Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Qupperneq 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Qupperneq 24
VIÐHORF Bryndís Víglundsdóttir, skólastjóri: Börnin og fatlaðir egar Alþingi setur saman lög og birtir okkur þau eru þau oftar en ekki ávísun eða loforð, gefin þegn- unum um betra líf og bættan hag. “Fæst orð bera minnsta ábyrgð”, dettur mér stundum í hug þegar ég les ný og metnaðarfull lög. Mér virðist nefnilega oft vera mikið misgengi milli laga og framkvæmda laganna. Eg ætla að minnast á eitt dæmi. I lögum um grunnskóla sem undirrituð voru 27. mars 1991 segir í 4. grein:” I grunnskóla skulu nem- endur eiga kost á málsverði á skólatíma”. I 86. grein segir síðan að ákvæðið í 4. gr. um málsverði í skólum komi til framkvæmda á næstu þremur árum frá gildistöku laga þessara. Mér er ekki kunnugt um að grunnskólabömum standi til boða að fá málsverð í skólanum. Var þetta ákvæði ef til vill sett í lög upp á grín eða til skrauts. Emm við alveg ánægð með að bjóða börnunum okkar brauð- sneið (þegar best lætur) eða snúð í hádegismat? Þetta er aldurshópurinn sem er að vaxa og þyrfti líklegast öðrum fremur að fá góða næringu. Mér blöskraði að heyra heilbrigðis- ráðherra senda foreldrum tóninn að þeir skyldu bara senda krakkana með brauðsneið í skólann. Veit hann ekki um lögin frá 1991? Og auk þess jafnast brauðsneið ekki á við heita máltíð. Eða hvað borðar fólk í mötu- neytum á vinnustöðum um allt land? Hér virðist mér að ráðherra hefði átt að tala varlegar. Við megum til með að endurskoða í sífellu viðhorfin til barna okkar. Eg á ekki við það sem sagt er í hátíðaræðum þegar talað er um þá sem eiga að erfa landið. Ég á við hvunndagsviðhorfin þegar foreldrar koma þreyttir heim frá vinnu og barnið er enn lúnara en þau og reynir mjög á þolrifin. Þá tel ég að sé ágætt að minnast fyrstu yfirlýsinganna um gagnkvæma ást og raungera þær með kærleiksríkri samveru. Bryndís Víglundsdóttir Nú kynni einhver að segja: “Hvað er hún að tala um þetta í grein í blaði Öryrkjabandalagsins?” Væri ekki eðlilegra að tala eitthvað um málefni fatlaðra í þessu blaði? Þessu svara ég með því að minna á að þegar við virðum fyrir okkur sögu þjóðanna sýnist mér að í ljós komi að kjör og hagur fatlaðra og annarra minnihlutahópa sé í réttu samræmi við viðhorf allra annarra borgara hvers til annars. Fólk sem lætur sig ekki varða um náungann lætur sig líklega ekki heldur varða um þann sem fatlaður er. Þannig er bætt líðan og mannúðleg hugsun keðjuverkandi í hverju samfélagi. Ef tilvera eins hóps sem þarf aðstoð batnar, batnar líka tilvera næsta hóps. A niðurlægingartíma íslensku þjóðarinnar meðan við vorum þegnar Danakonungs, illa haldin og marg- barin þjóð, held ég að viðhorf okkar til fatlaðra og þeirra sem minni máttar voru hafi verið ákaflega bágborin. Og ég leyfi mér einnig að segja að það sé ekki fyrr en á síðustu 20-30 árum sem raunverulegur bati verður á við- horfum til fatlaðra. Þá á ég við allan hópinn sem getur talist fatlaður. Enn eru viðhorf til hinna ýmsu hópa mismunandi og enn vantar drjúgt á að góðu viðhorfin birtist í verkum. Börn eiga að því leyti samleið með fötluðum að þau eru ofurseld viðhorf- um og frammistöðu fullorðinna. Ég leyfi mér að halda því fram að tilvera fatlaðra sé jafnbærileg og hún er ófötluðum góð. Ríki í hnignun Mannkynssagan virðist kenna okkur að viðhorf og framkoma við fatlaða eru í ólagi í samfélögum sem eru á niðurleið. Við vitum hvernig fór fyrir Róm- arríki hinu forna. Hvers kyns spilling og skepnuskapur tók þar völdin og menningin liðaðist hreinlega í sundur. Það er fróðlegt að virða fyrir sér um stund hver viðhorfin voru þar til fólks sem var öðruvísi, fatlað. Réttur þess var enginn. Faðirinn hafði fullkomið vald yfir fjölskyldu sinni og gat selt börn sín í þrældóm eða drepið, eftir aðstæðum. Á vissu skeiði Róma- veldis tóku vel stæðir borgarar upp á því að vista “fífl” eða “fávita” á heim- ilum sínum. Þetta fólk var notað til að skemmta í samkvæmum. Örlög fatlaðraíríkjumnasistaog kommúnista eru okkur kunn. Því segi ég að menn skyldu huga vel að við- horfum sínum til fatlaðra ef þeir vilja í raun velferð og hamingju sam- félagsins. A krepputímum Kreppan 1930 og árin allt fram yfir seinni heimstyrjöldina gefa okkur ástæðu til að óttast um örlög fatlaðra þegar harðnar á dalnum. Mikill afturkippur kom í alla þjónustu við fatlaða í kreppunni og upp úr 1930. Sýndi það ástand að bein fylgni er á milli almennrar stöðu í samfélaginu og hvernig lífsgæða fatlaðir njóta. Þetta er tölfræðilegt dæmi sem hægt er að skoða frá hvaða tímabili seinni ára sem er. Ég held að sagan kenni okkur að við þurfum að vera vakandi um velferð fólks með sérþarfir að ekki sé dregið úr eða hætt við aðstoðina 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.