Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 44
Kristín Jónsdóttir daufblindraráðgjafi: Nokkrir punktar frá námsdvöl Hér fer á eftir stutt frásögn af námsdvöl minni hjá Helen Keller National Center á fyrra helmingi þessa árs. Fyrsta vikan var notuð til að kynn- ast staðnum og hitta starfsfólk og nemendur. Önnur vikan var námskeið í stjóm- un með tilliti til stofnana fyrir dauf- blinda einstaklinga, þar sem sérstak- lega var lögð áhersla á sambýli. Seinna á tímabilinu var vikunám- skeið í endurhæfingu og þjálfun dauf- blindra. Starfið á HKNC: Fyrsta deildin þar sem ég tók þátt í starfinu var deildin sem þjálfar nemendur til að lifa sjálfstæðu lífi. Þar er áherslan lögð á að nemendur læri sjálfstæð vinnubrögð við húshald, matartilbúning, hreinlæti innanhúss, þvotta, persónulega hirðu, fjármál og annað það sem tilheyrir því að lifa sjálfstæðu lífi. Eftir þetta tók ég þátt í starfi allra deilda, en í mismunandi langan tíma. Til þess að einstaklingur geti kom- ið í endurhæfingu á HKNC, þarf að finna þann sem ætlar að greiða fyrir dvölina. í flestum tilfellum er það heimaríki viðkomandi eða ættingjar. Ef það gengur ekki og einstaklingur- inn er talinn hafa þörf fyrir endurhæf- inguna er leitað til mismunandi sjóða. Eftir því sem mér skilst gengur það oftast nær. Fyrsta koma nemendanna til HKNC er með foreldrum, maka, ætt- ingja eða starfsfólki ef viðkomandi kemur af stofnun. Þá er haldinn fundur þar sem koma fulltrúar frá öllum deildum og sér- stakur aðili sem ber ábyrgð á endur- hæfingu viðkomandi einstaklings á HKNC. A þessum fundi koma fram hugmyndir að því sem einstaklingur- inn vill stefna að. Næsta skrefið er 8 vikna tímabil þar sem metið er hvernig staðan er í mismunandi greinum. Að loknu þessu tímabili er annar fundur þar sem farið er yfir stöðuna og reynt að meta hvort fyrri hugmyndir að markmiði Kristín Jónsdóttir. séu raunhæfar. I markmiðunum er farið yfir hversu sjálfstæður einstakl- ingurinn verður fær um að vera t.d. í sambandi við búsetu, vinnu og fleira. í framhaldi af því er gert þjálfunarplan í samræmi við þau markmið sem nemandinn vill stefna að. Búin eru til sérstök kort þar sem skipt er upp í tvo dálka þar sem annar dálkurinn eru atriði sem nem- andinn á erfitt með og hinn dálkurinn það sem hann á auðvelt með. Með þessu móti er hægt að sjá sterku og veiku hliðarnar. Einnig er hægt að búa til sam- skiptakort til að gera sér grein fyrir félagslegri stöðu nemandans. I allri þessari vinnu er viðkomandi einstakl- ingur ævinlega viðstaddur og tekur þátt í umræðunni. Þegar nemendur eru að fara er einnig fundur þar sem allir kennarar eru viðstaddir. Farið er yfir stöðuna, þar sem kennarar segja frá hvaða hlutir séu í lagi og hvað þurfi að þjálfa meira. Er þá reynt að fá þjálfun ná- lægt þeim stöðum þar sem viðkom- andi einstaklingur mun búa og vinna. Á HKNC eru daufblindir sem vinna við stjórnun og þjálfun. Þeir nemendur sem hafa áhuga á að vinna með daufblindum fá tækifæri til að reyna það hér og fá síðan áframhald- andi þjálfun til þess. Town Hall fundir: Einu sinni í mánuði eru fundir sem nemendurnir stjórna og allt starfsfólk er viðstatt. Er þetta vettvangur nem- endanna til að koma fram með kvart- anir eða tillögur um það sem betur mætti fara. T.d. var á einum fundinum kvartað um að trén í garðinum væru ekki nógu vel snyrt og færu þess vegna í andlit á fólki. Einnig var kvartað um fyrirkomu- lagið á morgunmatnum. Það sem kvartað er um er rætt milli 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.