Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 12
Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi og stjórnarmaður í Ö.B.L: HVAR EIGA MÁLEFNI FATLAÐRA HEIMA? ann 20. janúar síðastliðinn var haldið málþing sem Starfs- mannafélag ríkisstofnana stóð að, ásamt Félagi þroskaþjálfa og Deild meðferðar- og uppeldisfulltrúa. Þar var spurt; “Eiga sveitarfélög að taka við málefnum fatlaðra?”. Mér var falið að kynna sjónarmið Öryrkjabandalagsins um það hvort sveitarfélögin eigi að taka við málefnum fatlaðra. Eftirfarandi orð eru uppistaðan í því sem ég flutti þar: Umfjöllun um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga hefur verið mikil á liðnum árum, en hefur ekki komið inn á okkar borð á þann hátt að við getum svarað nú og byggt það svar á umfjöllun allra okkar aðildarfélaga. En hver ferð hefst á einu skrefi, og með það í huga settumst við niður í framkvæmda- stjórn bandalagsins nú fyrir skömmu og reyndum að gera okkur grein fyrir því hvemig þessi mál snúa að “okkar fólki”. Fyrstu viðbrögð einkennast af því að við getum engan veginn verið annað en hlynnt því að sveitarfélög taki yfir rekstur á þeirri þjónustu sem þau telja sig ráða við. Það þjónar væntanlega hagsmunum okkar um- bjóðenda að fá stýringu og útfærslu á þjónustunni færða sem næst neyt- endunum. Við erum hlynnt tilfærslu á ýmsum verkefnum frá ríki til sveit- arfélaga, en hljótum um leið að vara við því að það gerist svo hratt að ekki sé búið að kanna hvernig menn leysa hvert verkefni fyrir sig. Áttavitinn bendir í rétta átt en leiðin á áfangastað er torveld og margar þrautir sem leysa þarf áður en við sjáum sveitarfélögin taka yfir alla þá þjónustu við fatlaða sem ríkið annast í dag. Okkar fyrirvarar tengjast meðal annars því að við núverandi aðstæður eru sveitarfélögin mörg og Hafdís Hannesdóttir smá og því illa í stakk búin til að taka við mjög viðamiklum málaflokkum án þess að allir endar séu hnýttir hvað varðar framkvæmd og fjármögnun. Áður en þessi viðkvæmi mála- flokkur færist til þurfum við að sjá hvernig staðið verður að tilfærslu þeirra fjármuna sem í dag renna í þennan málaflokk. Uppbygging í málaflokknum hef- ur verið gífurleg á liðnum áratugum, en nú sjáum við ákveðin þáttaskil þegar fjármunir í Framkvæmdasjóði fatlaðra eru farnir að renna til rekstrar á þeirri þjónustu sem undir ríkið heyr- ir skv. lögum. Sjálfar byggingarnar, stofnanir eða hús eru ekki megin- viðfangsefni dagsins í dag heldur rekstur og þjónusta, hvernig við komum sem best til móts við breyttar áherslur í málefnum fatlaðra. Taki sveitarfélögin yfir verkefni þurfa þau skipti að tryggja nægilegt fjármagn til að tryggja áframhaldandi framþróun í málaflokknum. Við sjáum ekki annað en einhverjir sértækir mála- flokkar verði áfram á hendi ríkisins, eins og þjónusta við blinda, heyrn- skerta og trúlega vissa hópa fjöl- eða alvarlega fatlaðra einstaklinga. Við viljum fara hægt og teljum farsælast að byggja á því sem við eigum, þ.e. fenginni reynslu af skipulagi á sérstakri þjónustu við fatlaða, eins og lögin um málefni fatlaðra gera ráð fyrir henni. Þetta leiðir hugann að því hvort ekki megi enn reyna að vinna út frá þeirri svæðaskiptingu sem sett var á laggimar með lögunum um aðstoð við þroskahefta frá 1979, og enn gildir. Svæðisskrifstofurnar leita í vax- andi mæli samvinnu við sveitar- félögin. Á mínum vinnustað sem er Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sjáum við mörg farsæl dæmi um það hvernig þjónusta við fjölskyldur er samræmd af þessum tveim stjórn- sýslustigum. Þetta eru þó yfirleitt einstök mál, þar sem fram kemur vilji sveitar- félagsins til þess að leysa mál íbúa á sem bestan hátt með samvinnu við svæðisskrifstofu og aðrar stofnanir sem tengjast málum einstaklinganna. Fastur farvegur fyrir samvinnu þessara aðila er þó yfirleitt enginn. Við þekkjum líka á Greining- arstöðinni og í Öryrkjabandalaginu dæmi um uppsöfnun vanda í sveit- arfélögum þar sem fleiri en einn alvarlega fatlaður einstaklingur á búsetu. Kostnaður af þjónustu við slíkan hóp gæti að óbreyttu reynst þungur baggi á sveitarfélagi. Við viljum gjaman taka undir það sjónarmið að fatlað fólk eigi kost á því að búa áfram í sínu umhverfi ef það hentar hags- munum þess og þeirra nánustu. Það útheimtir þó nýtt mat á stöðu hins fatlaða ef ekki er til staðar sú þjónusta sem hann þarf til að tryggja hagsmuni hans. Sjúkdómar og slys raska oft högum fólks á óbætanlegan hátt, en þó viðkomandi þurfi að breyta um búsetu þá má oft finna leiðir til þess að veita helstu grunnþjónustu í nálægu þéttbýli, nálægt heimahögum svo búseturöskunin verði sem minnst ef vilji fólks stendur til þess. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.