Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 17
félagslegu þjónustunni. Of mikil áherzla á ytri fræðslu, meiri og beinni nálgunar þörf. Aherzla á líknandi meðferð. L. M.R.: Kostnaðaruppstokkun nauðsynleg, hagræðingar er þörf. Taldi vissa samkeppni af hinu góða. Almenningur ætti að taka þátt í mótun forgangsröðunar. M. F.: Auka þarf vægi og sjálf- stæði heilsugæzlustöðva. Meta fyrst þær kröfur sem við gerum til stofnana, ákvarða svo fjármagn til þeirra. G. B.: Samneyzlan þarf að hafa forgang. Gaf lítið fyrir samkeppni þar sem einn aðili - ríkið - borgar. Auka þarf forvarnarstarf sem mest. S.B.: Hamla þarf kostnaðarvexti án þess að gæði séu minnkuð. Hugsa um þjónustuna, ekki bara að reisa byggingar. Greindi frá væntanlegum bæklingi um rétt sjúklinga. H. S.: Það gildir að fólki líði sem bezt meðan það lifir í stað þess að aðaláherzlan sé á viðhald lífs, hvernig sem það er. L.S.: Lagði ofuráherzlu á forvam- arstarf sem í dag væri hverfandi varðandi fjármagnsáherzlur okkar. Utan enda má vitna í erindi sem umræður, en í framhaldi af þessum umræðum kom Jóhannes Bergsveins- son yfirlæknir með ádrepu góða varðandi sveltið í forvarnarmálum varðandi áfengi og önnur fíkniefni. Heilbrigðisþingi með umfangi slíku verða seint gerð fullnægjandi skil, en von mín sú að lesendur megi með lestri þessum hafa eitthvert gagn. Til þess eru orðin fest á blað að svo megi verða. H.S. Leikendur Jóðlífs heldur betur í ham. Af Hala-leikhópnum - hressum vel Hala-leikhópurinn hefur áður fengið verðuga umfjöllun hér í blaðinu, enda er þar unnið hið ágætasta áhugastarf sem skilað hefur áhorfendum skemmtan góðri og þátttakendum ómældri leikgleði og ánægju. Enn er Hala- leikhópurinn að og hingað fékk ég einn félagann, Ama Salómonsson, og hann kom hér með afbragðsglögga grein um starfsemina fyrr og nú. Arni lék einmitt á liðnu hausti og býst nú til atlögu við Stórólf leynilögreglumann í næsta verki. Hér á eftir verður tíundað það helzta frá haustinu og gægzt inn í framtíðina með liðsinni Arna og félaga. Á haustdögum sýndi hópurinn þrjá einþáttunga undir samheitinu: Á furðuslóðum. Þetta voru þættirnir: Jóðlíf eftir Odd Björnsson; I undirdjúp- unum eftir Pétur Magnússon frá Vallanesi og Á rúmsjó eftir Slawomir Mrozek í þýðingu Bjama Benediktssonar frá Hofteigi. Þessar sýningar tókust vel með afar góðum tilþrifum leikenda og skemmtu áhorfendur sér hið bezta, ásamt því að þenkja ýmislegt um efnið og boðskapinn. Guðmundur Magnússon leikari var leikstjóri þessara þátta. Ekki var látið sitja við sýningar í Halanum heldur var haldið norður til Akureyrar og sýnt í Deiglunni í Listagilinu og hápunkt má þó telja stofnfund sambærilegs félags á Akureyri, sem Jón Hlöðver Áskelsson hafði undirbúið af dug og dáð ásamt Guðmundi Magnússyni. HLERAÐ I HORNUM Úr sagnasmiðju Vilhjálms Hjálmars- sonar fv. ráðherra má margar góðar sögur fá: Gömul kona eystra tók allsérkennilega til orða og var ófeimin að segja meiningu sína. Eitt sinn mætti hún á götu ungum manni sem leiddi lítinn dreng. Hún spurði hvatlega hver ætti svona fallegt barn. “Ég á það“, sagði ungi maðurinn montinn. “Huh, ekki áttu það einn. Ætli þú hafir ekki þurft að fá einhvers staðar aðgang fyrst“, sagði sú gamla. Og svo er það næsta verk sem væntanlega verður á fjalir komið, þegar menn lesa þessar línur. Nú á heldur betur að halda á brattann og sýna hið sívinsæla leikrit þeirra bræðra Jónasar og Jóns Múla Ámasona: Allra meina bót. Leikstjóri þar er Edda V. Guðmundsdóttir. Sérstakur velgjörðamaður Hala-leikhópsins, Steindór Hjörleifsson leikari, hefur af miklum ötulleik safnað fyrir fullkomnum Ijósabúnaði fyrir Hala- leikhópinn og haft árangur sem erfiði. Stærstu styrkveitendur em Framkvæmda- sjóður fatlaðra og Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen. Nú á að vígjabúnað- inn við næstu sýningu þ.e. Allra meina bót og hér er um glæsilegan búnað að ræða, fullkominn vel og Hala-leikhópurinn verður því vel “upplýstur” í framtíðinni. Formaður Hala-leikhópsins nú er Helga Bergmann og aðrir í stjórn: Guðmundur Magnússon, Valerie Harris, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Edda V. Guðmundsdóttir. Um leið og Árna er liðsemd þökkuð varðandi þennan pistil árnum við hér á bæ Halaleikhópnum heilla í starfi og leik og hlakkað er til að sjá hversu næsta sýning verður þeim allra meina bót í sem beztri merkingu. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.