Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 10
Hátíð Félags heyrnarlausra Frá hátíðinni góðu. Dagana 22. - 24. september hélt Félag heyrnarlausra hátíð sína og var hún sérstaklega vel sótt sem áður. Hátíðin hófst á þeinr einkar skemmti- lega atburði að opnuð var sýning á verkum fjögurra heyrnarlausra mynd- listarmanna í Listhúsinu að Engjateigi hér í borg. Þar var þröng á þingi og meðal viðstaddra gesta var forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Formaður Félags heyrnarlausra opnaði sýninguna með ávarpi og kvað hana hafa fengið nafnið Tónlist augans sem vissulega væri réttnefni. Hún minnti á sérstöðu heyrnarlausra en þessi sýning ætti að sanna það, hve mikill mann- auður fælist í þessum hóp. Táknmáls- kórinn flutti Ijóð af listfengi sínu og tvær ungar stúlkur fluttu ljóð á tákn- máli, og heilluðu gesti. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson (einn sýnenda) flutti ávarp um myndlist heymarlausra sem hvarvetna skipar stóran sess í samfélagi þeirra. Heyrn- arlausir upplifa sérstaka tónlist með augunum og koma henni til skila í myndverkinu. Sunna Davíðsdóttir átti þarna 7 myndverk, Arnþór Hreinsson 8 myndverk, Hákon O. Hákonarson 4 myndverk og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson 12 myndverk. Þarna mátti vissulega líta litfögur listaverk unnin af næmni, kunnáttu og vandvirkni. Sýning þessi var svo opin í hálfan mánuð eða frá 22. sept. - 6. okt. Eftir hádegi næsta dag var svo safnast saman við Kjarvalsstaði og gengið þaðan til húsakynna Félags heyrnarlausra að Laugavegi 26. Þar flutti Anna Jóna ávarp og fór yfir helztu baráttumál félagsins, árangur af ýmsu, öðru ólokið, aldrei mætti slaka á klónni. Olgeir Jóhannesson ræddi um aðstöðu heyrnarlausra í Noregi og hér og bar þar ýmislegt saman. Kvað Norðmenn í mörgu okkur allmikið fremri í þjónustu við heyrnarlausa og aðstöðusköpun allri. Túlkaþjónusta hér þó stundum betri. Menn þágu rausnarlegar heimabakaðar veitingar og var mikill fjöldi samankominn í rúmgóðum vistarverum félagsins. Punkturinn yfir i - ið var svo leikþáttur á tákn- máli, sem nemendur Vesturhlíðarskóla fluttu. Þau höfðu verið að lesa bókina Gauragang eftir Ólaf Hauk Símon- arson og höfðu spunnið leikþátt upp úr þræði þeirrar bókar. Varþetta hin bezta skemmtan. Um kvöldið kom fólk saman á Kaffi Reykjavík og mun að sögn hafa skemmt sér mætavel. A sunnudeginum var svo messa í Áskirkju, þar sem sú ágæta kona, séra Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra annaðist alla messugerð, en ávarp flutti þar Vilhjálmur G. Vilhjálmsson og fagnaði m.a. nýjum textasímum og hvatti mjög félaga sína til að nýta sér tölvutæknina og hina nýju möguleika sem frekast í tölvutextasímunum nýju og full- komnu. Kaffiveitingar voru að þessu loknu og var messugerðin mjög vel sótt. Að sögn framkvæmdastjóra félagsins, Björns Hermannssonar, var mikil þátttaka í öllum atburðum hátíðarinnar mikið ánægjuefni og allt tókst sem bezt varð á kosið. Þegar nýju tölvutextasímarnir verða komnir vel í gagnið mun ritstjóri reyna að kynna þá hér með aðstoð einhvers hinna fjölmörgu notenda þessarar nýju tækni. Félagi heymarlausra er þökkuð góð hátíð og gjöful, allra helzt þó þeim myndlistarmeisturum fyrir sína tæru tónlist augans. H. S. Hlerað í hornum Konan: „Mundu svo eftir að fá þetta handa rottunum“. Maðurinn (sem man ekkert eftir fyrra samtali um rottueitur): „Ha? Eitthvað handa rott- unum? Aldeilis ekki. Ef þær ekki geta gert sér að góðu það sem til er í hús- inu, þá fari þær og veri“. * Ungu hjónin höfðu eignastbarn. Eftir þrjá mánuði stakk móðirin upp á því við föðurinn, að hann skipti um bleyju á barninu. „Ég er annað að gera“, sagði hann. „Ég skal gera það næst“. Ekki leið á löngu þar til erfinginn var aftur með vota bleyju, og mamman færði föðurnum hann. Hann leit upp með undrun í svipnum, en sagði svo: „Nú, þú meintir næst, þegar hann bleytti sig - ég meinti næst þegar við eignuðumst barn“. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.