Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 46

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 46
Martröð á hátíðisdegi Stutt sönn harmsaga Það var aðfangadagskvöld, þegar slökkviliðið fékk tilkynningu um eld í byggingu. Þegar liðið kom á staðinn, blasti við þeim alelda íbúðarhúsnæði. Fyrir utan stóðu maður og kona bæði mikið ölvuð, með minniháttar bruna- sár á höndum, brjósti og andliti sem sárbændu björgunarmennina að bjarga 18. mánaða barni þeirra sem enn var inni í húsinu. Þar sem húsið var orðið alelda vissu björgunarmenn- irnir að öll von um að bjarga barninu lifandi var löngu liðin. Eldurinn hafði að sögn byrjað við rifrildi og slagsmál foreldranna, þegar hitalampi hafði dottið um koll. Eftir að hafa þrætt um hvort þeirra henti lampanum niður, reyndu þau árang- urslaust að slökkva eldinn sjálf.Þegar þau gáfust upp hringdu þau loks á slökkviliðið. Sjúkraflutningsmennirnir hófu strax að búa um verstu brunasár foreldranna og fluttu þau síðan á nær- liggjandi spítala til frekari aðhlynning- ar. Eftir að hafa ráðið niðurlögum elds- ins, hófu slökkviliðsmennirnir leit af líkamsleifum barnsins. Fyrir tvo af slökkviliðsmönnunum var þetta hörmuleg endurtekning á svipuðu út- kalli fyrir sjö árum síðan. Annað ungabarn hafði látist í íbúðareldi, og þeir fundið leifar þess barns.Þeir þurftu einnig að finna þetta 18 mán- aða barn svo illa brunnið að nær óþekkjanlegt var. Tilfínningaviðbrögð Tilfinningaáhrifa björgunarmanna varð vart strax á staðnum, og héldu áfram eftir að útkallinu var lokið. Slökkviliðsmennirnir voru taugaspennt- ir og reiðir yfir því að geta ekki bjargað barninu, og yfir því að vita hvað orsak- aði eldinn og um leið dauða bamsins. Reiðir yfir hvað tilkynnt var seint um eldinn, argir út í foreldrana og sín- ar eigin tilfinningar um vanmátt sinn. Sumir mundu eftir eldinum fyrir sjö árum með svipuðum hætti og óleyst- um tilfinningum undir niðri frá þeim atburði. Slökkviliðsstjórinn skynjaði þetta ástand sem tilfinningalega mjög tvísýnt tilfelli fyrir þá sem áttu þátt í, og sérstaklega þá sem voru við eldinn fyrir sjö árum. Nýlega stofnað félag um sálarhjálp frá nálægum spítala var fengið til að halda umræðufund með viðkomandi aðilum. Fundurinn var ákveðinn viku eftir atburðinn, þar mættu 35 manns slökkviliðsmenn, lögreglumenn, sjúkraflutningsmenn og stjórnstöðvar- fólk. Björgunarmenn upplifðu mikil vonbrigði og reiði yfir dauða barnsins og aðrir voru reiðir yfir ástæðu elds- ins. Nokkrir rifjuðu upp svipuð útköll, eða önnur dæmigerð tilfelli og lýstu tilfinningum sínum varðandi þá at- burði. Allir voru sammála um að þessar umræður væru mjög nauðsyn- legur möguleiki til að segja frá tilfinn- ingum sínum í öruggu og stuðnings- ríku umhverfi, og þroskast til að tak- ast á við seinni tilfinningaleg áhrif. Niðurstöður Þetta útkall bauð uppá nokkur at- hyglisverð atriði. Barnadauði hefur lengi verið þekkt sem eitt mest álagsvaldandi tilfelli fyr- ir björgunarmenn. Álagið vegna þess- arar tegundar útkalls var sambland vonbrigða yfir að geta ekki bjargað og að hafa komið allt of seint á staðinn. Viðbótarálag fyrir nokkra björgun- armenn voru innibyrgðar tilfinningar frá líkum útköllum með svipuðum endi. Samskonar áður upplifaðar til- finningar virðast vera óyfirstíganlegar, sama hvað langt líður á milli tilfella. Venjulegur tími til að halda fund er innan 72 stunda eftir útkallið. Þó svo að fundurinn hafi ekki verið haldinn fyrr en viku eftir eldinn virtist það ekki hafa áhrif á árangur fundar- ins. Þetta var í fyrsta sinn sem svona fundur var haldinn innan slökkvi- stöðvarinnar. Nokkrir björgunar- mannanna höfðu áður heyrt um svona fundi og árangur þeirra. Öllum þeim sem sátu þennan fund fannst þetta mjög nytsöm aðferð og fundu fyrir mjög auknu sjálfstrausti. Þýtt úr The journal of emergency services Des.; 1991 L.P. Sendum hugheilar óskir um heill, gæfu og gengi til handa slökkviliðsmönnum ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR 46 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.