Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 5
Tómas Helgason form. stjórnar Hússjóðs: Skýrsla Hússjóðs Öryrkjabandalagsins 1995 Hússjóður Öryrkjabandalagsins er sjálfseignarstofnun, sem nokkur félög Öryrkjabandalagsins stofnuðu 1966. Tilgangur sjóðsins er að eignast og reka íbúð- arhúsnæði fyrir öryrkja. Til þess að ná þessu markmiði hefur sjóðurinn á undanförnum árum fengið tvo þriðju hluta lottótekna Öryrkjabandalagsins. Jafnframt hefur sjóðurinn fengið lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins á hagstæðustu kjörum sem hún hefur veitt á hverjum tíma. Þangað til íslensk Getspá hóf rekstur lottós var byggt fyrir framlög úr Erfðafjársjóði, en þó að langmestu leyti fyrir lánsfé. Þetta leiddi til mikillar skuldasöfnunar, sem hefði orðið illviðráðanleg ef leigja átti á kjörum sem voru viðráðanleg fyrir öryrkja. Eftir að lottótekjumar komu til hefur það verið stefna sjóðsstjómar, að lánshlutfall svaraði til helmings fasteignamats eða kaupverðs eigna. Með þessari stefnu hefur tekist að halda leigunni niðri. Hins vegar hefur hún takmarkað hraða íbúðaöflunarinnar, en þó ekki meira en svo, að keyptar hafa verið 25 - 30 íbúðir á ári. Verðmæti eigna Hússjóðsins var um síðustu áramót 1,6 milljarður króna, en skuldir 800 milljónir. Leigutekjur voru 101 millj. króna. Rekstrarkostnaður var 68 millj. króna og vextir og afborganir 51 millj, eða samtals 119 millj. Leigutekjur eru því 18 milljónum króna of lágar til að standa undir lágmarksútgjöldum. Þetta er nokkurt áhyggjuefni, því að mikið af eignum eru komnar til ára sinna og krefjast síaukins viðhalds. Til þess að íbúðirnar séu boðlegar leigjendum, verður viðhald þeirra að vera gott. Frá síðasta aðalfundi hafa verið keyptar 30 fbúðir, þar af 8 utan Reykjavíkur og nágrennis. Sjóðurinn á því nú 520 íbúðir. Fjárfestingar á árinu 1994 voru samtals um 202 milljónir króna, eða sem svarar til nærri tvöfaldrar upphæðar sem fékkst frá lottóinu. Þrátt fyrir þennan íbúðafjölda vantar enn mikið á að þörf fatlaðra fyrir húsnæði við þeirra hæfi á viðráðanlegum leigukjörum sé fullnægt. Biðlisti Hússjóðs hefur sífellt lengst. Þess vegna var ákveðið að biðja alla, sem áttu umsóknir hjá sjóðnum á síðasta ári, að endurnýja þær. Jafnframt var óskað eftir ítarlegri upplýsingum til þess að unnt væri að meta hverra þörf væri brýnust. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að leysa vanda um 70 einstaklinga á þessu ári, hafa nú þegar um 200 í viðbót endurnýjað umsóknir sínar og vitað er um allmarga, sem ættu að vera búnir að því. I fyrri ársskýrslum hefur verið minnt á húsnæðisþarfir þeirra sem þurfa mikla aðstoð, heimilishjálp, liðveislu og frekari liðveislu eða jafnvel hjúkrun um tíma. Nauðsynlegt er, að húsnæðisútvegun og heimildir svæðisstjórna og félagsmálastofnana til að ráða nauðsynlega starfskrafta, fylgist að. Að undanfömu hefur frekar staðið á heimildum til mannaráðninga en húsnæðisöflun fyrir þessa mest fötluðu einstaklinga. Til þess að mæta litlum hluta þessa vanda hafa farið fram viðræður við sjálfseignarfélögin Skjól og Eir, og verður tekið upp samstarf við þessar stofnanir þegar þær fá leyfi til stækkunar. ✓ Isíðustu ársskýrslu var sagt frá því, að Þroskahjálp vildi fá hlut í lottótekjum til jafns við Öryrkjabandalag íslands. Slík skipting mundi skerða mjög verulega möguleika annarra fatlaðra til að fá húsnæði. I framhaldi af þessari ósk Þroskahjálpar var skipaður starfshópur úr dóms- og félagsmálaráðuneytunum og er útlit fyrir að niðurstöður hans verði tilbúnar innan tíðar. Nú búa 148 þroskaheftir í 104 íbúðum og einbýlishúsum, sem Hús- sjóður á. Þannig hefur yfir 20% af íbúðum Hússjóðsins verið ráðstafað til þroskaheftra. Það er því ekki hægt að segja að hlutur þroskaheftra hafi verið fyrir borð borinn. Mikilvægt er að öll félög Öryrkjabandalagsins fylki sér þétt saman til þess að halda utan um lottótekjurnar, þannig að áfram verði gætt sanngirni um lausn á íbúðavanda fatl- aðra. Að lokum ber að þakka framkvæmdastjóra Hússjóðsins og öðrum starfsmönnum mikið og gott starf í þágu hans. Tómas Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.