Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 47

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 47
Starfshópur um bætta menntun og þjálfun Þann 4. febrúar s.l. barst Landssamb- andi slökkviliðsmanna ósk frá félags- málaráðuneytinu um tillögur LSS þess efnis hvernig staðið skuli að fram- kvæmd reglugerðar nr. 197/1991 um menntun, réttindi og skyldur slökkvi- liðsmanna þ.e. reglur að námi slökkviliðsmanna, nauðsynlegri undir- búningsmenntun þeirra og hvernig kennslu skuli hagað. (Sambærileg ósk barst BMSR og Sambandi ísl. sveitar- félaga). Áður en LSS hafði svarað ráðuneytinu barst félaginu bréf dag- sett þann 27. febrúar 1992 frá Bruna- málastofnun þess efnis að í stað þess að ofangreindir aðilar skiluðu tillög- um hver og einn yrði stofnaður 3ja manna starfshópur sem freistaði þess að skila sameiginlegum tillögum til fé- lagsmálaráðherra. Stjórn LSS félst á þessa tilhögun og var formaður félags- ins Guðmundur Vignir Óskarsson skipaður sem fulltrúi LSS í starfshóp- inn. Aðrir eru Guðmundur Bergsson sem fulltrúi BMSR og Hrólfur Jóns- son fulltrúi Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Nefndinni er ætlaður sér- stakur starfsmaður, en hann er Þórir Hilmarson fyrrum brunamálastjóri. Á 19. þingi LSS lýsti félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir því yfir að hún vænti fullmótaðra tillagna ofan- greindra aðila á haustdögum 1992. Það var svo 27. mars s.l. að starfs- hópurinn hélt sinn fyrsta fund en síð- an hafa verið haldnir sex fundir. Leið- arljós fulltrúa LSS í ofangreindu starfi hefur verið sú greinargerð sem félagið hefur samþykkt með meðfylgjandi vinnublöðum en þau gögn hafa hlotið mikla umfjöllun á þingum og fundum félagsins. Á síðasta fundi starfshóps- ins sem haldinn var 12. júní voru formlega lagðar fram hugmyndir á grundvelli reglugerðar um Samræmt og breytt fyrirkomulag menntunar og þjálfunarmála slökkviliðsmanna hvort heldur þeir hafa starfið að hlutastarfi eða aðalstarfi. Það er afar mikilvægt að vel takist til í allri þeirri vinnu sem felst í verkefni starfshópsins og þeirri tillögusmíð er vænta má í kjölfarið. Það er orðið fulltímabært að koma skikkan á menntunar og þjálfunarmál slökkviliðsmanna, menntunin þarf að vera aðgengileg fyrir alla og vel skipu- lögð en að henni lokinni eiga slökkvi- liðsmenn að öðlast viðurkenningu. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 47

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.