Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 25
Höfundur á ráðstefnu ÖBÍ - léttur í lund. taki fullt tillit hver til annars og sýni ábyrgð í umgengni og viðskiptum. Þrátt fyrir lélegan fjárhag verða fatlaðir, eins og aðrir, að standa skil á leigu. Vanskil lenda á öðrum íbúum eða leiða til þess, að ekki verður hægt að leysa brýnar húsnæðisþarfir ann- arra fatlaðra. Nauðsynlegt er að halda húsnæðinu vel við og kaupa meira. Það verður ekki hægt ef gengið er á tekjustofn Hússjóðs með því að borga ekki leigu eða ef Lottótekjurnar verða skertar frá því sem nú er. Slíkt mundi draga úr h'fsgæðum öryrkja og fatl- aðra sem þegar eru minni en skyldi. Lokaorð Þessar fyrstu niðurstöður, sem hér hefur verið sagt frá, gefa vís- bendingar um heilsutengd lífsgæði göngu, starf og örorkumat. Þá er spurt um fjölskyldustærð, húsnæði og fyrri alvarleg veikindi eða slys. Öll þessi atriði hafa áhrif á lífs- gæðin. Sérstaklega skipta spurning- arnar um húsnæði máli fyrir þann sem þetta ritar. Lífsgæði fatlaðra egar lokið var frumgerð prófsins, var nauðsynlegt að rannsaka gagnsemi og eiginleika þess frekar. Var þá rneðal annars leitað til unt 50 leigjenda í íbúðum Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins og þeir beðnir að svara spurningalistunum. Það kemur les- endum þessa blaðs varla á óvart að niðurstöður prófsins sýndu, að lífsgæði fatlaðra eru verulega lakari en heilbrigðra, en ívið skárri en sjúkl- inga á sjúkrahúsum. Af einstökum þáttum var ekki marktækur munur á svefni og sársauka hjá fötluðum og heilbrigðum. A öllum öðrum þáttum voru lífsgæði fatlaðra lakari. Sérstak- lega er áberandi, að líkamleg líðan, fjárhagur, almennt heilsufar og þrek fatlaðra er lakara. Það er ljóst, að samtök fatlaðra eiga mikið starf fyrir höndum til að bæta lífsgæði þeirra, að svo miklu leyti sem unnt er. Allir þættir lífs- gæðanna, sem hér er fjallað um, eru nátengdir og hafa áhrif hver á annan, þannig að batni einn þáttur, má gera ráð fyrir að það hafi jákvæð áhrif á aðra þætti og að lífsgæðin í heild verði betri. Húsnæðismál agsmunabarátta samtakanna, sem fyrst og fremst miðar að því að tryggja afkomu, félagslegt jafnrétti og möguleikana á að hafa stjórn á eigin lífi, hefur afgerandi áhrif. Árangur þessarar baráttu samtakanna getur bætt nokkuð upp það sem einstaka meðlimi þess vantar í þreki, líkamlegri líðan og almennu heilsufari, svo og til að draga úr depurð og kvíða þeirra. Hluti þessarar hagsmunabaráttu er öflun húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. Þar verða allir fatlaðir að sitja við sama borð, hver sem fötlunin er, en þó þannig, að þeir sem brýnasta hafa þörfina njóti forgangs. Ohjákvæmilegt er, að þeir sem fá fbúðir á vegum Hússjóðsins, fatlaðra og hverjar þurfi að vera áherslur Öryrkjabandalagsins til að bætaþau. Töluverð vinna er enn eftir við lagfæringar á HL-prófinu til þess að sníða af því agnúa og gera það handhægara, svo að það nýtist flestum hópum fatlaðra og sjúkra. Sérstakt þakklæti vil ég færa Kristínu Jónsdóttur, starfsmanni á skrifstofu Hússjóðsins, fyrir að leggja prófið tvívegis fyrir 50 leigjendur sjóðsins. Jafnframt þakka ég þessum leigjendum þolinmæðina við að útfylla spurningalistana og þar með við endanlega gerð prófsins. Tómas Helgason prófessor og form. stjórnar Hússjóðs. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.