Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 12
sjóðnum að veita fé til breytinga á almennum vinnustöðum vegna fatl- aðra starfsmanna. Nokkur dærni eru um að fyrirtæki hafi notað þessa heimild og fengið styrki til breytinga á húsnæði og vinnuaðstöðu fyrir fatlaða starfsmenn. b. Stuðning við beitingu nýrrar tækni, þróun og framleiðslu hjálpar- tækja, áhalda og búnaðar, svo og ráðstafanir til að auðvelda fötluðum aðgengi að slíkum tækjum og búnaði í því skyni að gera þeim kleift að fá vinnu og halda henni. * Við eigum að mínu viti mjög langt í land með að gera þessum þætti skil. Við höfum ekki sömu möguleika á þessu sviði og margar aðrar þjóðir sem við miðum okkur gjarnan við. Svíar hafa t.d. verið mjög duglegir að þróa nýja tækni og framleiða hjálp- artæki, svo sem “róbóta” sem bjóða upp á mikla möguleika fyrir mikið fatlaða einstaklinga við vinnu sína. c. Að sjá fyrir viðeigandi þjálfun, atvinnumiðlun og áframhaldandi stuðningi, svo sem persónulegri þjónustu og túlkunarþjónustu. f_í lögum um vinnumiðlun frá 1985 segir að fatlaðir geti leitað til Vinnumiðlunar og óskað aðstoðar hennar við leit að vinnu við hæfi. Við atvinnuleit skal vinnumiðlun hafa samvinnu við samtök og stofnanir, sem einkum fjalla um málefni hlut- aðeigandi hópa í sambandi við starfsgetu og þörf á endurhæfingu eða starfsþjálfun. 1 reglugerð um vinnu- miðlun frá 1986 segir að hlutverk vinnumiðlunar sé að leiðbeina um starfsval og veita upplýsingar um vinnumarkaðinn og veita sérstaka aðstoð við atvinnuleit fatlaðra. Vinnumiðlun aðstoðar fatlaða við atvinnuleit í samráði við svæð- isstjómir um málefni fatlaðra, svo og stofnanir ríkisins, sem annast endur- hæfingu fatlaðra. Lög um Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra frá 1990 hafa það markmið að stuðla að jafnrétti heyrn- arlausra til þjónustu sem víðast í þjóð- félaginu á grundvelli táknmáls heyrn- arlausra. Svæðisskrifstofur veita ýmsa persónulega þjónustu með “sérstakri liðveislu” sem svo er nefnd. Liður 4: Aðildarríkin skyldu hafa frumkvæði að og styðja kynningar- átak meðal almennings í því skyni að kveða niður neikvæða afstöðu gagn- vart fötluðum og fordóma í þeirra garð á vinnumarkaðinum. * A Islandi eru fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem hafa metnað og skilning í þá veru að ráða fatlað fólk til starfa þar sem það hentar. Þessi fyrirtæki hafa á að skipa yfirmönnum og óbreyttum starfsmönnum sem hafa skilning á þörfum fatlaðra til atvinnu og einnig reynslu af því hvað fatlaðir geta reynst góðir starfsmenn. Aðrir hafa fordóma gagnvart þessu fólki, en eins og við vitum eru þeir oftast vegna vanþekkingar á högum fatlaðra og getu þeirra til ýmissa starfa. Þörf er á meiri kynningu meðal almennings, og þá sérstaklega í þéttbýlinu, en víðast hvar á minni stöðum á landsbyggðinni er þátttaka fatlaðra í atvinnulífinu oft sjálfsagðari og eðlilegri hluti af dag- legu lífi fólks. Liður 5: Sem atvinnurekendur skyldu aðildarríkin stuðla að hagstæð- um aðstæðum svo að unnt sé að ráða fatlaða til starfa í opinbera geiranum. * I lögunum um málefni fatlaðra (32. gr.) segir að fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveit- arfélagi ef hæfni þeirra til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sækja. Engin slík ákvæði er að finna vegna fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Liður 6: Aðildarríkin, samtök launafólks og atvinnurekendur skyldu vinna saman til að tryggja sanngjarna stefnu hvað snertir mannaráðningar og stöðuhækkanir, vinnuskilyrði, launataxta, ráðstafanir til að bæta aðstæður við vinnu í því skyni að koma í veg fyrir slys og heilsutjón, svo og aðgerðir í því skyni að end- urhæfa starfsmenn sem hafa orðið fyrir slysum eða öðru heilsutjóni við vinnu. * Að mínu viti hafa þeir aðilar sem hér eru nefndir ekki haft uppi neina sérstaka stefnu sem varðar alrnenn skilyrði og aðstæður fatlaðra á vinnu- markaði. Eftir því sem ég kemst næst þá eru fatlaðir einstaklingar í vinnu hjá fyrirtækjum á almennum vinnu- markaði og flestum ríkisfyrirtækjum á sömu skilyrðum og aðrir starfs- menn. Það eru til rnjög mörg fyrirtæki hér á landi sem leggja metnað sinn í að hafa fatlaða einstaklinga í vinnu og búa vel að þeim. Liður 7: Markmiðið skyldi ávallt vera að fatlaðir fái vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. Ef ekki reyn- ist unnt að fullnægja þörfum tiltekins hóps fatlaðra á hinum almenna vinnumarkaði kemur til greina að setja upp litlar einingar verndaðra vinnustaða eða vinnustaða sem njóta tiltekins stuðnings. Miklu rnáli skiptir að gæði slíkra áætlana séu metin eftir því hvort þær eru fullnægjandi og stuðli að tengslum við atvinnulífið svo að þær veiti fötluðum möguleika á að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. * I lögum, reglugerðum og mark- miðum okkar almennt, sem fjalla sér- staklega um menntun, starfsþjálfun, vinnumiðlun og atvinnu fatlaðra, er 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.