Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Qupperneq 12

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Qupperneq 12
Kristinn Georgsson slökkviliðsstjóri á Siglufirði afhendir formanni LSS mynd að gjöf í tilefni dagsins. Kristinn Georgsson slökkviliðsstjóri á Siglufirði slœr á létta strengi. í tilefni af 60 ára afmæli Eggerts Vigfússonar slökkviliðsstjóra. Brunavarna Ár- nessýslu, ákvað stjórn LSS að heiðra hann fyrir mikið og gott framlag hans tilfé- lagsmála slökkviliðsmanna á Islandi. Myndin sýnir formann LSS afhenda Eggert áletraðan veggplats með félagamerki sambandsins áföstu. Sérstök hátíðardagskrá var sett upp um kvöldið en hún var ekki eingöngu ætluð slökkviliðs- mönnum heldur einnig mökum og börnum þeirra. Þátttaka var langt um fram björtustu vonir og mættu til samkomunnar u.þ.b. 150 manns. Boðið var upp á máltíð, en að öðru leiti var dagskráin fjöl- skrúðug svo sem kór Slökkvi- liðsins í Reykjavík, einsöngur, sungin af Hirti Hjartarsyni, en bæði þessi atriði fengu frábær- ar viðtökur. Þá var sérstök hljómsveit slökkviliðsmanna „Eldbandið“ með dagskrá en síðan lék hún fyrir dansi langt fram á nótt. Ekki má gleyma hefðbundum ræðuhöldum og nokkrum óvæntum uppákomum. U.þ.b. 30 sumarhús voru frátekin í sumarhúsabyggð BSRB og stemmingin með eindæmum. Sveini Þormóðssyni blaðaljósmyndara (nú DV) þakkað frábœrt framlag til brunamála en hann er stöðugt að minna almenning á hættu og afleyð- ingar með myndum sínum. Honum var jafnframt þakkað það góða sam- starf sem slökkviliðsmenn hafa átt við hann í gegnum tíðina. 12 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.