Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 14
Hugað að heilbrigðisþingi Heilbrigðisþing var haldið í lok janúar sl. í Borgartúni 6, Reykjavík og var það tjölsótt mjög. Mikil gnótt góðra erinda var þar á boðstólum með miklum fróðleik og gagnlegum þeim sem að koma heil- brigðismálum okkar helzt og fyrst. Ritstjóri þakkar gott boð en gerir sér ljóst um leið að lítt tjóar að ætla sér að koma nema brotabroti þessa alls til skila hér. Erindi á þinginu voru alls 16 auk ávarps ráðherra heilbrigðis- mála og erindis dr. R. Prokhorskas frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Því miður náði ritstjóri ekki að hlýða á þeirra ágætu erindi en veit þó af afspurn að hinn erlendi gestur gaf heilbrigðiskerfi okkar og ástandi heilbrigðismála hér góða einkunn og lagði áherzlu á það að þekkingin væri til lítils ef hún kæmist ekki áleiðis til fólksins. En hér á eftir verður reynt að minna á nokkur markverð atriði að dómi ritstjórans. Fundarstjórar þingsins voru: Guðjón Magnússon skrifst.stj., Ragnheiður Haraldsdóttir deildarstj. og Ólafur Ólafsson landlæknir en stjórnandi Páll Sigurðsson ráðun.stj. orsteinn Njálsson heimilislæknir ræddi um skráningarkerfi heilsu- gæzlunnar og hve dýrmætt væri að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um heilsufar íbúanna. Það þarf að bæta lífsstíl og aðstæður fólks, því svo virðist sem mestra framfara sé að vænta í heilbrigði þjóðarinnar við að huga að félags- og efnahagslegu ástandi einstaklinganna. Hann benti og á að aukið fjármagn til heilbrigðis- mála hefði ekki skilað sér í lækkun á dánartíðni meðal þjóða Vestur - Evrópu. Brynjólfur Mogensen yfirlæknir ræddi um slys og forvarnir. Hann ræddi m.a. um umferðarslys þar sem flest slys mætti rekja til mannlega þáttarins. Árlega slasast um 60 þús. manns eða tæplega fjórðungur þjóðarinnar. Tíðni dauðsfalla af völdum slysa hefur blessunarlega lækkað. Hins vegar væri slysadauði barna alltof mikill, dauðsföll vegna slysa, eitrana og sjálfsvíga lang- algengustu orsakir glataðra starfsára. Gegn þessu þarf að snúast með öflugra forvarnarstarfi, þar sem meira fjármagni er beint að mannlega þættinum. Júlíus Valsson tryggingayfirlæknir ræddi örorkuorsakir. Hann lagði áherzlu á að örorkumat væri mat - ekki dómur. Lýsti inn í tvenns konar örorku og mat þar á : slysaörorku og almenna örorku. Hann taldi of mikla áherzlu lagða á læknisfræðilega þáttinn í örorkumatinu, hinar félagslegu aðstæður þyrfti og að meta. Hann benti á hlut löggjafans sem mæti og mótaði aðbúnað og kjör öryrkja með löggjöfinni. Þjóðfélagsaðstæður kæmu mjög inn í þessa mynd, atvinnuleysi og bág lífskjör almennt ýttu undir ásókn í örorku. Hann taldi upp örorkuvalda og kvað þessa helzta: geðsjúkdóma, hjarta- og æðasjúk- dóma, taugasjúkdóma og stoðkerfis- sjúkdóma, en síðan kæmi auðvitað til meðfædd fötlun og slys sem þungir þættir inn í örorkumyndina. Högni Óskarsson geðlæknir fjallaði því næst um geðræn vandamál. Hann benti á stökkbreyt- ingu í þróun meðferðar við geðkvill- um. Meðallegutími á geðdeildum hefur stytzt: dagdeildir, göngudeildir og stofur geðlækna sem annarra sér- fræðinga tekið við. Umfang geð- heilbrigðiskerfis stækkað og breytzt. Hann sagði almennt orðið viðurkennt að geðröskun væri eins og hver annar sjúkdómur og árangur af meðferð væri ekki lakari en vegna annarra sjúkdóma. Breyttar aðstæður fjöl- skyldu, vaxandi einangrun og firring, stöðugt atvinnuleysi, nýir vímugjafar, flöktandi gildismat, allt leiðir þetta til geðrænna einkenna. Velmegunar- þjóðfélagið er farið að rekast á enda- mörk sín og við því þarf að bregðast. róun dánarmeina var næst á dagskrá og var það Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir sem það erindi flutti. Hann fór yfir eðli og skil- greiningu faraldsfræði. Með hækk- andi aldri fjölgar sjúkdómstilfellum, svo og er greining sjúkdóma og skráning almennt miklu betri en var. Hann sýndi dánartíðni af vöidum hinna ýmsu sjúkdóma á allnokkru árabili þar sem margt hafði breytzt með meiri þekkingu og betri með- ferðarúrræðum. Vilhjálmur ræddi sjálfsvígin og þá breytingu, að nú væri mikið um unglinga og ungt fólk sem þau fremdi. Hann kvað allar rann- sóknir þurfa að byggja á sem beztum grunni og þann gmnn væri alltaf verið að bæta. á flutti Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur erindi er hún nefndi: Upplýsingar um krabbamein. Hún kvað íslendinga með háa krabba- meinstíðni; um 30% landsmanna fær 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.