Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 11
Þorsteinn Jóhannsson fram.kv.stj: Atvinnumál í ljósi skýrslu SÞ um jafna þátttöku fatlaðra 7. Regla. Atvinna að sem ég ætla að tjalla um hér í dag er hvernig Island Lippfyllir 7. grunnreglu Sameinuðu þjóðanna, sem tjallar um jafna þátttöku fatlaðra í atvinnu, þar sem segir að aðildarríkin skyldu viðurkenna þá meginreglu að gera fötluðum kleift að njóta mann- réttinda sinna einkum á sviði atvinnu- mála. Fatlaðir í borgum, bæjum og til sveita skulu njótajafnréttis til arðbærs og launaðs starfs á vinnumarkaði. Reglan, sem er í 9 liðum, segir að forsendur jafnrarþátttöku fatlaðra séu eftirfarandi: Liður 1: í lögum og reglugerðum má hvorki mismuna fötluðum né hindra aðgang þeirra að vinnumark- aði. * Lög um málefni fatlaðra frá 1992 taka til þessa liðar, en þar segir að markmið laganna sé að tryggja fötl- uðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Sá á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sem er andlega eða líkamlega fatlaður og þarfnast sér- stakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. A hverju starfssvæði skal starfrækt atvinnuleit, veita skal fötl- uðum aðstoð vegna vinnu á almenn- um vinnumarkaði og á vernduðum vinnustöðum. Vikið verður nánar að þessum atriðum síðar. Liður 2: Aðildarríkin skyldu með virkum hætti stuðla að því að fatlaðir geti aðlagast hinum almenna vinnu- markaði. Slíkum virkurn stuðningi má hrinda í framkvæmd með ýmsum ráðstöfunum, svo sem verkmenntun, hvetjandi kvótakerfum, fráteknum eða tilgreindum stöðum, lánum eða styrkjum handa litlum fyrirtækjum, samningum um einkarétt eða for- gangsrétt til framleiðslu, skattaíviln- unum, sérstökum samningum eða annarri tæknilegri eða fjárhagslegri Þorsteinn Jóhannsson. aðstoð við fyrirtæki sem ráða fatlaða í vinnu. Aðildarrríkin skyldu einnig hvetja atvinnurekendur til að gera eðlilegar ráðstafanir til að aðlaga vinnustaðinn þörfum fatlaðra. * Lögin um málefni fatlaðra (29.gr.) segja að veita skuli fötluðum aðstoð til að sinna störfum á almenn- um vinnumarkaði þegar þess gerist þörf. Skal það gert með sérstakri liðveislu á vinnustað, svo og fræðslu og leiðbeiningum til annars starfs- fólks. (30.gr.) Á hverju starfssvæði skal fötluðum standa til boða vernduð vinna á almennum vinnumarkaði. Vernduð vinna getur falist í störfum sem skipulögð eru með tilliti til fötlunar. Heimilt skal jafnframt að starfrækja verndaða vinnustaði fyrir fatlaða. Verndaðir vinnustaðir skulu annars vegar veita fötluðum launaða starfsþjálfun svo að þeir geti starfað á frjálsum vinnumarkaði. Hins vegar skulu þeir veita fötluðum launuð föst störf. Reglugerð um öryrkjavinnu frá febrúar 1995 segir að Trygginga- stofnun ríkisins sé heimilt að semja við atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði um að ráða til starfa einstaklinga sem njóta örorkulífeyris, örorkustyrks, endurhæfingarlífeyris eða slysabóta. Miðað er við að ein- staklingar hafi vinnugetu sem ekki hafi nýst á almennum vinnumarkaði og að hann hafi ekki verulegar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Sérstakur vinnusamningur skal gerður m.a. í samráði við samtök öryrkja, stofnanir er sinni atvinnumiðlun eða endurhæfingu fatlaðra. Reglugerð um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra og tæk jakaupa fatlaðra (7.gr.) segir að heimilt sé að veita fötluðu fólki, 18 ára og eldra, styrk til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fjárhagslega aðstoð í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starf- semin hafa gildi sem félagsleg endur- hæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu. Verkmenntun_fyrir fatlaða fer fram t.d. í Iðnskólanum í Reykjavík, þar sem skipulögð eru sérstök afmörk- uð verkefni í starfsnámi í sauma-, tré- smíða- og blikksmíðadeildum. Hjá Saumastofu Öryrkjabandalagsins höfum við á að skipa mjög hæfum ein- staklingum, sem lokið hafa starfsnámi í saumadeild Iðnskólans. Kvótakerfi sem skylda atvinnurek- endur til að ráða ákveðið hlutfall starfsmanna sinna úr röðum fatlaðra hafa verið notuð t.d. í Þýskalandi, Frakklandi og Japan, en ekki á Islandi. Reynslan af kvótakerfum er ekki góð og flestir sem um þau hafa rætt hér- lendis hafna slíkum leiðum. Samhliða kvótaleiðinni hafa fyrirtæki í ofan- greindum löndum notið skattaíviln- ana sem einskonar umbun fyrir kvót- ann. Öðrum atriðum undir þessum lið verða gerð skil hér á eftir. Liður 3: Á framkvæmdaáætlun aðildarríkjanna skyldu vera ákvæði um: a. Ráðstafanir til að hanna og að- laga vinnustaði og húsnæði með þeim hætti að það sé aðgengilegt fyrir fólk sem haldið er hvers konar fötlun. * Reglugerð um Framkvæmda- sjóð fatlaðra frá 1994 heimilar FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.