Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 4
Ragnar R. Magnússon. Dagur hvíta stafsins Dagur hvíta stafsins var 15. okt. sl. og þá sem dagana á undan var athygli landsmanna vakin á vanda og hugðarefnum blindra og sjónskertra. Eftir hádegi þann 15. safnaðist fólk saman á Hlemmi og varð af allmyndarleg ganga niður Laugaveginn og áfram yfir á Ingólfstorg. Það var félagsmálaráðherra Páll Pétursson sem gekk “blindur” með hvítan staf og fylgdarkonu góða í fararbroddi þessa leið og er á Ingólfstorg var komið og hann orðinn “sjáandi” á ný lýsti hann reynslu sinni af gönguferðinni og kvaðst um leið vilja leggja sitt af mörkum til að auðvelda blindum og sjónskertum sem allra mest lífsgöngu sína. Á Ingólfstorgi var það Helgi Hjörvar sem stjórnaði stuttri athöfn þar sem formaður Blindrafélagsins Ragnar Magnússon flutti ræðu ásamt með félags- málaráðherra. Hann minnti þar á helztu baráttumál blindra og bað um stuðning stjórnvalda sem og alls almennings til þess að þau mættu sem flest og fyrst ná fram að ganga. Sjónstöð Islands hefur nýlega látið gera þjónustukönnun mjög víðtæka sem getið verður um annars staðar í blaðinu og þar komu fram margar merkilegar upplýsingar og marktækar um leið varðandi hagi þeirra er til Sjónstöðvar Islands leita. I máli Ragnars og Helga kom fram þakklæti til félagsmálaráðherra fyrir að hafa lagt blindum lið m.a. með skipan nefndar sem á að vinna að stefnumótun í þágu blindra og sjónskertra, en sú nefnd er undir forystu Margrétar Margeirsdóttur og aðrir í nefndinni nafnar tveir, Helgi Hjörvar og Helgi Seljan. Eftir stutta en ágæta athöfn á Ingólfstorgi þar sem félagsmálaráðherra var að lokum leystur út með blómum gengu gestir inn í Hitt húsið þar sem margt blindum tengt var kynnt s.s. Blindrabókasafn íslands, Sjónstöð íslands og Hljóðbókagerð Blindra- félagsins svo og lásu menn þar Morgunblaðið í tölvu með tilheyrandi tölvuraust. Síðan hélt fólk á Kaffi Reykjavík en þar skemmti gestum hin allt leikandi Islandika og var gerður góður rómur að. Blindrafélaginu er allra heilla árnað í umfangsmiklum störfum þess. H.S. HVATNING TIL STARFA Yið skulum hafa það í huga að hömlur fólks eru oft ekki meiri heldur en aðstæður í þjóðfélaginu segja til um. Þess vegna er nauðsyn- legt að fjarlægja hvarvetna þröskulda bæði í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu, hvar sem hætta er á að þeir tor- veldi jafnan aðgang fólks að lífsgæð- unum. s Iþessu sambandi kemur upp í huga mér kona sem lést síðastliðið vor aðeins 57 ára að aldri. Líf hennar var um margt óvenjulegt. Hún lenti í alvarlegu bílslysi þegar hún var barn, sem gerði það að verkum að hún var bundin hjólastól það sem eftir var ævinnar. Hún bjó úti á landi þegar slysið átti sér stað og á þeim tíma voru úrræði ekki mörg þegar um var að ræða þjónustu fyrir fatlað fólk. Því var hún sem bam send á elliheimilið Grund þar sem hún dvaldi í mörg ár. Við getum ímyndað okkur hvaða áhrif það hafði á barnið að búa á stofnun sem í “þokkabót” var elliheimili og missa þannig af ótalmörgu sem börn eiga rétt á að njóta. Saga þessarar konu sýnir okkur að margt hefur breyst á ekki lengri tíma. Þrátt fyrir það blasa hvarvetna við dæmi um hversu langt er enn í land að jafnrétti sé náð. Saga hennar er ekki síður hvatning til okkar sem vinnum í málaflokknum að halda starfinu ótrauð áfram í ljósi þess að með samtakamætti er skref fyrir skref hægt að ná árangri. Við skulum keppa að því að merking orðanna, EITT SAMFÉLAG FYRIR ALLA verði veruleiki á Islandi. Við höfum alla möguleika til þess að svo megi verða. Reykjavík 5.11.1995 Helgi Hróðmarsson starfsmaður Samvinnunefndar Öryrkjabandalags og Þroskahjálpar. Hlerað í hornum Nýi presturinn kom í skólann til þess að kynna sér kristinfræðikennsluna og var viðstaddur í tíma. Þar sneri hann sér að einum nemandanum og sagði: „Hver braut veggi Jeríkóborgar, væni minn?“ „Ekki ég, prestur minn“, sagði pilturinn. Þá snéri presturinn sér að kennaranum og sagði: „Á ég að taka þetta sem sýnishorn af kennslu þinni og aga?“ Kennarinn varð dálítið vand- ræðalegur og svaraði: „Ég veit það ekki. En ég veit, að Tommi er áreið- anlegur drengur, og ég veit að hann myndi kannast við það, ef hann hefði gert það“. Presturinn varð nú aldeilis hneykslaður, snéri sér til skólanefnd- arinnar, þar sem hann bar fram kvört- un. Skólanefndin hélt fund um málið og sendi prestinum síðan eftirfarandi bréf: „Skólanefndin telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar í þessu máli. Hún mun ganga í ábyrgð fyrir greiðslu á tjóni því, sem unnið var á ákveðnum vegg, þótt hún telji það engan veginn sannað, að nemendur umrædds skóla hafi verið þar að verki“. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.