Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 28
Formaður stjórnar Vinnustaða ÖBÍ gerir grein fyrir þeirri mætu starfsemi. Þar eru mörg mæt fróðleikskorn en á fátt eitt drepið hér. Tekjur bandalagsins af íslenzkri getspá voru rúmar 166 millj.kr. og af þeim fékk Hússjóður rúmlega 106 millj. kr. Rekstrargjöld bandalagsins voru tæplega 14.8 millj.kr.; styrkir til félaga rúmlega 6.1 millj.kr.; aðrir styrkir rúmar 10.2 millj.kr. þar sem Vinnustaðir bandalagsins fengu tæpar 5.9 millj.kr.; Starfsþjálfun fatlaðra rúmlega 1,1 millj.kr.; Sjóður Odds Olafssonar 1 millj.kr.; Samstarf ÖBÍ og Þroskahjálpar 500 þús.kr. og sama upphæð fór til Tölvumiðstöðvar fatl- aðra, svo á því helzta sé gripið af öðr- um styrkveitingum. Fréttabréfið kost- aði 4.7 millj.kr.. Önnur gjöld eru að langmestu leyti til atvinnumála fatlaðra þar sem er Glitmálið gjaldfreka helzt og fyrst. A reikninga Hússjóðs er minnt í skýrslu Tómasar Helgasonar, en þar kemur fram að leigutekjur upp á 101 millj.kr. hrökkvi ekki til vegna út- gjalda, svo sízt rnunu leigugjöldin of há. Fasteignir nema að frádregnum afskriftum 1.45 milljörðum kióna, en skuldabréfalán (Húsnæðisstofnun ríkisins) nema rúmum 760 millj.kr. Rekstrartekjur Vinnustaða ÖBÍ voru 24,3 millj.kr., en rekstrargjöld tæpar 36 millj.kr. Framlag ríkisins vegna hallarekstr- ar var aðeins 5.7 millj.kr. á móti 5.8 millj.kr. rúmum sem framlag ÖBI var á árinu. Starfsþjálfun fatlaðra var með tæp- ar 8.7 millj.kr. í rekstrartekjur og rúmar 11,9 millj.kr. í rekstrargjöld. Þar kom á móti styrkur frá ÖBÍ upp á rúma 1.1 millj.kr. og frá Starfsmennta- sjóði 666 þús.kr. Margar fleiri fróðlegar tölur mætti tíunda en leiðigjarnt til lestrar. Allir reikningar voru síðan sam- hljóða samþykktir. I almennum um- ræðum varpaði Tómas Helgason því fram til umhugsunar hversu félags- málastofnanir gerðu út á Hússjóð, en þeirra væri frumskylda til hjálpar að sjálfsögðu. Allnokkur umræða varð og um vanda minni félaga til umsvifa allra og nauðsyn á samvinnu þeirra í milli um aðstöðu og upplýsingagjöf Helgi Hróðmarsson starfsmaður samvinnunefndar ÖBÍ og Þroskahjálpar flutti þessu næst skýrslu sína og kom víða við. I samvinnunefndinni sátu: AstaB. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ragn- arsson og Jón Sævar Alfonsson frá Þroskahjálp og frá ÖBÍ þau Ólöf Ríkarðsdóttir, Haukur Þórðarson og Hrafn Sæmundsson, en framkvæmda- stjórar samtakanna sitja einnig fundi nefndarinnar ásamt starfsmanni. Helgi minnti fyrst á hin vinsælu og vel heppnuðu reiðnámskeið á Reykja- lundi, sem 160 alls hefðu nýtt sér yfir sumarið. Nú væru framundan reiðnámskeið í Víðidal með styrk frá Reykjavíkur- borg. Hann gat um góða þátttöku í úti- lífsskóla í samvinnu við Bandalag ísl.skáta. Þá vék hann að hinni mikilvægu og ágætu kynningu í grunnskólunum, sem Helgi sér um af stakri prýði og kynnir málefnin ásamt fötluðu fólki er á vettvang fer. Dýrmæt kynning til skilnings og skoðanaskipta. Þá gerði hann grein fyrir endanlegu uppgjöri vegna ráð- stefnunnar: Eitt samfélag fyrir alla, rakti aðdraganda sem aðgerðir og gat um sérlega góðan hlut Ástu B. Þor- steinsdóttur að þessu viðamikla verki. Minnti á að bandarísku samtökin, sem þarna ætluðu aldeilis að koma að, hefðu brugðist. Uppgjörið fjárhags- lega jákvætt og afgangi varið til barnaheimilis í Timisoara í Rúmeníu. Hann gat því næst um Mobility International en í tengslum við það hefði fjöldi ungs fatlaðs fólks farið erlendis á námskeið eða til kynningar og þar bæri 30 manna Irlandsferð Sjálfsbjargar máske hæst. Hann fór svo yfir aðildina að Helios II -verkefninu en mun síðar sjálfur gera þar grein fyrir. í loka- orðum sínum undirstrikaði Helgi að það sem skipti máli í reynd væru verkefnin og fólkið sjálft sem þar tæki þátt, en ekki umgerðin ein. á var komið að skýrslu Björns Ástmundssonar stjórnarm. ís- lenzkrar getspár, um þá kynjagóðu mjólkurkú. Hann rifjaði upp aðal- þætti í sögu Islenzkrar getspár, frum- kvæðið góða frá Oddi Ólafssyni og hversu farsællega öll mál hefðu fram gengið, gat um eignaraðila getspár- innar einnig. Nefndi sem dæmi um umfang, að haldnir hefðu verið alls 329 stjórnarfundir og full eining hefði náðst um öll mál. Hann kvað sögu íslenzkrar getspár líka ævintýri, í þeirra tölvuveröld hefði margt merkilegt orðið til. Bjöm sagði Islenzka getspá hafa lagt eign- araðilum sínum til 2.7 milljarða frá upphafi, enda væri hlutfallið sem til eignaraðila færi hærra en annars stað- ar þekkist. Samkeppnin á markaðn- um væri hins vegar mjög hörð og því væri ævinlega verið að leita nýrra leiða, nú með KÍNÓ-leiknum. Að baki þessu öllu lægi ómæld vinna 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.