Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 42
Molar til meltingar s Iumræðu um væntanlega stefnuskrá bandalagsins hafa ýmsar athygliverðar hugmyndir komið fram og margar þeirra munu eflaust eiga eftir að fá glögga út- færslu í endanlegri stefnu- skrá. Meðal þess sem þar var mjög rætt, og er auðvitað hvergi nærri í fyrsta sinn, varðar það hversu efla megi tengsl bandalagsins og landsbyggðarinnar, þeirra mörgu fötluðu sem búa dreift um byggðir landsins. Þetta tengist að sjálfsögðu nokkuð uppbyggingu fé- laganna innan bandalagsins sem eru grunneiningar þær er bandalagið byggir í raun tilveru sína á. Sum félaganna eru með deildir úti á landsbygggð- inni og eru þannig bein- tengd við fólkið þar með þeim hætti, önnur eru með deild nyrðra og þá í kring- um Akureyri og enn önnur eru hrein landsfélög þar sem einstaklingsaðild ein er að félaginu og þá auðvitað ákveðin tengsl um leið. Stundum hefur verið um það rætt að koma á úti í hverjum landshluta félög- um fatlaðra í víðastri merk- ingu og ná þannig upp nokkru starfi hvarvetna og um leið ákveðinni tengingu þar við, en margt hefur þótt mæla þar í gegn m.a. mögu- legir árekstrar við deilda- skipt félög okkar og svo hitt að um mjög ólíkar fatlanir er að ræða og sitthvað gildir um sumt, þó einnig sé margt sem sameinar. Ef litið er til ýmiss konar fyrirgreiðslu og aðstoðar bandalagsins þá gildir það eðli máls samkvæmt að yfirgnæfandi hluti erinda er frá fólki á suðvesturhominu - Stór-Reykjavíkursvæðinu þó sér í lagi. Hins vegar er líka talsvert um fyrirspurnir og erindi utan af lands- byggðinni sem reynt er að ley sa úr ekki síður og er það gott gleðiefni, en mætti sannast sagna vera meira og skipulagðara. Auðvitað blandast svo inn í allt þetta hver tengsl bandalagsins og ein- stakra félaga þess eru, auð- vitað um margt misjöfn en hljóta þó að teljast vel við- unandi og liður í því er að hvert félag bandalagsins á fulltrúa í stjórn þess. Ymsar leiðir til nánari tengsla hafa verið reifaðar og ræddar og alveg ljóst að einhver skipan mála sem skapað gæti a.m.k. góðan viðræðuvettvang er bráð- brýn. Náið samstarf við svæðisskrifstofur fatlaðra í héruðunum þar sem ákveð- in vitneskja um fatlaða á að vera fyrir hendi yrði eflaust til bóta en mála sannast að svæðisskrifstofurnar hafa í ríkum mæli einbeitt sér að þroskaheftum og fjölfötl- uðum, þó á hafi orðið all- nokkur breyting og útvíkk- un svo og er í dag spurning um framtíðarhlutverk þeirra miðað við möguleg- an tilflutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga. Fundahöld með fötl- uðum í hverjum landshluta hljóta og að koma til álita og auðvitað ber að kanna ákveðinn erindrekstur einn- ig- Hússjóður bandalagsins á nú orðið íbúðir í öllum landshlutum og sums staðar talsverðan fjölda og við það er ákveðin tenging bundin, svo ágæt aðgerð sem þar er á ferð. Einhverjar aðgerðir eru nauðsynlegar svo ofurljóst sé öllum fötluðum alls stað- ar á landinu að í Öryrkja- bandalaginu eiga þeir ör- uggan, virkan bakhjarl, sem á einnig erindi við þá. ** I starfinu að stefnuskránni kom einnig mjög til um- ræðu, hvernig auka mætti tengsl bandalags og fjöl- miðla og komu fram ýmsar ágætar hugmyndir til að ná þar sem beztum árangri. Sannast sagna er mis- jöfn mjög reynsla okkar af öllum tjölmiðlasamskipt- um. Má aðeins nefna þar til tómlæti fjölmiðla um margt á okkar vettvangi sem okk- ur þykir ærin ástæða til að um sé fjallað og sé um leið ágætt fjölmiðlaefni til fróð- leiks svo mörgum úti í samfélaginu. Með ýmsu rnóti var t.d. reynt að ná til fjölmiðla og vekja athygli þeirra á ráðstefnu banda- lagsins um meginreglur SÞ, en án annars árangurs en þess að Ríkisútvarpið - hljóðvarp gerði ráðstefn- unni góð skil. Aðrir sáu ekki ástæðu til þess að skipta sér af eða gera tilraun til að miðla fróðleik frá ráð- stefnu þar sem fram fór hin fyrsta almenna kynning á þessum meginreglum SÞ um jafna þátttöku fatlaðra. Sömuleiðis sendum við fréttatilkynningu til fjöl- miðla um aðalfund banda- lagsins og þær ályktanir sem þar voru gerðar, en sannast sagna höfum við fjarska fátt af þessu í fjöl- miðlum séð og heyrt. Hins vegar má segja það að í tengslum við fjárlaga- frumvarpið nú höfum við átt þess allgóðan kost að tjá okkur við hina ýmsu fjöl- miðla og greinaskrif öll greiðlega verið tekin. En vissulega skiptir mál- staðinn miklu að fá sem bezta umfjöllun fjölmiðla, einkum í ljósi þess áhrifa- máttar er fjölmiðlar hafa í dag. Allra leiða verður því að leita til að ná þar fótfestu sem allra bezt. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.