Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 30

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 30
 Þrýstiklefi Gæslunnar notaður við meðferð á reykeitrun Jón Baldursson, læknir á slysadeild Borgarspítalans: Til mikilla bóta að starfrækja slíkt tæki á einhverju sjúkrahúsanna Þrýstiklefi Landhelgisgæslunnar sem notaður er við meðferð á köfunarveiki fékk aukið hlutverk um síðustu mán- aðarmót er honum var beitt í fyrsta skipti hér á landi við meðferð á reyk- eitrun. Jón Baldursson, læknir á slysa- deild Borgarspítalans, stjórnaði með- ferðinni og gaf hún góða raun. Málsatvik voru þau að maður nokk- ur sofnaði út frá eldamennsku og fekk kolmónoxíðeitrun eftir að kviknað hafði í pönnu. Það dróst í hálfan sólar- hring að hann leitaði læknis og var þá kominn með nokkur einkenni, s.s. óþægindi við öndun. Leitað var til Landhelgisgæslunnar um afnot af þrýst- iklefanum, en að sögn Jóns er góð reynsla af því víða erlendis að setja sjúklinga sem orðið hafa fyrir reykeitr- un í slíkan útbúnað. Gæslan brást vel við og tókst meðferð sjúklingsins vel. í þrýstiklefa er byggður upp yfir- þrýstingur til að fá sem mesta súrefn- ismettun í líkamann. Með öðrum orð- um sagt gefur klefinn háan súrefnis- þrýsting og fyrir vikið er hægt að nota hann við fleira en að fást við köfunar- veiki og reykeitrun. Til að mynda hef- ur meðferð krónískra sára gefist vel þar sem hún flýtir fýrir gróanda. Þetta á við um tilfelli þar sem margendur- tekinnar meðferðar er þörf, en ekki bráðatilfelli. Ekkert sjúkrahúsanna hefur yfir þrýstiklefa að ráða, en að sögn Jóns hefur komið til tals að klefi Landhelg- isgæslunnar verði geymdur á ein- hverju þeirra. Engin föst skipan hefur þó komist á í þeim efnum, m.a. vegna þess að ekki hefur enn tekist að finna klefanum stað á neinu sjúkrahúsanna. Menn úr röðum Gæslunnar hafa hlot- ið þjálfun til að starfrækja klefann, en ekki er um fasta vakt að ræða. Nokkrir landsmenn verða fyrir reykeitrun á ári hverju. Meðaltalstöl- ur í þessum efnum segja þó ekki alla söguna þar sem sveiflurnar eru mikl- ar, en Jón segir að reikna megi með 5- JO tilfellum á ári. Stöku sinnum hefur þessi tala þó orðið mun hærri og má í því sambandi rifja upp eldsvoðann á Kópavogshæli fyrir nokkrum árum þegar fjöldi vistmanna varð fyrir reyk- eitrun. Jón segist meðmæltur því fyrir- komulagi að þrýstiklefinn verði geymdur á einhverju sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu, og að stöðugri vakt væri haldið úti. Tvo þarf til að manna slíka vakt; annar starfsmaður- inn færi með sjúklingi inn í þrýstiklef- ann en hinn annaðist stjórnun hans. 30 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.