Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 35
60 % þeirra sem fengju Perthes - sjúkdóminn þyrftu aldrei “aktíva” meðferð og þar í hópi væru aðallega þau böm sem fengju blóðrásarstöðvun yngst. Hann ræddi svo meðferðar- úrræði sem aðallega væru tvenns kon- ar: annars vegar væru notaðar spelkur til að aflétta þunga á lærleggshaus- inn, hins vegar væri skurðaðgerð og árangur af hvoru tveggja svipaður. Hann lýsti svo tveim mismunandi skurðaðgerðum sem hvoru tveggja gegndu sama tilgangi, að lærleggs- haus félli betur inn í mjaðmarskálina, þ.e. önnur fólgin í að taka fleyg úr lærleggnum, hin að mjaðmagrind væri tekin sundur. Hann kvað meira farið út í skurðaðgerðir vegna and- legra afleiðinga þess fyrir börn að þurfa að notast við erfiðar spelkur um lengri eða skemmri tíma. Höskuldur árnaði félaginu allra heilla, því fyrir höndum væri ærið starf. s Avarp flutti Guðríður Olafsdóttir form. Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra og færði fram velfarn- aðaróskir til handa hinu nýja félagi. Hún kynnti nokkuð Sjálfsbjörg og starfsemina þar og bauð félaginu alla aðstoð sambandsins sem unnt væri að veita. Tryggvi Friðjónsson flutti nokkur lokaorð, þakkaði fundarboð- endum framtakið, fundarfólki góða fundarsetu og óskaði félaginu farn- aðar góðs. Fundinn sóttu yfir 50 manns og allflestir gerðust stofnfélagar. Es. Sími félagsins er 588 5220 og svarar form. félagsins Halldóra Björk þar fyrir félagið. Hún vill taka fram að nýir félagar eru velkomnir boðnir til styrktar og eflingar félagsstarfi.. H.S. Ráðningar á gátuvísum Sjá bls. 33 1. Far 2. Barki 3. Há 4. Búr 5. Hundur 6. Leiði 7. Súlur, - Botnssúlur 8. Bjór 9. Brandur, 10. Stafur. Af starfsvettvangi. Frá Sjónstöð íslands Myndarleg skýrsla Sjónstöðvar íslands fyrir árið 1994 í umsjón Jóns Sigurðar Karlssonar hefur borizt okkur og hlýða þykir að hún fái hér umfjöllun nokkra til fróðleiks lesendum. Örfá atriði eru það þó sem til skila komast og ritstjóri staldraði sérstaklega við í Iestri sínum. Stjórnina skipa: Bessi Gíslason lyfjafræðingur, formaður og með honum Friðbert Jónasson augnlæknir og Gísli Helgason forstöðumaður. Til vara eru: Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir augnlæknir og Halldór S. Rafnar fv. framkvæmdastj. Yfirlæknir stöðvarinnar er Guðmundur Viggósson, en einnig starfa þar rekstrarstjóri, sjóntækjafræðingur, sjónþjálfi, augnsmiður, skrifstofumaður og umferlis- og ADL- kennari. Auk þess eru 5 aðrir starfsmenn við ýmis einstök verkefni. A árinu voru teknir til meðferðar og/eða nýskráðir 211 sjúklingarog viðtöl alls 1977ogerum 12% aukning frá árinu áður. Sjötugir og eldri eru 75% at'heildinni. Algengasta greining orsaka sjónskerðingar er aldursrýrnun í miðgróf sjónu eða 58% og þessu næst er glákan með 7%. Frá því er greint að alls 11 ferðir hafi verið farnar út á land á vegum Sjónstöðvar. Meðal námskeiða má nefna námskeið fyrir daufblinda og nýblinda. Þá er allnokkur kafli um starfsemi einstakra sviða og minnt þar á augnskoðanir og sjóntæki, þjálfun í notkun sjónhjálpartækja, þjálfun í athöfnum daglegs lífs og umferli og ýmsa ráðgjöf aðra. Sömuleiðis er kafli um augnsmíði, en 64 sjúklingar komu til augnsmiðs, en þessu verkefni fyrir Sjónstöðina sinnir eini augnsmiðurinn á landinu. Afhent gerviaugu voru 66, þar af fengu 14 í fyrsta sinn. Afhentar augnskeljar voru 25, þar af 9 í fyrsta sinn. Birtar eru helztu niðurstöður úr þjónustukönnun svo og úr rannsókn á högum blindra og sjónskertra, sem áður hefur lauslega verið getið hér. í þjónustukönnun kemur fram almenn ánægja með viðmót og þjónustu Sjónstöðvar en niðurstöðurnar undirstrika nauðsyn þjálfunar í notkun hjálpartækja. í niðurstöðum rannsóknar á högum sjónskertra og blindra kemur fram að a.m.k. 7% svarenda þjást svo af alvarlegri andlegri vanlíðan að þeir þarfnast meðferðar, en almennt eru svör við spurningum um ánægju með lífskjör sambærileg við svör annarra Islendinga. Og atvinnuþátttakan er miklu rninni eða 48% á móti 80% almennt. Nánar verður síðar fjallað um niðurstöður þessara kannana af þeirn sem gerzt til þekkja. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.