Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 32
Fréttir frá slökkviliðum
'fij
M
Öliiúa-
Nýjasta slökkvibifreiðin MAN árg. 1991 og sú elsta Chevrolet árg. 1944.
Slökkvilið Fáskrúðsfjarðar var
stofnað formlega 18. mars 1950. Þá
var tækjakostur slökkviliðsbifreið sem
er Canadiskur Chevrolet árgerð 1944
sem Erlendur Halldórsson í Hafnar-
firði breytti, en hann vann talsvert að
því á þessum árum að breyta bílum og
setja á þá dælur, stiga og annan bún-
að. Reyndust bílar þessir allvel og
þótti mikill fengur að þeim á þessum
tíma.
Eftir sem byggðin stækkaði þótti
nauðsynlegt að auka við tækjakost og
afkastagetu slökkviliðsins. Var nú
ráðist í að kaupa annan bíl árið 1973.
Fjárfest var í Bedford árg., 1962.
göngu um þau kaup sem annan bún-
að. Þessir bílar voru með mjög öflugri
dælu sambyggðri við bílinn, laus dæla
var með, sem þótti mjög handhæg þar
sem ekki var hægt að koma bílnum
við.
Fyrsta húsnæði slökkviliðsins var
við Hafnargötu, en þaðan var flutt að
Barn síns tíma, glæsilega viðhaldið. Bedford-bifreið Slökkviliðs Fáskrúðs-
fjarðar, árg. 1962, bíllinn er nú til sölu.
32 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN