Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 32
Fréttir í fáum orðum s 12. tbl. SIBS frétta á þessu ári eru birt brot úr erindum Reykja- lundarlæknanna Björns Magnússonar og Magnúsar B. Einarssonar á stjórnarfundi Félags hjarta- og lungnasjúklinga á Norðurlöndum, en hann var haldinn í Keflavík á liðnu vori. Þar greindi Magnús m.a. frá því að 40% sjúklinga sem fara í hjarta- aðgerð kæmust ekki í endurhæf- ingar”pró- gramm”, þrátt fyrir að 200 þeirra eða þ.u.b. væru meðhöndlaðir ár- lega á Reykja- lundi. Magnús sagði að 70 - 80 % endurhæfðra væru karlmenn, en um 90% þeirra styrkt- ist umtalsverteftir veruna á Reykja- lundi. Björn sagði að endurhæfingar- starf almennt væri um of í svelti hjá stjórnvöldum. Björn kvað það nauðsyn að þeir læknar sem rannsóknir stunduðu kynntu þær fyrir almenningi og stjómmálamönnum. Hann minnti á þá staðreynd að meirihluti þeirra sem á Reykjalund kæmu sem lungnasjúkl- ingar væru reykingamenn, enda fengju 15 - 20% þeirra langvinna lungnateppu en sú er algengasta ástæða þess að menn leituðu til end- urhæfingarstofnunar. Rannsókn hefur sýnt þá gleðilegu staðreynd að hjá langflestum í lungnaendurhæfingu á Reykjalundi jókst þol verulega auk þess sem andleg líðan þeirra batnaði. * ✓ IMeginstoð - riti MS félagsins fundum við afar fróðlega vitneskju um lyfið Interferon Beta, en MS félagið hélt einmitt kynningarfund ágætan á liðnum vetri um lyf þetta þar sem læknarnir John Benedikz, Ásgeir Ellertsson, Finnbogi Jakobsson og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir kynntu viðhorf sín til meðferðar með lyfið. Þar kom m.a. fram að lyf þetta fækkar köstum hjá MS sjúklingum og styttir þau, þau verða ekki eins kröftug og margt bendir til þess að það seinki framgangi sjúkdómsins. Einn lækn- anna sagði að lyfið gæfi líknandi meðferð, hugsanlega fyrirbyggjandi meðferð. Grensásdeildin hefur hafið meðferð með lyfinu og verður fróð- legt að fylgjast þar með, enda löngu vitað að læknar okkar eru almennt mjög framarlega í öllu því sem að þessu lýtur sem öðru. * MG félag íslands hefur gefið út ljómandi vel gerðan og glögg- an bækling um sjúkdóm þann er félagið er kennt við: Myasthenia Gravis sem á íslenzku hefur fengið nafnið vöðvaslensfár. Aðeins skal tæpt á meginatriðum: Spurt er hvað Myasthenia Gravis sé og leitast við að svara því. Sagt er frá því hvemig sjúkdómurinn Iýsir sér og hvaða meðferð sé helzt við honum. Athygli er vakin á því hve sjúkdómurinn er sveiflukenndur og einnig er minnt á þá þörf fyrir hjálp sem sjúklingum getur verið nauðsyn á. Sjúkdómurinn getur valdið fötlun en hún er oft falin og því þarf skilning frá umhverfinu. Félagið er svo kynnt í fáum orðum og sagt til áherzlu: Félagið hefur áhuga á öllu er viðkemur velferð MG sjúklinga og vill ná sambandi við fólk með Myasthenia Gravis (vöðvaslens- fár) og aðstandendur þeirra. Vonandi verður þessi útgáfa góð hjálp í þeirri við- leitni. * S k ý r s 1 a Blindrabókasafns Islands fyrir ár- ið 1994 hefur bor- izt á borð okkar hér og þar er marg- an góðan fróðleik að finna. Þar kem- ur m.a. fram að frá útláns- og þjón- ustudeild safnsins voru alls lánuð 37.965 eintök, þar af til 945 einstakl- inga 29. 934 ein- tökog221 stofnun fékksamtals 8.031 eintak á árinu. Námsbókadeild þjónaði þrem blindum og tveim sjónskertum námsmönnum á árinu. Útlán blindraletursefnis voru 50 titlar í 65 eintökum af námsefni og 44 titlar almenns efnis auk disklingadreif- ingar. Geta má þess að Blindrabóka- safnið fékk Menningarverðlaun VISA á árinu fyrir menningarframlag safns- ins í þágu fatlaðra. * Fréttabréf Parkinsonsamtakanna á íslandi 3. tbl. þessa árgangs greinir eins og jafnan áður frá ýmsu á vettvangi félagsins. Þar kemur fram að stjórn félagsins hafi á liðnu sumri kannað möguleika á húsnæði fyrir sambýli parkinsonsjúklinga sem þess þurfa um Iengri eða skemmri tíma. Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur tekið vel í málaleitan félagsins, en rekstrarþátturinn ef af yrði er enn óleystur með öllu. I Fréttabréfinu er einnig gagnmerk grein um væntan- 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.