Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 52
Fullþykktar (3. stigs) og djúpur hlutþykktar (2. stigs) bruni á andliti, hendi og brjóstvegg afvöldum logandi grillvökva.
Brunaáverkar
Jens Kjartansson
Rannsóknir á Norðurlöndum hafa
sýnt að árlega þurfa 0,4% íbúanna að
leita sér læknishjálpar vegna brunaá-
verka. Þetta þýðir að ca. 1200 Islend-
ingar verða árlega fyrir slysi af völd-
um bruna. Þar af þurfa 60 bruna-
sjúklingar á sjúkrahúsdvöl að halda.
Reikna má með 12 mjög alvarlegum
brunaáverkum árlega og þar af 6
dauðsföllum, sem flest verða á slysstað
(sbr. við 27 dauðaslys í umferðinni
hér á landi 1991).
Til að átta sig á umfangi brunaá-
verka þá urðu 1153 einstaklingar fyrir
slysum í umferðinni á Islandi á s.l. ári
(1991) samanborið við ca. 1200
brunaáverka.
f þessum tölum hefur ekki verið tek-
ið tillit til mikils ferðamannastraums á
landinu yflr sumarmánuðina þar sem
ferðamenn fara óvarlega yfir háhita-
svæði og hljóta oft brunasár af hvera-
vatni, auk bruna sem verða á tjald-
stæðum af völdum gastækja og sjóð-
andi vatns.
Viðbrögð á slysstað
Slys af völdum bruna (á latínu am-
bustio eða combustio) á sér stað þegar
líkamsvefir verða fyrir og/eða komast
í snertingu við of mikinn hita, slíkt
getur átt sér stað við mismunandi að-
stæður. Gagnlegt er að flokka brunaá-
verka eftir orsök slyssins strax á slys-
stað, þar eð slíkt hefur áhrif á fyrstu
meðferð. Réttar upplýsingar um til-
drög slyssins eru mikilvægar til að
geta greint dýpt og umfang brunans
sem best í upphafi og þar með tryggt
viðeigandi meðferð, sem getur verið
mjög mismunandi þó um jafn stóra
bruna sé að ræða.
Algengasta orsök brunaáverka eru
skvettur af eða dýfur í „heita vökva“.
Undir þetta flokkast allir heitir vökv-
ar, þar sem vatn er algengast og einn-
ig heit feiti, en þó ekki bræddir málm-
ar og asfalt, sem flokkast undir
„snertibruna“, þar sem áverkinn or-
sakast af snertingu við heit föst efni.
Má þar einnig nefna eldavélahellur,
púströr ökutækja o.fl. Áverkar af
völdum „opins elds eða loga“ flokkast
sérstaklega og er líklega næstalgeng-
asta orsök brunaáverka. Þar sem raf-
straumur fer í gegnum lifandi vef
52
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN