Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 38
Ingimar Jóhannesson, kennari: JÓLAMINNING ólin eru að koma. Við erum öll farin að hlakka til jólanna með allri sinni tilbreytni, gjöfum og hátíðleik. Og mér flýgur í hug einn fallegasti jólasálmurinn okkar: “Sem börn af hjarta viljum vér”. Eg ætla að staðnæmast við þá setningu og bið ykkur að gera það líka. Börn og jól er nátengt hvað öðru. Og þegar jólin nálgast hverfur hugur okkar hinna eldri til bernskujólanna. Ég ætla að segja ykkur núna frá þeim jólum bernsku minnar, sem ég man allra bezt eftir. Þið munuð að sögulokum skilja hvers vegna þau jól verða mér ógleymanleg. Nú bið ég ykkur að koma rúmlega 50 ár aftur í tímann. Til jólanna 1906 og að bernskuheimili mínu, Meira- Garði í Dýrafirði. Þar ólst ég upp ásamt 7 öðrum börnum - systkinum og frændsystkinum. Sunnudaginn næsta fyrir jól var snjór yfir öllu og fannkoma svo mikil, að við börnin gátum ekki leikið okkur úti og héldum okkur inni við ogræddumauðvitaðumjólin. Nokk- urn skugga bar á tilhlökkun okkar að þessu sinni, því að einn leikfélaginn - 13 ára stúlka var mjög veik og við vissum, að hún mundi ekki geta verið með í leikjum okkar um jólin, en var samt nokkurnveginn málhress. Hún hafði þá legið rúmföst hálft annað ár samfleytt, en hafði verið sjúklingur í 4 ár og legið rúmföst alls nær 3 ár, en var lengi svo hress, að hún gat lesið og skrifað, unnið í höndum - en nú var mátturinn að mestu þrotinn. Auð- vitað reyndum við hin börnin að vera hjá henni til skiptis, en þennan um- rædda dag vorunt við mörg hjá henni um miðjan daginn og ræddum jólin, Ingimar Jóhannesson. hvað við ætluðum að gera, hvemig við mundum skemmta okkur og þar fram eftir götunum. Við gleymdum alveg að taka tillit til veiku stúlkunnar - hún hlustaði róleg á skvaldrið í okkur og þagði, við hin töluðum svo mikið. Loks þegar hlé varð á hjá okkur sagði hún hæglátlega og brosti lítið eitt: “Nú get ég ekkert gert um jólin - en ég verð þá að gleðjast við að sjá aðra glaða”. Við börnin litum hvert á annað, en sögðum ekkert. Okkur skildist að við hefðurn verið ónærgætin við hið veika barn, en hún hafði öðlast þrek til þess að gleðjast við þá hugsun eina að sjá aðra glaða um jólin. Svo liðu nokkrir dagar. Með hverjum degi minnkaði lífsþrótt- ur sjúklingsins, unz hún dó á jólanótt- ina - helgustu stund ársins. Þið getið því nærri, að jólin hjá okkur börnunum urðu döpur að þessu sinni. En við trúðum því að litla stúlk- an hefði lifað gleðileg jól, trúðum því börnin. að góður guðs engill hefði flogið með sál leiksystur okkar til himins - alveg eins og sagt er frá í ævintýri Andersens, um litlu stúlkuna með eldspýturnar - með jólabarninu í himni guðs - og börnin góð - ég trúi því enn í dag. En nú spyrjið þið ef til vill: Hvers vegna ert þú að segja okkur þessa raunasögu þegar jólin eru í nánd og allir eiga að vera glaðir? En bíðið við. Sagan erekki alveg búin. Ognúspyr ég. Hvað haldið þið að hafi gefið þessu dauðveika bami þrek til þess að bera þjáningar sínar og geta að lokum sagt brosandi - þegar líkamsmátturinn var á þrotum - að hún ætlaði að gleðja sig við að sjá aðra glaða? Það var ekkert annað en bjargföst trú hennar á jólabarnið - Jesú Krist. Mamma hennar hafði innrætt henni þessa trú og á liðnum þjáningarárum hafði hún verið þeirra athvarf og huggun. Svo mikill er máttur jólabarnsins. essi sannindi vildi ég segja ykkur núna, börnin góð. Þetta er engin skáldsaga - þessa atburði hefi ég sjálfur heyrt og séð. Ég skal að lokum trúa ykkur fyrir því, að þessi umræddi sjúklingur var einkasystir mín - eina systirin, sem ég hefi átt. Sögu minni er lokið. Hún sýnir okkur að jólabarnið er okkur styrkur bæði í gleði og sorg. Ég óska þess að hver jól megi auka trú ykkar á jólabarnið svo að þið finnið hina sönnu jólagleði, sem er fyrst og fremst falin í því að eiga þá trú og eiga það hugarfar, sem metur mest að gleðja aðra. Gleðileg jól. Ingimar Jóhannesson Hlerað í hornum Það var á tímum verðbólgunnar. Maður einn sem átti merkisafmæli í desember hóf árið með því að leggja andvirði einnar brennivínsflösku inn á bók og gerði svo mánaðarlega til að eiga nú 12 flöskur þegar kæmi að afmælinu. I desember fór hann í bankann og tók út fjármunina og fór beint í ríkið og fékk þar aðeins níu flöskur fyrir peninginn. Hann snar- aðist aftur í bankann, kallaði í banka- stjórann og krafðist þess að upplýst yrði hver hefði drukkið þessar þrjár flöskur sem upp á vantaði. Es. Þessi ljúfsára og umhugsunarverða jólaminning var flutt fyrir ótalmörg- um árum í skóla einum í Reykjavík af hinum gagnmerka skólamanni Ingi- mar Jóhannessyni kennara.Hún á erindi til okkar enn í dag með sínum áleitnu myndum og ekki síður þeint ályktunum sem af þeim eru dregnar. 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.