Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 42
Sigurður Gunnarsson, fv.skólastjóri: Viðhorf mitt til ellinnar Formálsorð ritstjóra: Það hefur stundum verið sagt við mig að of lítið sé hugsað um efni fyrir þann stóra hóp aldraðra öryrkja sem blað þetta fær í hendur. Einn mætur lesandi, sá merki skólamaður Sigurður Gunnarsson, hefur nú bætt hér um í bili með bráðgóðri grein og einkar hugnæmum ljóðlínum. Hafi hann heila þökk og hlýja fyrir sending- una, því öllum er til ellinnar hollt að hugsa. Af ástæðum, sem ég geri mér ekki fulla grein fyrir, varð mér nýlega hugsað til ellinnar langa stund á rökrænni hátt en áður. Sáégþásittaf hverju í skírara ljósi en fyrr. Segja má, að ekki sé óeðlilegt að mér verði stundum hugsað til þessa aldurskeiðs, þar sem ég er nú kominn nokkuð á níræðisaldurinn. Eg ætla ekki að eyða hér löngu máli í að rökræða um ellina, þó að það sé mikið og verðugt viðfangsefni. En það sem mér er mjög annt um að hér komi fram, og sem flestir aldraðir hugsi vel um, er sú niðurstaða af hug- leiðingum mínum um ellina, sú grundvallarhugsun og staðreynd, að ef aldraðir hafa sæmilega góða heilsu andlega og líkamlega, eins og raunar langflestir hafa nú við okkar ágætu aðstæður, er ellin einkar ánægjulegur og gefandi tími. Við þurfum því sannarlega ekki að kvíða fyrir henni, eins og sumir virðast þó stundum gera. Við getum flest dundað við ein- hver ánægjuleg störf, bæði ýmiss konar handiðju og margvísleg félags- störf, ýmist heima eða með vinum og kunningjum utan heimilis. Og það veitir öllum rnikla ánægju samkvæmt spekimálinu okkar foma, “Maður er manns gaman”. Og ýmsir geta stundað ritstörf sín áfram sér og öðrum til ánægju. Þar skiptir mestu máli að leggja aldrei árar í bát, - vera alltaf vakandi á meðan við erum á veginum, hafa daglega samband við vini og kunningja og gleyma aldrei að stunda daglega létta heilsurækt, svo sem Sigurður Gunnarsson göngur og sund, til þess að halda góðri heilsu sem allra lengst. Svo vil ég einnig minna á, að allir aldraðir eiga dýrmætan fjársjóð, sem á að vera okkur öllum ómetanlegur gleðigjafi á meðan við höldum and- legri heilsu okkar. Það eru minningarnar, - minning- arnar góðu um farsælt starf og kynni við fjölda af úrvals fólki, og minn- ingarnar um þá undursamlega fögru og tjölbreytilegu Jörð sem við búum á, með sínu dásamlega og ótrúlega fjölþætta lífríki, og við höfum flest kynnst vel á langri leið, bæði heima og erlendis. Við þær minningar getum við líka löngum unað okkur til sífelldrar gleði og uppörvunar. Það eru þessar dýrmætu, sígildu hugsanir sem ég vildi að við, hin öldruðu, gerðum okkur öll fulla grein fyrir og hefðum sem oftast í huga. Á það hef ég reynt að benda með þessum fáu orðum. Eg hef einnig reynt að túlka þetta viðhorf mitt til ellinnar í nokkrum ferhendum, sem mér þykir ofurlítið vænt um. Þær verða hér lokaorð mín: Þó að mér sæki elli og kröm aldrei skal ég kvarta. Ávallt gleðin er mér töm, eykur framtíð bjarta. Skyggnist ég um langa leið lífi þrátt ég fagna. Minning brosir hlý og heið í heimi starfa og sagna. Undra fagrar áttu, Jörð, unaðsmyndir kærar. Leika sér um laut og börð lindir silfurtærar. Fagra veröld, þökk sé þér, - þér ég aldrei gleymi. Alla dýrð sem augað sér innst í hjarta geymi. Þó hárin gráni á höfði mér og hinsti nálgist dagur, minninganna eldur er ávallt skær og fagur. Sigurður Gunnarsson HLERAÐ IHORNUM Maður einn var að hringja í síma þar sem símsvari var á og hann þylur eftir og svarar að hluta og segir svo : “Nú kemur pípið”. Þá segir sá er við hlið hans stóð, að nú skyldi hann lesa inn skilaboðin. Þá glymur í karli: “Þarf maður ekki að tala hátt við þetta helvíti”. * Það var í skíðaskálanum. Þar kom maður að sem annar var að bursta tennur sínar og spurði sá höstugur hvers vegna hann væri að bursta tennurnar með sínum tannbursta. “Æ, ég hélt að þetta væri skíðafélagstannburstinn”, svaraði sá með tannburstann. * Það var um aldamótin síðustu og heimasætan á bænum var að búa sig í vistina til hjónanna á stórbýlinu í sveitinni. Móðir hennar lagði henni heilræði og tók henni sérstakan vara á því að hún léti nú ekki stórbóndann barna sig. Þá gall við í föðurnum: „Ja, hann væri vís til þess og þau hjón bæði“. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.