Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 33
legar skurðaðgerðir í Danmörku við örkumlum af völdum skjálfta og hefur fyrsti uppskurðurinn væntanlega verið framkvæmdur þegar línur þessar birtast lesendum. * Laugardaginn 28. okt. sl. höfðu Landssamtök áhugafólks urn flogaveiki - LAUF - opið hús til að fagna því að samtökin hafa fengið nýtt húsnæði að Laugavegi 26 á þriðju hæð þar. en LAUF leigir þetta hús- næði af Félagi heyrnarlausra og fær auk þess til afnota samkomusal fé- lagsins á fjórðu hæð. Kynnt var starf- semi félagsins þeim sem fræðast vildu og gestum var svo boðið til kaffi- drykkju uppi. Allmargt gesta sótti samtökin heim og var mjög almenn ánægja með hina nýju ágætu aðstöðu. * MS félag Islands hafði opið hús laugardaginn 24. sept. í hinum nýju glæsilegu húsakynnum félagsins að Sléttuvegi 5. Þar var margt um manninn og m.a. kom Bubbi Morth- ens í heimsókn og gladdi geð manna við góðar undirtektir. Kynnt var starf- semi MS heimilisins, dagvistarinnar þar sem einkar vel fer um fólk í hlý- legum húsakynnum svo og var veittur fróðleikur um félagið og fjölþætta starfsemi þess. MS dagurinn tókst afar vel og fögnuðu gestir framtaki góðu alveg sérstaklega. * Aðalfundur Geðhjálpar var haldinn laugardaginn 28. okt. sl. Á fundinum var rætt um stöðu fé- lagsins og framtíðarhorfur þess. Nýja stjórn Geðhjálpar skipa: Pétur Hauks- son formaður, Magnús Þorgrímsson varaform. Ingimundur K. Guð- mundsson ritari, Einar Andrésson gjaldkeri og meðstjórnendur þau Gísli Theódórsson og Valdís Larsdóttir. Nánar um Geðhjálp næst. * Daufblindrafélag íslands hefur nú fengið sjálfstæða skrifstofuað- stöðu hjá Blindrafélaginu - Hamrahlíð 17. Kristín Jónsdóttir daufblindraráð- gjafi veitir þar forstöðu góða og er síminn hjá henni 553 6611. Þar mun ekki í kot vísað um upplýsingar allar sem aðstoð. Viðtalstímar Kristínar eru á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum frá kl. 13 - 14.30. Gátuvísur Magnúsar Jónssonar 1. Mér það tek ef ferð vil fá, fótspor glöggt um strindi, skip á sjó og skýrt má sjá skýjum á í vindi. 2. Auðvelt beygðar ýmsar leiðslur oft sem notum, önd urn það í lungun látum, líka fremst í róðrarbátum. 3. Þetta má um fjölmörg fjöll á Fróni segja, bykkjuhúð, (- það bezt mun nægja -) bókstafur og seinni slægja. 4. Tilvist dýra, trítl og vals takmarkar og girðir, fremst í nafni fells og hvals, fullt með matarbirgðir. 5. Ef að maður er í fýlu er í honum, ljós sem hangir laust í ránum, lrka dýr sem smalar ánurn. 6. Ef til vill fær ásótt þá sem engu nenna, grafarkumlið kvenna og manna, kjörin vindátt seglskipanna. 7. Seinni hluti fjallsnafns frægs og fuglinn hvítur, sæg af þessu greint þú getur, Grikklands til ef “kúrsinn” setur. 8. Er það drykkur oft sem þeir hér í sig renna, skinnið sterkt, það strax rná sanna, stærst og vitrast nagdýranna. 9. Er í tengslum elds við log, und á margan setti, nafn á manni er ég og ef til vill á ketti. 10. í fleirtölu þar fékkst úr ílát fyrr hjá manni, gamall við hann ganga kunni, gert úr blýi í prentsmiðjunni. Ráðningar á bls. 35 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.