Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 4
sjónskertum nemendum en þau geta einnig nýst sem fyrirmynd að stuðningskerfum fyrir aðrar tegundir fötlunar. Þá hefur sambandsstjórn Iðnnemasambands Islands í tilefni af 50 ára afmæli sínu á síðast liðnu ári ákveðið að beita sér fyrir bættum náms- og starfsskilyrðum fatlaðra iðnnema. iðnnemar verða hvattir til að kynna sér stöðu og möguleika fatlaðra í sínu umhverfi og málefni fatlaðra verða sett á oddinn í opinberri umræðu og í starfsnefndum þar sem iðnnemahreyfingin á fulltrúa. Næsta verkefni Félagsíbúða iðnnema verður iðnnemasetur í nánasta umhverfi Iðnskólans í Reykjavík og verða þar aðgengilegar vistarverur fyrir fatlaða einstaklinga. Þetta verkefni er raunar þegar hafið. Síðla árs 1993 var stofnuð samstarfsnefnd Lands- sambands aldraðra, Öryrkjabandalags íslands, Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja og Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Verkefni nefndarinnar er að gæta hagsmuna þeirra félagsmanna samtakanna, sem hættir eru störfum vegna aldurs eða örorku. Augljóst er að Öryrkjabandalagið og Landssamband aldraðra eiga margra sameiginlegra hagsmuna að gæta og þau hafa meðal annars lagt fyrir samstarfsnefndina ýmsar kröfur, sem fulltrúarnir hafa síðan komið á framfæri í yfirstandandi kjarasamningum. Þetta er einn af mörgum liðum í samstarfinu og höfum við ástæðu til að vænta mikils af því. Eins og flestum er kunnugt þá fékk Island aðild að EES samningnum árið 1993. Innan EES er starfandi sérstök nefnd, sem vinnur að víðtæku verkefni (HELIOS II) varðandi málefni fatlaðra. Öryrkjabandalagið sótti á s.l. ári um að fá áheyrnar- fulltrúa sem fylgst gæti með störfum nefndarinnar og var sú umsókn samþykkt. Þetta veitir Öryrkjabandalaginu möguleika á að fylgjast með framvindu mála á þessu sviði og notfæra sér nýja þekkingu fötluðum til hagsbóta. Undanfarin tvö ár hefur fimm manna norrænn starfshópur undirbúið víðtæka kynningu á norrænum lögum og reglugerðum um aðgengi fyrir fatlaða. Starfið hefur verið byggt á endurskoðun hollenskrar handbókar um aðgengi fatlaðra. Þarna voru sem sé bornar saman norrænar reglur um aðgengi annarsvegar og reglur frá nokkrum öðrum löndum Evrópu hinsvegar. Árangurinn varð talsvert þykkur bæklingur með athugasemdum, þar sem norrænar reglur stóðu hinum framar. Tilgangurinn með þessu starfi er sá að Norðurlöndin geti í evrópsku samstarfi tryggt þann árangur, sem náðst hefur heima fyrir, jafnframt því að stuðla að framförum í öðrum löndum Evrópu. Lokasprettur þessa starfs var fundaröð dagana 21 .-25. nóvember s.l. með eins dags fundi í hverju hinna fimm Norðurlanda. Nánar verður greint frá því annarsstaðar í blaðinu. Nú hillir loks undir útgáfu íslenskrar handbókar um ferlimál, sem hlýtur nafnið „Aðgengi fyrir alla”. Þetta verður handhæg uppsláttarbók bæði fyrir arkitekta, aðra hönnuði og almenning. Öryrkjabandalagið á aðild að þessari útgáfu ásamt Arkitektafélagi Islands og mörgum fleirum, sem á einn eða annan hátt tengjast málefnum fatlaðra. Það má segja að hver nýr dagur færi Öryrkja- bandalaginu nýjar kröfur og ný úrlausnarefni. Öryrkja- bandalagið reynir af fremsta megni að takast á við verkefnin og heitir á liðsinni allra sem vilja leggja málefnum fatlaðra lið. Ólöf Ríkarðsdóttir Skilmæli á málþingi Hinn 25. nóvember á liðnu ári var haldið fjölmennt og vel heppnað málþing í Borgartúni 6 sem hafði yfirskriftina: Aðgengi fyrir alla á byggðubóli. Málþingsboðendurvoru Norræna nefndin um málefni fatlaðra, vinnuhópur um ferlimál er starfað hefur á hennar vegum svo og Öryrkjabandalag íslands, en Ólöf Ríkarðsdóttir formaður þess er einmitt fulltrúi bandalagsins á þessum vettvangi. Málþingið hér var hið fimmta og síðasta í röðinni í norrænni fundaröð í öllum höfuðborgum Norðurlanda, þar sem telja verður hápunktinn afhendingu skilmæla um þessi efni til þeirra ráðherra er með þessi mál fara á hverju Norður- landanna. Hér var það félagsmálaráð- herra, Rannveig Guðmundsdóttir, sem tók á móti skilmælunum og hét að beita afli sínu til árangurs í þessum brýnu málum, sem aðgengismálin óneitanlega eru. Skilmælin eru sér- staklega birt hér orðrétt og Ólöf fjallar svo um starf og tilgang vinnuhópsins um ferlimál sem að baki málþing- unum stóð fyrst og síðast. Skilmælin eru s.s. sjá má hvatning til þeirra fulltrúa Norðurlandanna, sem taka þátt í evrópskri samvinnu á sviði byggingar- og skipulagsmála að draga fram í sviðsljósið norræna staðla um aðgengi fyrir fatlaða. Tilgangurinn með því er tvíþættur: - að Norðurlöndin geti tryggt þann árangur, sem náðst hefur heima fyr- ir og - að stuðla að framförum á þessu sviði í öðrum löndum Evrópu. Að sjálfsögðu var afhending skilmælanna hápunktur mál- þingsins, en þingið sjálft var mjög vel sótt og málefnalegt hið bezta, enda vel til fyrirlesara vandað. Fundarstjórar málþingsins voru þær Ásgerður Ingimarsdóttir og Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Clas Thorén, starfsmaður norræna hópsins um ferlimál kynnti í upphafi skýrslu þá er vinnuhópurinn hefur samið og heitir: Aðgengi að umhverfi og byggingum, norræn nálgun. Að loknum blaðamannafundi fluttu þeir Stefán Thors, skipulags- stjóri ríkisins og Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri ítarleg yfirlitserindi um yfirstandandi reglugerðarvinnu - á innlendum vettvangi - í norrænni 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.