Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 37
láglaunahópar á sama tekjustigi og tryggingaþegar fengu þá varð hækkun bóta aðeins 4.8% sem þýddi að trygg- ingaþegar fengu ekki að fullu al- mennu launahækkunina og alls ekki hina sérstöku láglaunauppbót. 6Aðalfundur Öryrkjabandalags . íslands haldinn 14. okt. 1995 mótmælir harðlega meðferð þeirri á lögbundnum fjármunum Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra sem fram kemur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1996. Lögum samkvæmt skulu óskertar tekjur Erfðafjársjóðs, sem á næsta ári eru áætlaðar 390 millj. kr., renna beint í Framkvæmdasjóð fatl- aðra. Sú upphæð er hinsvegar lækkuð í fjárlögum niður í 237 millj. kr., en mismunurinn 153 millj. kr. rennurtil almenns rekstrar í málefnum fatlaðra. Þessi mikla skerðing framkvæmda- fjár kemur til viðbótar þeim rekstr- arútgjöldum, sem þegar hafa verið lögð með sérákvæðum á sjóðinn og sem munu á næsta ári nema eitthvað á annað hundrað milljónum kr. miðað við reynslu. Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur því til ráðstöfunar skv. fjárlagafrumvarpi nú aðeins um 1/3 lögbundins fjár til verkefna þeirra sem lög um málefni fatlaðra kveða á um. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á Alþingi að leiðrétta þessi áform svo sjóðurinn fái áfram staðið undir nafni sem Framkvæmdasjóður fatlaðra. 7Aðalfundur Öryrkjabandalags .íslands haldinn 14. okt. 1995 fagnar því að Starfsþjálfun fatlaðra og Tölvumiðstöð fatlaðra hafa fengið nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir starf- semi sína. Öllum sem þar njóta fræðslu í nútíð og framtíð er árnað allra heilla. Aðalfundurinn bendir jafnframt á nauðsyn þess að starfs- menntun og starfsráðgjöf í samfélag- inu sé efld sem allra mest svo allir vinnufærir fái verk við hæfi. Sömu- leiðis skorar fundurinn á stjórnvöld að leita allra leiða til þess að víkja burt vá atvinnuleysis sem fyrr en síðar mun bitna mjög á atvinnumöguleikum fatlaðra. 8Aðalfundur Öryrkjabandalags . íslands haldinn 14. okt. 1995 skorar á Alþingi að tryggja með laga- breytingu ótvíræðan rétt þeirra sem taka endurhæfingarlífeyri til fullra bóta almannatrygginga og bóta fé- lagslegrar aðstoðar s.s. var fyrir tví- skiptingu almannatryggingalaga. Stofnun Crohn 's og Colitis Ulcerosa Samtakanna ann 26. október var haldinn stofnfundur CCU Samtakanna en stofnun samtakanna hefur verið í undirbúningi síðan árið 1992. Sam- tökin eru hópur fólks með Crohn's og Colitis Ulcerosa sjúkdóma sem eru langvinnir bólgusjúkdómar í melting- arvegi. Crohn's stendur fyrir lang- vinnar bólgur í meltingarvegi og getur sjúkdómurinn lagst á allan meltingar- veginn og valdið þrengslum og jafn- vel stíflum. Colitis Ulcerosa er sára- ristilbólga og er alltaf staðbundin í ristli. Sjúkdómarnir geta greinst í fólki á öllum aldri jafnt börnum sem full- orðnum og er orsök ókunn. Yfirleitt greinist fólk ekki með sjúkdómana fyrr en það er orðið einkennamikið. Einkenni eru t.d. kviðverkir, niður- gangur, megrun og blóð í hægðum. Fylgikvillareru margvíslegirs.s. gigt, liðverkir, húðútbrot ofl. Meðferð beinist að því að halda einkennum í skefjum með lyfjagjöf en einnig getur þurft að grípa til skurðaðgerða. Fram að þessu hefur umræða um sjúkdóm- ana verið í lágmarki þrátt fyrir að sjúkdómarnir séu töluvert algengir. Einstaklinga sem greinast með sjúk- dómana skortir því í flestum tilfellum fræðslu. A hverju ári greinast u.þ.b. 25 - 35 sjúklingar. Um þessar mundir Siggeir Þorsteinsson. er talið að um 500 - 600 Islendingar séu með virka sjúkdóma. Stofnfundinn sóttu um 60 manns, aðallega fólk með Crohn's og Colitis Ulcerosa sjúkdóma en einnig aðstandendur þeirra. AsgeirTheódórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum flutti stutt erindi þar sem hann lagði áherslu á hversu mikilvæg stofnun slíkra samtaka væri. Einnig svaraði Asgeir fyrirspurnum þar sem kom fram m.a. að þrátt fyrir stöðugar rannsóknir sé hvorki vitað um orsök sjúkdómanna né í augsýn séu lyf sem geti alveg læknað þá. Kosin varfimm manna stjórn og drög að lögum sam- takanna voru samþykkt. I lögum sam- takanna segir m.a. að tilgangur sam- takanna verði að styðja einstaklinga með sjúkdómana og stuðla að aukinni fræðslu meðal þeirra sem og aðstand- enda og almennings. Samtökin munu einnig beita sér fyrir því að ná til sem flestra einstaklinga með sjúkdómana og að sinna börnum sem greinast með þá. Stjórn samtakanna hefur þegar tekið til starfa og hafa drög að starfsemi samtakanna fyrir árið 1996 verið lögð fram. Mesta áherslan verður lögð á fræðslu með fundum þar sem fagfólki heilbrigðisstétta verður boðið að halda erindi og svara fyrir- spurnum. Einnig er fyrirhuguð útgáfa bæklinga um sjúkdómana en slík út- gáfa er ærið kostnaðarsöm. Víða er- lendis þar sem slík samtök starfa eru til bæklingar fyrir nýgreinda einstakl- inga en fram að þessu hefur ekki verið til stafur um þessa sjúkdóma á ís- lensku. Þessu munum við breyta. Það er einnig ljóst að tjöldi einstaklinga sem greinast með sjúkdómana er tölu- verður og að fólk veit ekki hvort af öðru og getur því ekki miðlað af reynslu sinni né þegið ráðleggingar annarra. Þessu munum við einnig breyta. Kær kveðja Siggeir Þorsteinsson, formaður CCU Samtakanna. S: 588 2095 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.