Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 24
VIÐHORF Tómas Helgason prófessor: Heilsutengd lífsgæði og líðan Lífsgæði eru víðtækt hugtak, sem tekur bæði til persónu- bundinna og efnislegra lífs- gæða. Þau síðarnefndu tengjast lífsgæðakapphlaupinu og hægt er að meta þau á hlutlægan hátt, þó að deila megi um með hvaða kvarða eigi að mæla þau og hvað teljist viðunandi á hverjum tíma. Líðan og lífsfylling eru persónubundin lífsgæði, sem enginn getur metið nema einstaklingurinn sjálfur með huglægu mati. Við sem látum okkur velferð og öryggi sjúkra og fatlaðra varða, verð- um að huga að báðum þessum þáttum lífsgæðanna, sem skipta mismiklu máli í hugum fólks. Fyrir lækni, sér- staklega geðlækni, skiptir huglægi þáttur lífsgæðanna mestu máli, en ýmsir efnislegir þættir hafa afgerandi áhrifáþáhuglægu. Gott húsnæði og fjárhagslegt öryggi eru nauðsynlegur rammi til að skapa vellíðan og lífsfyll- ingu, sem eru heilsutengd lífsgæði. Þó að störf mín innan Öryrkjabanda- lagsins hafi aðallega verið tengd húsnæðismálum, er ekki ætlunin að tjalla um þau nú nema að litlu leyti, heldur aðallega hvort og hvernig sé hægt að gera sér grein fyrir heilsu- tengdum lífsgæðum og bera þau sam- an hjá mismunandi hópum á mismun- andi tímum. ✓ Asíðustu tímum hafa læknar og aðrir beint athyglinni í vaxandi mæli að lífsgæðum fólks fyrir og eftir meðferð. Með aukinni þekkingu, nýj- um og mikilvirkum lyfjum og bættri tækni er hægt að bjarga lífi og/eða bæta líðan flestra sem veikjast. Flest lyf hafa einhverjar aukaverkanir og oft er árangur lækninganna ekki fullkominn þannig að sjúkdómarhafa varanleg áhrif á lífsgæðin og leiða jafnvel til fötlunar. Jafnframt hefð- bundnu mati á læknisfræðilegum árangri meðferðar er nauðsynlegt að vita hvort eða að hve miklu leyti sjúkl- ingarnir telja sig geta lifað eðlilegu Tómas Helgason. eða jafngóðu lífi og þeir gerðu áður en þeir veiktust. Þótt hægt sé að nota ýmis almenn viðmið um færni, er einstaklingurinn sjálfur yfirleitt betur í stakk búinn til að meta eigin lífs- gæði. Slíkt mat er í eðli sínu huglægt og erfitt að nota til samanburðar, ef það byggir ekki á stöðluðum spurn- ingum um tiltekin atriði, sem miklu máli skipta svo sem andlega og líkam- lega líðan, getu til sjálfsbjargar, verki, tilfinningar, geðslag, hugsun, einbeit- ingu, samskipti við aðra, vinnugetu og afkomu. Breytingar á lífsgæðum er nauðsynlegt að reyna að meta, til þess að geta þróað nýjar og betri lækninga- og endurhæfingaraðferðir, sem ekki aðeins bæta árum við lífið, heldur gæða árin betra lífi. Fullkomið mat verður ekki gert nema með ítarlegu stöðluðu viðtali og skoðun, sem er tímafrekt og kostnaðarsamt. Þess í stað hefur verið reynt að semja stutta hnitmiðaða spurningalista, sem taka til flestra þátta heilsutengdra lífsgæða. Þessir listar hafa ýmist verið almennir eða gerðir með sérstöku tilliti til ákveð- inna sjúkdóma eða fötlunar. HL-prófið undanförnum tveimur árum hefur verið unnið að gerð stutts spurningalista hér, sem hægt á að vera að nota við flestar tegundir sjúkdóma og fötlunar, til að meta heilsutengd lífsgæði. Þessi spurningalisti er unn- inn upp úr 169 spurningum, sem voru fengnar úr sex erlendum og einu inn- lendu prófi. Þessar spurningar voru til reynslu lagðar fyrir 146 sjúka og heilbrigða einstaklinga. Með töl- fræðilegri úrvinnslu mátti aðgreina 11 þætti, sem varða huglæg lífsgæði. Þessir þættir lýsa ánægju, almennu heilsufari, líkamlegri líðan, depurð, kvíða, sjálfsstjórn, sársauka, þreki, svefni, fjárhag og félagslegum að- stæðum. Valdar voru sérstaklega 30 spurningar sem snerta þessa þætti, og höfðu mesta fylgni við heildarmatið á lífsgæðum. Þær eru uppistaðan í HL-prófinu (HL = heilsutengd lífs- gæði). Prófið sýndi, að lífsgæði sjúkl- inga á sjúkrahúsi voru greinilega frá- brugðin lífsgæðum göngudeildar- sjúklinga og heilbrigðra. Spurningarnar, sem lýsa ánægju eða vellíðan almennt, fjalla um hversu ánægt fólk sé með lífið og hversu hraust eða fjörmikið það telji sig. Almennt heilsufar byggir á svör- um við hversdagslegum spurningum um hvernig heilsan sé, auk þess sem spurt er hvort hún komi í veg fyrir að fólk geti sinnt störfum eða námi. Lík- amleg líðan tekur til getunnar við ým- is miðlungs erfið verk eða íþrótta- iðkanir. Þrek fjallar um hvort fólk telji sig þróttmikið og virkt eða dauft og svifaseint, hvort það telji sig hafa næga orku eða lífsþrótt? Sjálfsstjórn fjallar bæði um sjálfsstjóm og sjálf- stæði, þ.e. annars vegar tilfinninguna um eigið öryggi og jafnvægi og hins vegar að geta haft stjórn á eigin lífi. Aðrir þættir skýra sig sjálfir og eru metnir á svipaðan hátt af svörum við einföldum spurningum. Auk spurninganna um þessa 11 þætti til að meta heilsutengd lífsgæði, er í inngangi HL-prófsins spurt um kyn, aldur, hjúskaparstétt, skóla- 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.