Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 28
Útskrift frá Starfsþjálfun fatlaðra Útskriftarhópur með Hauk kennara. (Einn vantar á myndina). Hinn 20.des. sl. fór fram útskriftarhátíð góð hjá Starfs- þjálfun fatlaðra. Athöfn þessi var sem ætíð áður látlaus en einkar hátíðleg og þessi gamalkunna eftirvænting tilhlökkun og kvíða blandin lá í loftinu eins og jafnan þegar aðeins er beðið úrslita þess árangurs sem iðja annanna hefur skilað. Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður flutti í upphafi athafn- ar ávarp þar sem margt athyglisvert var sagt og skal hér stiklað á stóru. Hún kvað 20 nemendur hafa þreytt próf að þessu sinni og átta voru nú að ljúka námi eftir þriggja anna skólaveru. Frá upphafi hafa 87 lokið prófi frá Starfsþjálfun fatlaðra eftir tilskilið nám í þrjár annir. Guðrún minnti á ýmislegt úr innra starfi ársins utan hins reglubundna náms m.a. gat hún um svokallaða tyllidaga þar sem nemendur hefðu spreytt sig á leiklist, myndlist og í keilu og allt hefði það til ánægju og yndisauka verið. Hún minnti nokkuð á vinnuklúbb útskriftarnemenda, en annar hópurinn þar hefði nú starfað og nýtt sér vel handbók þá eða leiðarvísi sem sérstaklega hefur verið getið um hér áður í blaðinu og hefði reynzt nem- endum hollurhappafengur. Hún kvað 6 hópa hafa verið á tölvunámskeiðum á árinu m.a. var eitt námskeið fyrir daufblinda. Guðrún kvað námskeiðin ágætum árangri skila, en þau þyrftu sannarlega að vera allt árið, svo mikil aðsókn sem að þeim væri. Hún greindi þessu næst frá starfs- kynningu haustsins sem hún kvað nemendur hafa nýtt sér vel og myndi vonandi nýtast þeim til fram- tíðar í farsælu starfi. Guðrún rninnti á myndarlegtframtak nemenda í blaða- útgáfu, þar sem væri Fréttaþjálfinn, hið myndarlega blað nemenda sem nýkomið var út og bar aðstandendum sínum hið ágætasta vitni. Vissulega er hér um ánægjulegan lið í náminu að ræða, þar sem er útgáfa blaðs þar sem svo margir koma að verki vel og virkja sköpunargáfuna. Guðrún gat síðan um sálfræði- þjónustu Eiríks Líndal sem bæði er fólgin í þjónustu við hópa sem og einstaklingsviðtölum. Kvað mörgum hafa reynzt þjónusta þessi dýrmæt mjög. Guðrún kvaðst með bjartsýni líta fram á veg, þar sem nú væri húsbygging hafin af fullum krafti fyrir starfsemina og þar með hefði lang- þráður draumur rætzt að Starfsþjálfun fatlaðra fengi eigið rúmgott húsnæði sem sniðið væri að þörfum starfsins. Ef allt gengi eftir sem áætlað væri nú gæti starfsemin hugsanlega flutt í nýtt glæsilegt húsnæði síðla næsta árs. Þá yrði unnt að mæta hinni mjög svo ört vaxandi aðsókn að skólanum betur. Auðvitað væri tilhlökkunin kvíða- blandin um leið, hversu til tækist að fylgja góðum hugmyndum eftir. Aðal- atriðið væri það að breyta og bæta sem flest með bakhjarl reynslunnar í farteskinu. Hún lýsti eftir nafni á hið nýja hús. Guðrún ræddi því næst vítt og breitt bæði atvinnu- og skóla- mál. Margt væri þar enn óleyst, ekki síður í atvinnumálum á tímum alvar- legs atvinnuleysis í samfélaginu. Hún kvað rnikið og fjölþætt nefndarstarf á vegum félagsmálaráðuneytis að stefnumótum í atvinnumálum fatlaðra vonandi mega skila sem mestu inn í framtíðina. Hún minnti einnig á þá möguleika sem felast ættu í þessum efnum með nýrri reglugerð um öryrkjavinnu. Um það sem fleira gilti orðtakið: Góðir hlutir gerast hægt. Guðrún minnti á nálægð jólanna, hátíð ljóss og friðar en umfram allt kærleika. Hún flutti svo þakkir til útskriftarnema og hvatningu um leið, ítrekaði það að einkunnir segðu aldrei allt, en kvaðst vænta þess að vistin í Starfsþjálfun fatiaðra yrði veganesti gott út í lífið. Afhenti nemendum síðan prófskírteini sín. Þá flutti form. stjórnar Starfsþjálf- unar fatlaðra, Margrét Margeirsdóttir, ávarp. Hún sagði útskriftarhátíðir ætíð mikilli birtu umvafðar. Misserin í Starfsþjálfun hefðu mörgum dýrmæt verið og dygðu vel á vegferð lífsins. Menntun væri nokkuð sem ekki yrði frá okkur tekið, ekki einu sinni kæmust skattayfirvöld þar með klær sínar. Starfsemin hefði tryggt sér góðan sess og árangurinn væri í mörgu afbragðsgóður. Nýtt hús með fullkominni aðstöðu myndi gera gott betra og bjart væri því framundan. Flutti nemendum, kennurum og starfsfólki Öryrkjabandalagsins hlýjar jólaóskir og afhenti nemendum síðan bækur frá Máli og menningu og blóm með. Fulltrúi fyrstu annar Agúst Elvar Arnly afhenti svo fyrir hönd félaga sinna fallega rós til útskrift- 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.