Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 17
meginreglurnar á alþjóðaráðstefnunni sem Öryrkjabandalag Islands og Landssamtökin Þroskahjálp stóðu fyrir á síðast liðnu ári og bar yfirskriftina “Eitt samfélag fyrir alla”. Eins og áður segir þá sáu SÞ sér ekki fært að veita fé til þeirrar starfsemi sem nauðsynleg er til þess að fylgja samþykktinni eftir. Því varð að leita til aðildarlandanna um bein framlög. Eftirtalin ríki leggja nú fram fé: Austurríki, Kanada, Kína, Kýpur, Danmörk, Finnland, Japan, Monaco, Noregur, Spánn og Svíþjóð. Flest þessara landa leggja fram litlar upphæðir og er Svíþjóð þar lang efst á blaði. Ennfremur veita Danmörk og Noregur myndarlega aðstoð. ✓ Aætluð fjárþörf árin 1994 - 1997 errúmir581 þúsund dollarar en það fjármagn hefur ekki ennþá verið tryggt. Miklir peningar fara í ferðalög því að Lindkvist gjörir víðreist um heimsbyggðina til þess að kynna meginreglumar samtökum fatlaðra, ríkisstjórnum og öðrum sem hlut eiga að máli. Hann heimsótti t.d. í sumar 16 Afríkulönd í þessu skyni. Það má nú þegar benda á beinan árangur af setningu meginreglnanna, þótt ekki séu nema tæp tvö ár liðin frá samþykkt þeirra. I Astralíu hafa verið sett ný lög um málefni fatlaðra, sem að miklu leyti eru byggð á reglunum. A Indlandi er unnið markvisst að nýrri löggjöf um málefni fatlaðra, þar sem reglurnar verða lagðar til grundvallar og í nokkrum ríkjum Suður-Afríku em þær einnig komnar á dagskrá. I sambandi við samþykkt meginreglnanna vaknaði fljótlega sú spurning, hvernig fylgjast skyldi með framgangi þeirra. Ein leið var sú að gjöra könnun á högum fatlaðs fólks hvarvetna í heiminum og skyldi samskonar spurningalisti notaður allsstaðar. A 48. allsherjarfundi SÞ haustið 1993 var ákveðið að Þróunarstofnunin skyldi láta semja slíkan spurningalista. Þetta tókst þó ekki þar eð ekki reyndist mögulegt að fá nægjanleg gögn til þess að byggja á. á var það að Öryrkjabandalag Danmerkur ákvað að vinna svona plagg sem byggði á meginreglunum. Þetta var spurningalisti sem var unninn í samvinnu við háskólann í Árósum í Danmörku, sem er ráðgjafi Danida, deildar í danska utanríkisráðuneytinu þar sem fjallað er um málefni þróunarlanda. Stofnunin hefur meðal annars mikla reynslu af að semja kannanir varðandi þróun lýðræðis og mannréttinda í þeim löndum. Snemma á þessu ári var haldin í Kaupmannahöfn mikil ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um félagsleg málefni og í tengslum við hana var fyrsta útgáfa þessa spurningalista reynd. Á þeim fundi voru fulltrúar tuttugu og tveggja þjóða, m.a. Islands. Nú hefur verið unnið úr spurningalistunum og þar kom í ljós að fulltrúar Norðurlandanna komust að svo til sömu niðurstöðum, sem er raunhæft. Danska Öryrkja- bandalagið hefur látið þýða spurningalistann á ensku, spönsku og frönsku ásamt blindraletri, með nákvæmum leiðbeiningum um notkun og útreikninga. Þeir eru þegar komnir til dreifingar innan Norðurlandanna og Evrópu. Þá er sambandið einnig að undirbúa sama efni til könnunar í rúmlega 40 þróunarlöndum. Þetta er myndarlegt framlag dönsku samtakanna. Ætlunin er að endurtaka könnunina árlega og birta niðurstöður í ársskýrslu Þróunarstofnunar SÞ til þess að fylgjast með hvort þjóðum heims hefur miðað nokkuð á leið og þannig getur einnig myndast metnaður og samkeppni. Aþessum fundi okkar í dag verða teknar til umræðu fjórar af meginreglunum tuttugu og tveimur. Það er fimmta regla sem fjallar um aðgengi, sjötta um menntun, sjöunda fjallar um atvinnu og sú áttunda um tryggingar. Allar snerta þær náið dagleg kjör fólks. Við þurfum að halda áfram að kynna reglurnar og einbeita okkur að því að gjöra fatlað fólk meðvitað um þann rétt, sem því ber. Vissulega höfum við Islendingar á undanförnum árum verið að klifra upp velferðarstigann jafnt og þétt, en nú er ástandið slíkt, að við stöndum ekki einu sinni í stað, við erum aftur á niðurleið. Þessvegna tökum við fegins hendi þessu nýja baráttutæki. Ólöf Ríkarðsdóttir Hlerað í hornum Ur minningargrein: “Enginn keypti eins mikið af flug- eldum og rakettum og Nonni heitinn og þegar hann fór út á gamlaárskvöld áttu nágrannarnir fótum sínum fjör að launa.” Prestur einn kom að sjúkrabeði manns eins sem hætt hafði verið kominn og sagði við þennan vin sinn: “Ja, þú varst víst nærri kominn yfir landamærin”. Vinurinn var snöggur til svars: “Ja, aldrei sá ég dýrðina.” Bófasonurinn kom heim úr fyrsta prófinu og faðirinn spurði, hvernig hefði gengið? “Það gekk fínt pabbi. Þeir spurðu og spurðu en fengu ekki orð upp úr mér.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.