á neyðar- bfl? Af hverju? Það fylgir minni stöðu sem reyndur aðstoðarlæknir á lyf- læknisdeild. Þegar ég sótti um þá stöðu sem ég er í núna, þá var það líka af því að ég vissi að henni fylgdu vaktir á neyðarbíl. Mér fannst það vera spennandi og ekki síst það að úti á neyðarbílnum ert þú undir sjálfri þér komin. Þú hefur engan þér reyndari lækni til að leyta ráða hjá eins og maður getur gert inni á deild. Maður stendur einn sem læknir og verður að reiða sig á sjálfan sig. Það dugar ekk- ert annað en að standa sig. Þarna kynnist maður líka allt annarri hlið á lífinu hér í Reykjavík. Maður trúði í raun og veru aldrei að svona mikil eymd væri til hér en það er hún svo sannarlega. Eins er með það ofbeldi sem maður verður vitni að, ég hefði ekki trúað því að óreyndu. Kom þér á einhvern hátt á óvart hvernig neyðarbíllinn vinnur? Það var sérstaklega eitt sem kom mér á óvart. Það var þegar ég var að byrja á bílnum þá hélt ég að „aum- ingja litla Birgitta" stæði algjörlega ein í baráttunni. En þá komst ég að því að sjúkraflutningsmenn í Reykja- vík kunna bara helv. . . mikið fyrir sér í sínu fagi. Þeir stóðu mjög vel við bakið á mér í fyrstu útköllunum. Reynslan sem fæst af því að vera læknir á neyðarbfl. Kemur hún til með að nýtast þér í framtíðinni? Alveg tvímælalaust gerir hún það. Þetta er svo fjölbreytt vinna að það er sama í hvaða framhaldsnám ég færi, hún kemur til með að nýtast mér vel. Hvernig sérð þú framtíðina í rekstri neyðarbíls? Ég tel að það eigi enn eftir að bæta menntun sjúkraflutningsmanna. Ég sé það fyrir mér að hún eigi eftir að verða hliðstæð svokölluðu Para- medicsnámi sem er það form sem rek- ið er t.d. í Bandaríkjunum. Þá hugsa ég að í framtíðinni verði ekki læknir á neyðarbíl heldur sérmenntaðir sjúkra- flutningamenn þ.e. „Paramedics“. Það yrði að vísu mjög slæmt fyrir þá lækna sem í dag eru á bílnum því þetta er alveg einstakt kennslutæki og væri virkileg eftirsjá af fyrir aðstoðar- lækna framtíðarinnar. Einhver góð ráð til fólks að lokum? Nú er vitað að lífslíkur manna stór- aukast ef nærstaddir bregðast fljótt og rétt við, hvort sem um er að ræða bráðaveikindi eða slys. Ég vil hvetja sem flesta til að kynna sér hjálp í viðlögum og þá sem ein- hverja kunnáttu hafa að hika ekki við að nota hana. Hversu ómerkileg sem hún kann að virðast, þá getur það ver- ið það sem skilur á milli lífs og dauða. Ég þakka þér kærlega þér spjallið Birgitta og vona að störf þín verði jafn farsæl og hingað til. V.G. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.