Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 10
fatlaðra og vissa aðlögun þeirra laga hverra að öðrum. Ræddi sérstaklega álitamál ýmis er upp komu varðandi undirbúning laganna um málefni fatlaðra s.s. um sérlög eða ekki sérlög. Nauðsyn bæri til þess að félagsleg þjónusta væri á sömu hendi. Hún rakti nokkuð fyrirkomulag mála hjá reynslusveitarfélögunum og vísaði m.a. til Reykjavíkur, sem vissulega hefði algera sérstöðu. Yfirfærslan auðveldust þar, en vissulega er aðstaða og ástæður sveitarfélaga ólíkar. Margrét minnti að lokum á það að þótt okkur þætti margt mega á betri veg vera, værum við þó um margt mjög vel á veg komin samanborið við aðrar þjóðir. En hér gilti sem í öðru að hið almenna viðhorf skipti afar miklu og réði í mörgu ferð í málaflokknum. Guðmundur Ragnarsson vara- form. Þroskahjálpar flutti því næst erindi um viðhorf sinna samtaka. Hann lagði áherzlu á það, að þjónusta við fatlaða ætti að vera skv. almennum landslögum. Þjónustan hefði í æ ríkari mæli færzt frá stofnunum og yfir í heimabyggð hvers og eins. Hann taldi bezt að sérlög yrðu sem fyrst óþörf, þannig að jafnréttið væri virkt í samfélaginu eftir almennum leikreglum þess. Nauðsyn væri að útvíkka lögin um félagslega þjónustu sveitarfélaga og færa málefni fatlaðra þar eðlilega inn í. Sveitarfélögin þarf að virkja og efla til þjónustu sem allra mestrar. Mörg sveitarfélög vel fær um verkefnið og eiga þá að fá það í sínar hendur. Tryggja þyrfti nægilegt fjármagn við tilflutninginn og um leið yrði að tryggja gæði þjónustunnar. Mörg óleyst verkefni kölluðu vissulega á aukið fjármagn. Hann ræddi um Svæðisráð Reykjavíkur sem fjallað hefði um tilflutning í heild í málaflokknum. Aherzla þar á það að rekstur einstakra félaga héldi þó áfram. Helztu rök til flutnings: Aðgreining íbúanna á ekki að vera til. Eitt kerfi á að sinna öllu. Stjórn- unarvaldið færist nær fólkinu, sem hefur þá meiri möguleika til áhrifa o.s.frv. Full sátt yrði um þetta að vera og aðgátar væri vissulega þörf. Þá flutti Hafdís Hannesdóttirerindi af hálfu Öryrkjabandalags Islands sem hér er í heild sinni birt. Dísa Guðjónsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur flutti þessu næst sitt erindi. Hún rakti í upphafi helztu drætti í skipulagi Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Hún kvað mjög jákvæð viðhorf ríkja gagnvart því að fella félagslega þjónustu fatlaðra í enn ríkari mæli að félagslegri þjónustu almennt. Hún taldi Reykjavfkurborg hafa alla burði til að taka við málaflokknum í heild sinni. Með því mundi fötluðum auðvelduð leið til allrar þjónustu, betri þjónustu um leið. Vissulega bæri vel að skoða fjármagnsþáttinn varðandi tilfærsl- una, en af henni myndi leiða hag- nýting í rekstri, markvissari þjónusta, betri samræming hennaro.fi. Greindi svo frá því hversu starfi miðaði varðandi Reykjavík sem reynslu- sveitarfélag þar sem stefnt væri að fullri tilfærslu málaflokksins. Fullur einhugur um málið í borgarstjórn. Nefndi 3 röksemdir fyrir flutningi: 1. Ekki bara til að flytja - heldur bæta fyrst og fremst. 2. Tími kominn til að hrista upp í málum. 3. Sérstaða fatlaðra myndi þurrkast út. Næstur talaði svo Loftur Þor- steinsson oddviti Hrunamanna- hrepps. Hann sagðist ræða málið út frá persónulegum sjónarmiðum jafnhliða því að hann væri fulltrúi dreibýlissveitarfélags. Hann kvað svar við spurningu málþingsins ráðast af ýmsu m.a. afstöðu og stefnu gagnvart fötluðum, því hvaða stjórnsýslustig væri bezt fallið til verkefnisins og hversu millifærsla fjármagns yrði. Til þess að halda fram góðri þróun þyrfti mikið fjármagn og vel menntað starfsfólk. Hann kvað mörg sveitarfélög eiga í fjárhags- legum erfiðleikum og ekki fýsilegt yfirleitt að taka á móti viðbótar- verkefnum. Hann sagði að e.t.v. væru byggða- samlög leið til betri átaka fyrir hin veikari sveitarfélög. Varaði við því að nálægðin gæti valdið því að fólki fyndist það vera að sækja um ölmusu. Alfarið gætu málefni fatlaðra ekki farið yfir til sveitarfélaganna vegna mismunandi aðstæðna og aðstöðu sveitarfélaganna. á talaði Ögmundur Jónasson form. B.S.R.B.. Hér þarf að fara með fullri gát, ekki sízt með tilliti til starfsfólksins. Benti m.a. á það að tilflutningur málefna fatlaðra til Akranesbæjar hefði strandað á réttindamálum starfsfólks. Hann kvað hugmyndafræðina nauðsynlegan bakhjarl, en menn mættu heldur ekki láta glepjast hugsunarlaust af hug- myndum. Samfélagið kallar á marg- brotna þjónustu, betri þjónustu og miklu skipti, hvernig framkvæmd væri, hvernig hún væri sem hag- kvæmust jafnframt því að koma að sem beztu gagni fyrir þá sem þjón- ustunnar njóta. Ögmundur kvað brýna nauðsyn bera til að líta til allra átta áður en út í tilfærslu væri farið. á talaði Helga Eiríksdóttir meðf.fulltrúi frá Deild meðferð- ar- og uppeldisfulltrúa innan S.F.R.. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.