Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 25
íslenzk ungmenni erlendis. (Sjá grein um FEPEDA bls. 22). þó að samdráttur verði í samfélaginu. I öllum tilvikum er rétt að athuga vel hvernig sameiginlegu fé okkar er varið. Þetta mál snýst um viðhorf, það snýst um hvemig við hugsum þegar á reynir. Islandssagan er full af bulli Lítum á hvaða þættir hafa orðið til að móta viðhorf þjóðarinnar til fatlaðra. Ef við lesum skráða sögu okkar kemur í ljós að hún er saga hraustra karla og hetja. Hún er ekki saga fólks sem bjó við vanheilsu eða fötlun og hún er ekki saga kvenna og bama og þess vegna er líka hárrétt sem segir í söngnum að” Islandssagan er full af bulli”. í sögu okkar og mann- kynssöguna alla vantar marga langa og efnismikla kafla. Einstakasinnum rekst maður í sögum eða annálum á frásögur af aumingjum eða fíflum, eins og fatlað eða þroskaheft fólk var kallað. Voru það þá yfirleitt niðursetn- ingar og fólk sem álitið var umskipt- ingar, eða ástand þess tilkomið af einhverjum öðrum annarlegum orsök- um eins og gat gerst þegar ungir menn heilluðust af álfkonum og trylltust. Við vitum, að margt af því fatlaða fólki sem vegna lyfja og getu lækna- vísindanna lifir í dag dó áður fyrr. Eins og ég sagði áðan er saga okkar að mestu saga hraustra karlmanna, hetja og afreksmanna. Fram til okkar daga tíðkaðist mikil harka við börn. Fortakslaust var álitið að óþægð væri um að kenna ef þau hlýddu ekki skipun strax og þeim var refsað í samræmi við það. Þannig var ekki athugað hvort til greina kæmi að barnið hefði ekki heyrt það sem sagt var, hvort það hefði skilið fyrir- skipunina og hvort það væri fært um að framkvæma það sem til var ætlast. Réttur hins fullorðna til þess að skipa fyrir og ráðskast með barnið var ekki véfengdur og skylda barnsins til að hlýða var fortakslaus. Ekki er hægt að sjá af frásögum hvort sem er í annálum okkar eða þjóðsögum að eðlislæg geta barnsins hafi verið athuguð. Það væri áhugavert að rann- saka annála okkar og þjóðsögur til þess að gera sér grein fyrir lífi og tilveru fólks sem var minnimáttar vegna meðfæddrar eða áunninnar fötlunar. Island í dag Mér virðist að ástandið á íslandi sé þannig nú á dögum að sá eldur sem margir einstaklingar og atburðir sögunnar tendruðu í upphafi og Læknirinn sagði við frúna að honum líkaði ekki útlit mannsins hennar. Þá sagði frúin: “Mérekki heldur, en hann er góður við börnin.” * Faðir manns sem var í langskólanámi var spurður að því hvað sonur hans yrði, þegar hann hefði nú loks lokið námi. Faðirinn svaraði að bragði: “Öldungur.“ * Og enn úr sömu smiðju: Bóndi einn var vanur að senda konu sína út og hugsjónamenn og konur hafa borið uppi æ síðan af bjartsýni og einurð brenni vel fötluðum til góðs. Aldrei fyrr hafa svo margir þættir og margir aðilar sameinast um að vinna að jákvæðri lausn á málefnum fólks með sérþarfir. Því finnst mér ástæða til að vera bjartsýn og vongóð. Meðvituð viðhorf íslendinga til fatlaðra held ég að séu rétt. Við sem erum í nánustum tengslum við fatlaða og höfum valið okkur það starf að vinna með þeim megum til með að vera í forystusveit þeirra sem eru talsmenn alls þess sem má verða fötluðum til góðs og fyrir þá megum við aðeins vilja “hið besta”. Sumir fatlaðir geta talað fyrir sig sjáfir. Með þeim eigum við að standa. Aðrir fatlaðir geta ekki flutt mál sitt. Fyrir þá eigum við að tala og með þeim að standa. Við höfum þær skyldur við fatlaða og ófatlaða að viðhorfum okkar til hvers annars hraki ekki. En viðhorfin mega ekki verða eins og trú án verka sem er dauð trú. Viðhorfin ein tjóa ekki heldur þurfa þau að vera hvati góðra verka. Ég minni á Steinar bónda í Hlíðum undir Steinahlíðum sem Halldór Lax- ness lætur segja: “Það er nú svona, blessaður, að þegar heimurinn er hættur að vera dásemdafullur í augum barnanna okkar þá er nú lítið orðið eftir”. En þrátt fyrir góð viðhorf Steinars til barna sinna bar hann ekki gæfu til að lifa í samræmi við þau. Og því fór sem fór ! Bryndís Víglundsdóttir. suður til allra verka. M.a.s. var það svo þegar þeir vinnumaður voru að slá að næturlagi til að nota rekjuna og fé kom í túnið, að þá tölti bóndi heim, vakti konu sína og bað hana að reka úr túninu. Og alltaf var svarið það sama: “Já, elskan mín, ég kem.“ En einu sinni missti þó konan þolinmæð- ina svo vitað væri. Hún hafði þá blandað sér í umræður við gesti þeirra, en bóndi hastaði á hana og kvað hana ekki hafa vit á svona málum. Þá sagði konan með hægð sinni: “Ég er ekkert vitlausari en annað kvenfólk.” HLERAÐ í HORNUM FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.