Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 34
Styrktarfélag Perthes-sjúkra Stofnfundur Styrktarfélags Perthes - sjúkra var haldinn mánudaginn 25. sept. í Sjálfsbjargarhúsinu og hófst kl. 20. Fundarstjóri var Tryggvi Friðjónsson framkv.stj. Vinnu- og dvalarh. Sjálfsbjargar og fundarritari Arnþrúður Soffía Ólafsdóttir, sem var ein fundarboðenda. F.h. fundarboð- enda flutti í upphafi ávarp Fleiðrún Davíðsdóttir. Hún er móðir Perthes - sjúkrar stúlku. Heiðrún bauð fólk vel- komið til fundar, vitnaði í mannrétt- indaákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna og bar fram þá ósk að félagsstofnunin yrði til þess að rétta frekar hag Perthes - sjúkra barna en verið hefði. Þessu næst kynnti fundarstjóri frumvarp til laga fyrir félagið og eftir kynningu þess var samhljóða samþykkt að ganga til stofnunar formlegs félagsskapar á grundvelli þessara laga. Lögin voru því næst samþykkt samhljóða, en tilgangsgreinin er svohljóðandi: Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna Perthes - sjúkra og aðstandenda þeirra. Tilgangi sínum hyggst félagið ná meðal annars með eftirfarandi hætti: 1. Að skapa foreldrum sameigin- legan félagslegan vettvang og efla samstarf þeirra í milli meðal annars á þann hátt að foreldrar miðli reynslu sinni til annarra. Einnig að ná til þeirra fullorð- inna er fengið hafa Perthes - sjúkdóminn. 2. Að foreldrar Perthes - sjúkra barna fái í upphafi greinargóða vitneskju og fræðslu um sjúk- dóminn og á hvern hátt við honum skuli brugðist. 3. Að auka og bæta samvinnu for- eldra og sérfræðinga. Stuðla að rannsóknum á Perthes - sjúk- dómnum. 4. Að vinna að réttindamálum Perthes - sjúkra og aðstandenda þeirra. 5. Að vinna að almennri upplýs- ingaöflun um sjúkdóminn, eðli hans, orsakir og afleiðingar. Koma þessum upplýsingum á framfæri, m.a. með miðlun fræðslu til heilbrigðisstétta, í skólum og til almennings. Samkvæmt lögunum skyldi kosin 5 manna stjórn og 5 til vara. Fyrstu stjórn félagsins skipa: For- maður: Halldóra Björk Óskarsdóttir, Reykjavík. Aðrir í stjórn: Jórunn Guðmundsdóttir Akranesi, Arnþrúður Soffía Ólafsdóttir, Reykjavík, Helga Ragnarsdóttir og Heiðrún Davíðs- dóttir, báðar í Mosfellsbæ. I varastjóm eru: Elsa Sigurðardóttir, Sigrún Waage, Tryggvi Leósson og Tryggvi Friðjónsson, öll úr Reykjavík og Runólfur Alfreðsson, Vestmannaeyj- um. Einnig voru kjörnir tveir félags- legir endurskoðendur og einn til vara og árgjald svo ákveðið. Eftir kaffidrykkju nokkra var fund- ur settur að nýju. Ávarp og árnaðar- óskir flutti heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir. Hún þakkaði fyrir að fá að vera nteð við fæðingu félags þessa. Hún kvað þennan sjúk- dóm ekki hafa mikið í umræðu verið, en fyrst mundi hann hafa verið greind- ur um 1910 eftir að farið var að nota röntgengeisla. Hún benti á að mörg slík hagsmunafélög sjúklinga væru starfandi og hefðu almennt reynzt mjög vel, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur. Hlutverk þessa félags væri að vekja heilbrigðisyfirvöld og starfsfólk heilbrigðisþjónustu til um- hugsunar og aðgerða. Vænti hins bezta af samstarfi við félagið. á flutti Höskuldur Baldursson bæklunarlæknir hið athyglis- verðasta erindi um Perthes - sjúkdóm- inn á ljósu og góðu rnáli og vel skilj- anlegu, þó ritstjóri sjái sér ekki fært, nema að litlu leyti, að endursegja þann yfirgripsmikla fróðleik. Höskuldur kvað orsök sjúkdómsins vera þá að blóðrás stöðvaðist tímabundið yfir í lærleggshausinn, sem yrði svo til þess að beinkjarni lærleggshaussins dæi. Við það að beingerast á ný aflagast þetta allt, lærleggshausinn flezt út og fellur ekki sem skyldi eða ekki inn í mjaðmarskálina. Algengast er að börn á aldrinum 3ja til 12 ára fái Perthes - sjúkdóminn og hann er fjórum til fimm sinnum algengari hjá drengjum en stúlkum. Sjúkdómurinn leggst stundum á báðar mjaðmir, en venju- legast aðeins á aðra. Við aflögun lær- leggshauss skerðist hreyfifærni og heltin kemur þá til sögunnar, en hún er hið algengasta ytra einkenni sjúk- dómsins. Höskuldur upplýsti að um 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.