Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 45
Ljóð þriggja heyrnarlausra stúlkna Sumarljóð Sumarið er mitt yndi börnin leika sér í sólskini alla daga fullorðnir sitja inni kófsveittir á skrifstofunni meðan þeir vélrita - en sumarið er mitt yndi. Hjördís Anna Haraldsdóttir Reykjavík. Fjögur Ijóð 1 Sólin sest mót sjó og himinninn er bleikur, gulur, blár. Piltur og stúlka kynnast, bindast - koss og sólin breytist í hjarta 2 Áður var jörðin svört og hvít Strákur og stelpa stöðugt leika og hoppa. Einn dag í miðjum leik nýir litir gulur, Ijósblár, Ijósgrænn og rauður. Tala saman tvö og segja: mála sól gula himin Ijósbláan grasið Ijósgrænt - og hjarta rautt. 3 Fögur tré og fuglar syngja sólin skín og krakkar syngja - syngja: “Fallegur himinn og sólin skín börnin á ströndinni leika sér heit - og fuglarnir syngja”. 4 Komið er haust og orðið kalt, laufin af trjánum detta, blómin drúpa höfði, - deyja. Þegar snjóar krakkar kætast - úti í leik. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Kópavogi. Ljóð Nú er komið haust. Laufin breyta um lit alveg eins og fólkið sem skiptir um föt. Trén kasta frá sér laufunum og þekja jörðina. Seinna kemur hvítur snjórinn sem ber birtuna með sér - inní svart skammdegið. Undir mjöllinni bíður gróðurinn þess í eftirvæntingu að vorið og sumarið komi. Þannig líða árstíðirnar áfram og bera með sér nýja daga - daga fyrir heyrnarlaust fólk. Camilla Mirja Björnsdóttir Reykjavík. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.