Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 19
stofu tvisvar í viku að Sjafnargötu 14. Hefur Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra lánað það húsnæði endurgjalds- laust. Fullgildir félagar eru 143, en það er aðeins lítill hluti af því fatlaða fólki, sem búsett er í Reykjavík. Vön- andi er, að félaginu bætist margir nýir meðlimir á næstunni. Form. félagsins er Aðalbjöm Gunnlaugsson.” egar ég tók við gjaldkerastörfum hjá Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Reykjavík haustið 1959 datt mér ekki í hug að nú væri að hefjast þrjátíu ára stjórnunartímabil í ýmsum félögum fatlaðra. Hef ég setið í stjórnum eft- irtalinna félaga: Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Reykjavík, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, íþróttafélagi fatl- aðra í Reykjavík, Öryrkjabandalagi Islands og Hússjóði Öryrkjabandalags Islands. Auk stjórnarstarfa fylgdi seta í ýmsum nefndum sem tengdust margbreytilegri starfsemi félaganna. í lífi mínu var þetta ákaflega gefandi tímabil, þótt mikill tími færi í öll þessi félagsmálastörf. Að kynnast öllu því fólki sem vann að málefnum fatlaðra af hugsjón og eldmóði, oftast í sjálf- boðavinnu, gaf okkur sem í þessu stóðum ævinlega ákveðna lífsfyll- ingu. Mikið var unnið og byggingar risu: Sjálfsbjargarhúsið Hátúni 12, byggingar Hússjóðs ÖBÍ Hátúni 10 og margar íbúðir víðsvegar um landið, grunnur Iagður að íþróttahúsi Iþrótta- félags fatlaðra Hátúni 14, og Æfinga- stöð Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra Háaleitisbraut 11 -13 og Sumar- dvalarheimilið í Reykjadal risu af grunni. Allar þessar framkvæmdir tókust vegna velvilja almennings og opinberra aðila og ekki síst vegna þess að í fyrirsvari var hópur frábærra kvenna og karla. Jafnframt unnu fé- lagasamtökin með opinberum aðilum að ýmsum félagslegum úrbótum, t.d. samningu frumvarps um málefni fatlaðra og margvísleg erindi voru tekin til umfjöllunar og afgreiðslu, sem höfðu geysilega þýðingu fyrir marga einstaklinga og hópa fatlaðra. ✓ Islenskar konur hafa unnið ótrúlega mikið sjálfboðastarf í félögum fatlaðra, við fjáraflanir og alls konar uppbyggingu félagsstarfs. Hefði fórnfýsi þeirra og dugnaðar ekki notið við, væri málefnum fatlaðra ekki eins vel borgið og er í dag. Karlar komu Vigfús að föndra með fríð- leikskonum í Sjálfsbjörg. að sjálfsögðu einnig að þessum mál- um, en án kvennanna hefðu skrefin ekki orðið eins drjúg. Mjög var ánægjulegt að vera í innsta hring og fylgjast með þessu öllu frá degi til dags, sérstaklega spennandi tímabil var þegar verið var að undirbúa stofn- un Lottósins, sem nú þegar hefur gjör- breytt framkvæmdagetu Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og jafnframt orðið til þess að Öryrkjabandalagið sjálft hefur einnig fengið fjárhagslegt bolmagn til þess að reka öfluga skrif- stofu, gefa út vandað málgagn, reka vinnustaði og gera ýmsa hluti fyrir aðildarfélögin og þjóðfélagið í heild, sem mun hafa mikið að segja á kom- andi árum. Ferlimál s Afyrri hluta ársins 1973 vorum við þrjú, Carl Brand, Ólöf Ríkarðsdóttir og undirritaður kjörin í nefnd til að huga að aðgengismálum. Fyrsta verk okkar var að gefa nefnd- inni nafn og eftir nokkrar vangaveltur gáfum við henni nafnið Ferlinefnd fatlaðra. Síðan þá höfum við í góðri samvinnu við marga aðra reynt að þoka þessum málaflokki áleiðis og í dag vita flestir um hvað er að ræða þegar rætt er um ferlimál, og víða er búið að gera margar mikilsverðar úr- bætur í ferlimálum og annarsstaðar eru framkvæmdir á fullu. Alltaf er hægt að bæta aðgengi og verkefnin virðast óþrjótandi. í dag vill svo skemmtilega til að við, þremenning- anir, erum ennþá starfandi í nefnd með fleirum og vinnum nú að útgáfu hand- bókar um ferlimál, sem væntanlega kemur út 1996 og á að heita “Aðgengi fyrir alla. Handbók fyrir hönnuði og húsbyggjendur”. Horft til næstu aldar! ú hillir undir nýja öld. I þjóð- félaginu er komin á stað um- ræða um að forgangsraða í heilbrigð- iskerfinu til þess að sporna við út- gjaldaþenslu og leita að sem hagfelld- ustum lausnum til að leysa aðsteðj- andi vanda. Talað er um að atvinnu- leysi sé að verða viðvarandi og að öryrkjum hafi fjölgað um ca. 10% beinlínis vegna þess. I Danmörk hika heilbrigðisyfirvöld við ef gera á hjartaaðgerð á fólki sem er 70 ára eða eldra. Efnahagskreppa undanfarinna ára hefur ýtt rækilega við ráðamönn- um hér á landi eins og víða erlendis og sumir tala um að íhuga forsendur velferðarkerfisins upp á nýtt. Hverjar verða niðurstöðurnar og hvaða leiðir verða valdar? Það skiptir máli að fylgjast vel með og taka þátt í um- ræðunni um þessi þýðingarmiklu mál sem skipta sköpum fyrir þjóðina alla. Á íslandi er byrjað að ræða opinskátt um þessi mál og væri fengur að því að sem flestar stefnumarkandi greinar um þessi mál verði birtar í þessu blaði, Fréttabréfi ÖBÍ, og að málin verði rædd skipulega á málþingum hags- munahópa. Þjóðarsátt verður að nást um þær lausnir sem valdar verða að vel athuguðu máli. Að mati Samein- uðu þjóðanna er það góður kostur að vera íslendingur, lífsgæðin saman- lögð eru meiri hér á landi en víðast hvar þekkist. Þegar lífshlaup þjóðar- innar er skoðað í gegnum aldirnar kemur í ljós, að með samvinnu og samhjálp hefur henni tekist að byggja upp gott mannlíf á eyjunni fögru, markmiðið er að halda því áfram á komandi öld. Með samstöðu og sam- vinnu mun það takast. Vigfús Gunnarsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.