Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 43
AF STJÓRNARVETTVANGI Fundur í stjórn Öryrkja- bandalags íslands var haldinn í Oddshúsi þriðju- daginn 3.okt. og hófst kl. 16.45. Formaður setti fund og bauð sér- staklega velkominn fulltrúa Geð- hjálpar, Ágúst Óla Óskarsson. Fyrsta dagskrármálið var umsókn Foreldrafélags misþroska barna um aðild að Öryrkjabandalaginu. Formaður reifaði það mál, sem hún kvað hafa verið rætt ítarlega í fram- kvæmdastjórn bandalagsins sem mælti með því að aðild yrði samþykkt. Hafdís Hannesdóttir greindi nokk- uð frá félaginu sem stofnað var 1988 og væri með um 300 félagsmenn. Hún sagði einnig nokkuð frá þeirri fötlun sem misþroski gæti leitt af sér. Haukur Þórðarson greindi frá erfið- leikum í meðferð þessara barna m.a. skorti á úrræðum og langri bið eftir þeim. Eftir nokkrar frekari umræður var umsóknin samþykkt samhljóða og mun aðalfundur svo afgreiða aðildar- umsóknina endanlega. Annað dagskrármálið varðaði ráð- stefnuna 13. okt. sem fjalla á um meg- inreglur Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra í hverju einu. Frá henni verður sérstaklega greint, en í tilefni þessarar ágætu umfjöllunar hefur verið gefinn út bæklingur sem kemur inn á nokkur helztu áherzlu- atriði þessara reglna. Þriðja dagskrármálið varðaði aðal- fund bandalagsins 14. okt. Formaður fór yfir hina föstu dagskrárliði og kvað nú eiga lögum samkvæmt að kjósa formann og gjaldkera. Einróma stuðningur var við endur- kjör þeirra Ólafar og Hafliða í embætti þessi. Á síðasta aðalfundi var Hafdís Hannesdóttir kjörin meðstjómandi til tveggja ára, en MS félagið hefur nú valið annan stjórnarmann af sinni hálfu, svo umboð Hafdísar í stjórn er afturkallað af hennar félagi. Því verð- ur nú að kjósa annan meðstjórnanda í hennar stað. Stjórnarmenn hörmuðu þennan framgang mála og þökkuðu Hafdísi sérlega vel unnin störf í þágu bandalagsins. Sú skoðun kom raunar fram mjög eindregið að ákvörðun aðalfundar um framkvæmdastjómar- menn ætti að gilda ofar ákvörðunum einstakra félaga. Hafdís kvaðst ekki vilja sitja áfram umboðslaus frá sínu félagi. Tillaga kom fram um Ólaf H. Sig- urjónsson í Hafdísar stað og mun hún kynnt á aðalfundi. á var komið að ályktanaefni aðal- fundar og hafði Helgi Seljan framsögu þar um. Hann kynnti nokkuð helztu liði fjárlagafrumvarps sem að fötluðum snéri s.s. skerðingu framlaga til lífeyrisþega með ýmsum hætti, varhugaverð og hættuleg atriði til útgjaldaaukningar í sjúkratrygg- ingum og mikinn niðurskurð á fé Framkvæmdasjóðs fatlaðra, svo dæmi væru tekin. Hann kvað ályktanaefni ráðast mjög af efni fjárlagafrumvarps, en þar væri því miður af ærnu að taka af atriðum sem yrði að mótmæla, bæði í tryggingamálum og málefnum fatl- aðra. Hann nefndi sem ályktana- dæmi skerðingu á tryggingabótum með ýmsum hætti næsta ár, aðgangs- eyri að sjúkrastofnunum, meðferð Framkvæmdasjóðs fatlaðra o.fl. Einnig þyrfti að mótmæla fram- kvæmd sjúklingatryggingar, niður- fellingu bifreiðakaupalána og mæla með aðild að tryggingaráði. Nánar koma ályktanaefni og ályktanir fram í umfjöllun aðalfundar. Næst greindi formaður frá hinu umfangsmikla verki að stefnuskrá fyrir bandalagið sem væri vel á veg komið og mundi fara fram á aðalfundi kynning þeirra áherzluatriða sem efst eru á blaði. Starfi yrði svo haldið áfram á fullu og reynt að hafa stefnuskrána til full- búna árla næsta árs. Fulltrúar lýstu yfir ánægju með ágætt starf. Önnurmál: Jóna Sveinsdóttirtil- kynnti að hún hyrfi nú úr stjórn að eig- in ósk og þakkaði fyrir þessi góðu ár, sem hefðu veitt henni svo mikið í mörgu. Stjórnarformaður þakkaði Jónu afar fórnfúst og árangursríkt starf fyrir bandalagið og aðrir stjórnarmenn tóku undir orðin: Við sjáum öll eftir þér. Ásgerður Ingimarsdóttir vakti máls á meðferð táknmálsfrétta í sjón- varpi, hvað varðar útsendingartíma og hve langt væri frá táknmálsfréttum yfir í aðalfréttir sem hlyti að gera heyrnarlausum mun erfiðara fyrir um samhengi allt, auk þess sem margir hafa ekki lokið vinnu sinni, er tákn- málsfréttir eru sýndar. Samþykkt að reyna enn að ýta hér á um sanngjama breytingu. í lokin var svo rætt um nefndarstarf á vegum bandalagsins, sem þyrfti að koma í fastari farveg, fastanefndir í þýðingarmestu málaflokkum og eins tímabundið starf í nefndum að af- mörkuðum verkefnum. Fundi slitið um kl. 18,30. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.